Þjóðólfur - 23.04.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.04.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. VerÖ árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Ileykjavík, föstudaginn 23. apríl 1886. Nr. 17. E»jóðólfur flytur eins og hingað til rit- gjörðir um stjórnarmál (pðlitlk), bflnaðarmál (húfræði) og önnur nauðsynjamál; þar á meðal bendingar um ýmsar bækur, sem út koma (bóknienutir); bann flytur og framvegis meir en hingað til fræðandi smáritgjörðir um uppgötv- anir og annað Jiess konar (vísindaleg nýmæli); greinilegar frjettir flytur hann einnig, og ýmsar fræðandi og skemmtandi smágreinir(moð). Að svo miklu leyti, sem unnt er rflmsins vegna, mun blaðið verða sem fjölbreyttast að efni og sem likast þessu tölublaði. Útgefandi lætur sjer mjög annt um, að kaupendurnir fái blaðið svo fljótt og með svo góðum skilum, sem fram- ast er unnt. Eiubættisrekstur embættlsmanna. —0— Það er ómetanlega mikilvægt að hafa góða og skyldurækna embættis- menn. Það er og hins vegar ómetan- lega skaðlegt að hafa slæma og skeyt- ingarlausa embættismenn og sýslunar- menn. Það mun nú, svo er fyrir þakkandi, mega segja, að flestir em- bættismanna vorra standi vel í stöðu sinni; en það hefur ekki jafnan verið svo; og stundum hefur leitt stórtjón af birðuleysi embættismanna. Þegar mikil brögð eru að því, leynir það sjer sjaldnast lengi, að minnsta kosti ekki hjá sveitungum þeirra. En hvað gera menn? Opt þegja þeir, sem verða fyrir skakkafallinu, annaðhvort af því að þeir vita ekki, hvernig að skal fara, eða þeir hafa ekki einurð til að leita rjettar síns. Aptur á móti vilja sumir koma greinum í blöðin um þetta, en vilja sem optast ekki láta sín getið. Eigi allfáar þvílíkar greinir hafa borizt oss, og sjerstaklega þess vegna finnum vjer ástæðu til að skrifa nú um þetta mál. Að þegja yfir afglöpum og trassaskap embættis- manna er alveg óhafandi, því að auk margs annars verða þeir við það enn skeytingarminni. Hins vegar er eigi rjett að skrifa nafnlaust um þetta; því að þá lítur stundum svo út, sem höfundurinn fari ekki með sannindi, úr því að hann brestur einurð til að nafngreina sig, svo að það hefur minni áhrif, en ella. Auk þess ber ritstjór- inn ábyrgðina fyrir nafnlausar greinar, og honum verður opt erfiðara að sanna afglöp embættismanna langt í burtu en sveitungum þeirra. Þegar brögð eru að því, að embættismenn standi illa í stöðu sinni, er það hin rjettasta aðferð, að kæra embættism. fyrir æðri embættismanni (t. d. sýslumann fyrir amtm., amtm. fyrir landsh.; lækna fyrir landlækni og hann fyrir landsh.; presta fyrir próföstum, þá fyrir bisk- upi og hann fyrir landsh.; póstaf- greiðslum. og brjefhirðingam.fyrir póst- meistara og hann fyrir landsh. o. s. frv.). En um leið og kvartað er fyrir æðri embættismanni, er ekkert á móti því, að skrifa um það með nafni í blöðin. Þess þarf eigi að geta, því að það er sjálf- sagt, að fullkomið ákæruefni sje fyrir hendi, og að eigi sje annað fram bor- ið en sannleikur. Ef nú kærunum er ekki gegnt, er ekki annað en snúa sjer til æðri embættismanns, t. a. m., ef amtm. sinnir ekki kæru um em- bættisrekstur sýslumanns, skal snúa sjer til landshöfðingja. Nú skyldi allt þetta verða árangurslaust, kærunni ekki svarað og ekkert gjört í málinu; eða ef kvarta þarf undan embættis- rekstri landshöfðingja, þá skal snúa sjer til þingsins og fá einhvern þing- mann til að flytja málið á þinginu, gjöra fyrirspurnir um það, hlutast til um, að nefnd sje sett til að rannsaka það, skorað verði á landstjórnina(ráð- gjafann), að fa málinu hrundið í lag og jafnvel hlutaðeigandi embættism. vikið úr embætti o. s. frv., allt eptir því, sem við á í hvert skipti. I um- ræðunum og ályktunum þingsins get- ur komið fram fullkomið álas og mis- þóknun. Ef ráðgjafinn fer ekkert eptir ályktunum þingsins, getur næsta þing þar á eptir höfðað mál á mó'ti honum. Þetta er hin rjetta og bein- asta aðferð. Ef hún er við höfð, og embættismenn mættu jafnan búast við þessu, er ekki hætt við að þeir vönd- uðu sig ekki. Það væri þá miklu síð- ur hætt við, að nokkur þeirra mundi sóa mörgum þúsundum króna af lands- fje og fjármunum munaðarlausra og ómyndugra; ekki hætt við, að bú yrðu látin bíða óskipt árum saman, eða sakamenn látnir bíða ódæmdir svo ár- um skipti, o. s. fr., o. s. fr. Um mótak. Eptir Hermann Jónasson. —0— Yið mótak hjer á landi fer mikið af mó til ónýtis, og mómýrarnar eru á eptir ekki að eins ljótar og arð- lausar, heldur verða skepnum opt að fjörtjóni. Móland er víða áþekkt; það er mýr- lent og svo hallandi, að vatnið má leiða á burt. Þess vegna gildir lík aðferð við mótak alls staðar, og ligg- ur þá næst að athuga, hvernig haga skal mótaki í mýrinni fyrir sunnan og austan Reykj avíkurtj örn. Fyrst verður að mæla út mýrina, ,og finna þá línu, sem lægst liggur eptir henni. Eptir þessari línu skal grafa skurð frá tjörninni. Skal svo byrja móskurðinn öðru megin við skurðinn, svo nærri tjörninni, semfært er, og taka smáspildur frá skurðinum upp að hæðinni, og gæta þess vand- lega, að taka allan mó, sem til er. Þannig skal taka hverja spildu af annari beggja vegna við skurðinn, en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.