Þjóðólfur - 23.04.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.04.1886, Blaðsíða 2
66 jafnframt verður að lengja hann. Um leið og hver spilda er búin, skal sljetta hana og rækta, og þar sem gamlar grafir verða fyrir, verður einnig að sljetta yíir þær. Einnig þarf að leggja afræsluskurði — helzt lokaða—frá hæð- unum á ská niður eptir mýrinni út í aðalskurðinn, og þar, sem þeir koma saman, ætti hornið eða tungan, sem gengur fram á milli skurðanna að vera sem næst 60 gráðum; því að ef skurð- irnir eru lokaðir, og liggja þvert út'í aðalskurðinn, þá leiða þeir vatnið mikið ver en ella. Yel getur verið að svo mikið vatn komi fram undan hæðun- um, að þessi framræsla verði eigi ein- hlit, en þá verður að grafa skurði með fram þeim og niður í tjörnina. Gfetur og verið, að eigi þurfi aðra skurði en þessa, og aðalskurðinn. En þetta kemur bezt í ljós, þegar verkið er unnið. Þessi aðferð hefur verið við höfð erlendis, t. a. m., á hollenzku heiðun- um, og hefur verið skilið þannig við mólandið, að þar eru nú fagrir og arð- berandi akrar, sem áður voru heið- ar, þaktar gráum mosa og mó- rauðu lyngi. Á líkan hátt yrðu hjer fógur og frjóvsöm tún eða matjurta- reitir í staðinn fyrir óþokkamýrina; auk þess, sem þessi móskurðaraðferð er auðveldari og þokkalegri en sú, er nú er við höfð. Mórinn verður og mikið drýgri, því að þótt dálítið eyðist af honum sökum þess að hann frýs í sár- inu yfir veturinn, þá er það ekkert á móti því, sem fer til ónýtis í bríkun- um milli grafanna. Til þess nú að drýgja og bætamó- inn enn meira, er hann víða troðinn erlendis, því að þar hafa menn ekki svo mikil efni, að þeir þurfi ekki að spara; en þannig er farið með móinn, að hann er settur í trjekassa og troð- inn undir fótunum, og vatni helt á öðru hverju. Það má og troða hann í dældum milli þúfna. Troða skal hann, þangað til hann er orðinn eins °g þyhk leðja, flytja síðan á þurkvöll og breiða hann út með stórum spöð- um, líkt og þegar klíningur er gjörður. Skán þessi verður að vera um þrjá þumlunga á þykkt; og mgðan hún er blaut, skal skera með þumlungsþykk- um trjehnífum eða spöðum skánina í reiti, jafnstóra og flögurnar eiga að vera. — Hjer ættu menn að minnsta kosti að troða alla mórúst, sem kemur við mótakið. Nú verður bráðum farið að taka upp móinn. Ætti þá almennt að hugsa um að viðhafa skynsamlegri aðferð en að undanförnu. Hjer ætti bæjarstjórn- in að sjá um þetta, og fyrirbjóða mó- tak eptir öðrum reglum en þeim, sem hjer er bent á, og fela sjerstökum manni að stjórna verkinu. Hún hefur nægan tíma enn þvi til undirbúnings. Það sæmir eigi lengur, að fara svona villimannlega með jörðina, og allra sízt ætti það að eiga sjer stað rjett við höfuðstað landsins, þar sem land er í svo háu verði. Og litla framtíð á Island fyrir höndum, ef eptirkom- endurnir kveða eigi harðan dóm upp yfir oss, fyrir það, hvernig vjer höf- um farið með mólandið. Brennivínskaup og bókakaup. —o— Það er ekki svo lítið, sem gengur til vínfangakaupa hjerálandi. Á ár- unum 1880—82 fluttust til landsins ölföng fyrir alls 1,246,633 kr. eða 415,544 kr. að meðaltali á ári. Það er álitleg upphæð. Fyrir þetta fje, sem gengið hefur til ölfanga á ári, hefði mátt kaupa 20 þilskip á 10000 kr. hvert, leggja ekki að eins 20000kr., eins og nú er gjört í fjárlögunum, heldur 50000 kr. til eflingar búnaði; til alþýðuskóla liðugar 45000 kr.; til brúargjörða 80000 kr. og til annara vegabóta 40000 kr.; og þannig bæta að miklum mun aðalatvinnuvegi vora, samgöngur og menntun. En hvað skyldum vjerkaupa mikið af bókum? Það skal jeg ekki segja; en það er ekki mikið af vínfangaverðinu; og þó er munur á vörum. Vínfong er engin nauðsynjavara, heldur miklu fremur spillingarvára. En bækurnar? Sum- um kann að virðast þær ekki sem nauðsynlegastar. Að vísu er svo um aumar; ekki verða þær beinlínis látn- ar í askana, en af góðum bókum má margt læra og marga skemmtunar- stund veita þær manni. Það er og ein tegund bóka eða rita, sem hefur sjerstaka þýðing; það eru blöðin. Þau eru að vísu misjöfn eins og margt annað í heiminum, en ef þau eru á annað borð eins og þau eiga að vera, þá gera þau ómetanlegt gagn. Þau gefa mönnum leiðbeining um, hverjar bækur eru eigulegastar af þeim bók- um, sem út koma; þau flytja mönnum frjettir áreiðanlegri og greinilegri, en annars er kostur á að fá, benda á ýmislegt, sem aflaga fer og endurbót- ar þarf, og flytja ýmsar fræðandi og skemmtandi greinir. Og svo getur farið, að við lestur hinna ýmsu greina vekist menn til umhugsunar og fræð- ist um, hvernig þetta eða hitt megi betur fara. Menn ættu almennt að halda blöðunum saman; því að það er opt skemmtilegt og fróðlegt að líta i blöð frá fyrri tímum og sjá, hvað þá hefur einkum verið talað um; og þau sannindi, sem einu sinni eru þar skráð, missa ekki gildi sitt og geym- ast þar, en hverfa ekki, eins og brenni- vínið, er menn drekka það. Blöðin eru merki upp á menning og fram- farir þjóðanna og því lengra, sem ein- hver þjóð er komin, því meir hefur hún af blöðum, enda geta menn ekki án þeirra verið, þegar menn á annað borð eru orðnir þeim vanir. Úr þvi að vinföng gjöra svo mikið illt og eru óþarfinn einber, ættu menn aldrei að kaupa þau; enda er það al- gild regla, er hver efnalítill maður og efnalítil þjóð ætti jafnan að hafa fyrir augum, að ngita sjer um það, sem menn þurfa eigi með og kemur eigi að gagni, þótt gómsætt sje, en meta heldur það meira, sem gjörir mönn- um eitthvert gagn, eða færir þeim einhvern fróðleik. Yæri þeirri reglu jafnan fylgt, mundi margt fara a ann- an veg en opt fer. A.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.