Þjóðólfur - 28.05.1886, Blaðsíða 3
I
87
hann með rökum, en ekki reyna að æsa
Upp lægstu hvatir heimskingjanna með
tóniu ástæðulausu orðaglamri og ósönn-
Um áburði á aðra. í augum þeirra, sem
meira meta ástæður en glamrið tómt, er
jeg handviss um, að liann spillir mál-
< stað sínum með slíkri aðferð.
Jeg viðurkenni marga þingm-ínnskosti
hjá sjera Þorkeli. En að mínu áliti
hefur hann líka talsverða ókosti, svo
sem smámunasemi, skammsýni, tilhneig-
ing til að láta persónulegan kala stýra
orðum sínum og, umfram allt, sönnum
þingmanni ósamboðna áráttu til að
liafa það fyrir augum, „hvað taki sig
út“ í augum hinna grunnhyggnari kjós-
enda, ótiihiýðilegar veiðibrellur eptir
skrílhylli með orðaglamri og með því
J að gjöra aðra tortryggilega að saklausu.
Þessa ókosti þarf hann að losa við sig.
Hann þarf að læra að þekkja það, að
] s/cn'Zhylli er stopul; sú ein alþýðu-hylli
er verðskulduð og staðgóð, sem vinnst
J með því, sannfæra alla hina greindari
menn um það með rókum, sem maður
er sannfærður um að rjett er, en ekki
nieð þvi að kitia órökstudd hugboð og
tilfinningar vankunnandi fáfræðfinga, er
> i ekki kunna rök að meta.
á ___________
Þingið er leyst upp af stjorninni til
að fá álcveðið svar þjóðarinnar um það,
hvort hún (þjóðin) sje samdóma því þingi,
er upp var leyst, eða stjórninni. Þessi
er liinn eini tilgangur þingrofa og auka-
þings. Ef sama kjördæmið kýs þá tvo
menn, er sinn liafa hvora gagnstæða
skoðun, þá kýs kjördæmið í blindni,
svarar spurning þeirri, er íyrir kjósendur
er lög með þingrofunum, út í liött eins
o<J fifl. Já, enginn maður, hvorum
flokkuum sem hann fylgir, getur neitað
t>ví, að þeir kjósendur, sem kjósa þann-
; if?! kjósa alveg eins og f'íft. Þeir svara
alveg eins fjarstætt eins og karlinn, sem
sl>urður var, hvað framorðið væri og svar-
aúi: „axarskapt handa syni mínum!“
Ef kjósendur vilja ekki lieita (og
verðskulda að lieita) pólitísk fítt, svo er
það siðferðisfeg skylda þéirra gagnvart
stjórninni, öðrum landsmönnum sínum,
sjálfum sjer og eptirkomendunum, að
svara því skýrt og ótvíræðlega nú við
kosningarnar: hverju megin eru þeir í
‘ st)órnarskrár-endurskoðunarmáhnu ?
. Menn eru að stinga út alls konar
villiljósum til að afvegaleiða sjálfa sig
°8' aðra í þessu máli. Menn segja: það
koma fleiri mál fyrir en þetta á þingi.
Hví er fljótsvarað, að öll önnur mál,
hve mikilsverð sem eru, eru þó lítilsverð
\þótiþessu, og það meðal annars af þeirri
ústæðu, að allt, sem með einföldum lög-
uni er gjört, getur breyzt á samahátt,
en stjórnarskráin ekki. Til þess þarf
kostnaðarsamari og lengri umsvif. Verði
á næsta kjörtíma eitthvað ógjört eða
vangjört, er gjöra þyrfti, er skaðinn þó
tiltölulega minni, því úr því má brátt
bæta; en stjórnarskráin er grundvöllur
alls stjórnskipulags vors; misfellur í
meðferð á henni er meira um vert og
seinlegra við að gjöra.
Auk þessa eru öll iíkindi til, að þing-
seta þeirra, sem nú eru kosnir, verði
ekki löng. Yera má að breytingar verði
gjörðar í sumar við stjórnarskrár-frumv.
síðasta þings, þ. e. nýjar breytingar á
stjórnarskránni, og verður þá þing rofið
á ný og kosið á ný til næsta árs, þvt
fylgir enginn kostnaður, því að nœsta
ár er þingár hvort sem er.
En setjum svo, að stj.skrárfrv. síðasta
þings verði samþykkt óbreytt og stjórnin
synji því staðfestingar. Þá má ganga
að því vísu, að alþingi 1887 fitji upp
endurskoðun á stjórnarskránni á ný og
verður þá þing rofið aptur. Svo að
hvernig sem fer, eru allar líkur til að
þingseta þeirra, sem nú verða kosnir,
verði að eins til tveggja ára í lengsta lagi.
Eg get því ekki annað en eindregið
hvatt alla tif, að kjósa ekki sjera Þor-
kel í þetta sinn, eða neinn þann, sem
andvígur er stjórnarskrárendurskoðun-
inni. Hitt þykir mjer óeðlilegt, að tveir
inenn, Jón Þórarinsson og Guðmundur
Magnússon, sem báðir eru meðmæltir
stj.skrárendursk., skuli keppa hvor við
annan. Annarhvor þeirra ætti að taka
aptur framboð sitt, tii að spilla ekki
málinu, og það ætti sá þeirra að gjöra,
sem síður ber þekking og hæfileika tií
þingmennsku. Guðmundur er mjer ó-
kunnugur, nema jeg veit hann hefur á
sjer átit sem frjálslyndur og greindur
maður. En Jón veit jeg að er gæddur
bæði þekking, frjálslyndi, drengskap og
góðri menntun. Hann er sá eini ís-
lendingur, sem kynnt hefur sjer fyrir-
komulag alþýðuskóla erlendis, og er for-
stjóri gagnfræðaskólans á Hvaleyri. Það
er í sjálfu sjer æskilegt, að slíkur maður
eigi sæti á þingi. Menntunarmál alþýðu
er eitt af brýnustu nauðsynjamálum
vorum, og ætla jeg góðs liðs von af Jóni
í því. Að þeir eru feðgar sjera Þór-
arinn og Jón hafa sumir verið að setja
fyrir sig; jeg veit ekki, af hverju. Slíkt
hefur komið fyrir áðr á þingi; erlendis
er það altítt. í Englandi t. d. er Glads-
tone gamli á þingi og sonur lians Her-
bert Gl. hefur um mörg ár verið þing-
maðr líka í sömu málstofu og faðir hans.
Höfum við ekki mága og venzlamenn
á þingi? Að bera slíkt fyrir, er bara
hjegómi og fyrirsláttur. Það er undir
því komið, að þingmaðurinn sje gbður
þingmaður, en ekki hverjum hann er
skyldur eða venzlaður. Þingið er svo
fjölskipað, að slíkt hefur litla þýðingu.
Jeg vil því m'æla með kosningu þeirra
feðga hið bezta, og skora fastlega á
alla góða drengi að veita þeim fylgi.
Kn um fram állt: annaðhvort er fyrir
Kjósar- og Gullbringusýslu-menn að kjósa
báða þingmennina úr mótflokki endur-
skoðunarinnar, úr meðhaldsflokki stjórn-
arinnar í því máli, eða þá að kjósa
hvorugan úr þeim flokki — kjósa tvo
endurskoðunarmenn. Að kjósa í sama
kjördæminu tvo þingmenn sinn með
hvorri skoðun í því máli, er pólitískur
fíflaskapur og fásinna.
Jón Ólafsson.
Útlendar frjettir.
Kliöfn 3. maí 1886.
lrska málið. Svo sem kunnugt er,
hefur það verið eitt af aðalástæðunum
fyrir þeim bágindum og þeirri neyð,
sem Irar bafa átt við að búa, að enskir
auðmenn bafa átt allar jarðir á írlandi;
þeir hafa svo leigt þær út i smáskik-
um móti mjög báu afgjaldi. Til þess
að bæta úr þessu, lagði Gladstone 16.
apríl fyrir parlamentið frumvarp til
laga um að kaupa írskar jarðir, og
ætlast bann til, að til þess sje varið
50 mill. punda sterl. fjárhagsárin
1887—90. Hvorki er nauðung til að
selja eða kaupa. Frumvarp þetta er
viðbót við bið fyrra, og segir Glads-
tone að þau skuli standa og falla sam-
an. Þessu frumvarpi var af blöðun-
um tekið líkt og hinu fyrra, fyrst í
stað, en síðan hefur mörgum frjáls-
lyndum blöðum snúizt bugur, og þykir
þeim nú frumvörpin góð. Báðir flokk-
ar bafa notað páskaleyfið til að halda
fund með kjósendum sínum, og víðast
hvar bafa kjósendur látið í ljósi á-
nægju sína með Gladstone og frum-
vörp bans. írar hafa og látið hið sama
í ljósi á fundum sínum.
Orikkland. Stórveldin bafa öll sent
sina „legáta“ til Aþenu, til að fá Grikki
til að bætta herbúnaði. Franski sendi-
boðinn gat loks fengið stjórnarforset-
ann Delgamus á, að beppilegast væri
fyrir Grikki að láta sjer lynda það
sem þeir befðu, og bætta við allan