Þjóðólfur - 28.05.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.05.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júli. ÞJÓÐÖLFUR. (Jppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. lteykjavík, föstudaginn 28. maí 188G. Nr. 22. POLITÍK Politísk fjelög, einkum Þjóðlið íslendinga. Það er fátt, sem er jafnöflugt til framkvæmda, sem íjelagsskapur og samtök, og það í stjórnmálum ekki síður en í öðrum málum. Það sýnir ljóslega stjórnbarátta Islendinga. Jafn- vel þótt sjálfsforræði vort styðjist við eðlilegar þarfir og sögulegan rjett, eins og opt hefur verið tekið fram, þá var þó oss Islendingum algjörlega synjað um þennan dýrgrip í heilan fjórðung aldar eptir að samþegnar vorir, Danir, höfðu fengið stjórnarbót hjá sjer. Það má fullyrða, að vjer mundum aldrei hafa fengið nokkra mynd á stjórnarbót, ef eigi hefði ver- ið beitt samheldi og fylgi. Að vísu var lengst af ekkert reglulegt fjelag, sem barðist fyrir frelsi voru, en Is- lendingar höfðu þann mann, J. Sig- urðsson, sem gat haldið mönnum sam- an. Má þá telja víst, að samheldi og samtök hefðu orðið enn meiri, ef alls- herjarfjelag hefði verið og stutt að þeim. Þetta sáu menn lika, og stofnuðu Þjóðvinafjelagicf, til að berj- ast fyrir þjóðrjettindum og stjórnfrelsi voru. Það bar ekki alllítið á fjelagi þessu i fyrstu, og í ritgjörð í Andvara 1876 byggir Jón Sigurðsson miklar vonir á því, og telur víst, að það muni verða hinn bezti styrkur til að fram- fylgja boturn á stjórnarskránni, enda má eiga það víst, að það hefði orðið öflugt verkfæri í hendi J. Sig., ef hans hefði notið við lengur. En þjóðvina- fjelagið hefur villzt æ meir og meir frá hinu upphaflega marki sínu og er nú orðið bókútgá^úf j elag að eins. Þvi verður auðvitað ekki neitað, að það hefur gefið út þarflegar bækur, en því verður hins vegar heldur ekki neitað, að það hefur algjörlega brugðizt und- an merkjum og horfið frá hinum upp- haflega tilgangi sinum. Það hefði þó ekki veitt af,- að það hefði haldið hon- um fram, þvi að íslendingar hafa ekki enn fengið nema að hálfu það stjórn- frelsi, sem þeim er eðlilegt að hafa og þeir eiga heimting á. Þetta fundu menn þegar 1874 og hafa jafnan fund- ið það siðan, þótt eigi hafi það jafn- an birzt svo skýrt og greinilega, sem skyldi, en það hefur aptur komið af því, hve litið pólitiskt samlif og sam- tök eru meðal íslendinga. Menn hafa þó fullkomlega fundið til þess, að þörf var á samtökum í stjórnmálum. Má nefna sem dæmi upp á það samtök og tilraun Vestfirðinga vorið 1884, til að koma á Þingvallafundi, og stofnun Þjóðfrelsisfjelagsins, þótt eigi hefði það tilætlaðan árangur, og einkum stofn- un Þjóðliðs Islendinga. Þessar hreyf- ingar urðu á sama ári, en þó sitt á hverju landshorni. Þegar' áskorun Vestfirðinga til Þingvallafundar barst út um landið, tóku Þingeyingar fegins hendi móti henni og höfðu viðbúnað til að taka þátt í fundinum. En er áskoruninni var lítill gaumur gefinn nálega hvarvetna annars staðar á land- inu, svo að ekkert varð af fundinum, varð mönnum, einkum Þingeyingum, enn ljósara, hvílík nauðsyn var á því, að pólitiskur framsóknarflokkur mynd- aðist og setti sjer það mark og mið, og þau lög, sem líklegt væri að allir framsóknarmenn vildu aðhyllast, og sameinaði þannig hina dreifðu krafta, bæði til þess að uppræta svo sem unnt væri deyfð og doða, sundrung og sann- færingarleysi sjálfra vor Islendinga, og til þess að leitast við að fá rjett vorn til sjálfsforræðis viðurkenndan ekki að eins í orði heldur og i verki. \ Þjóðvinafjelagið var stofnað af Þing- I eyingum. Það var fyrir löngu komið j úr þeirra höndum. Þeir gátu nú með engu móti talið tiltækilegt að „dubba það upp“, eins og sumir komust að orði og vildu, þvi að þeir höfðu reynsl- una fyrir sjer með það, og gátu búizt við, að það færi i sömu gönurnar apt- ur, þótt því væri hrundið í sitt upp- haflega horf. Auk þess hefði þá eigi orðið komizt hjá mjög óþægilegri lim- stýfingu, — þeirri að taka af því höf- uðið, og næsta óvíst, hverjar afleið- ingar það hefði haft. Þá er stofnun Þjóðléiksins var í undirbúningi sumarið 1884, vakti þetta allt mjög fyrir mönnum. Öllum, er þar stóðu að, kom sarnan um, að hin pólitisku samtök þyrftu að vera girt þeim böndum, er jafnframt væri sterk og eðlileg. Eðlileg að þvi leyti, að þeir einir tæki þátt i samtökunum, er af frjálsum vilja gerði sig á eitt sáttir; og sterk á þann hátt, að sam- tökunum væri mörkuð fastákveðin leið að takmarki sinu, svo að engin sundr- ung út af smámunum og aukaatriðum hnekkti þýðingu þeirra og fyrirætlun. (NiðurL). Um þlngmannakosningar í Kjósar- og Giullbringusýslu. Það litur út fyrir að verða talsverð keppni um kosningar í Kjósar- og Grullbr.s. í þetta sinn; að minnsta kosti er mikið um þær rætt meðal kjósenda og veit jeg fyrir mitt leyti að ekki allfáir hafa ráðfært sig við mig um þær. Sjera Þórarinn ætti þó að vera viss um kosningu, þrátt fyrir árásir og undirróður sjera Þorkels, Sjera Þór- arinn hefur nú um mörg ár verið sí- fellt endurkosinn þingmaður sýslunn- ar, þótt hún hafi skipt um hinn þing- manninn, og er auðsjeð að hann liefur lengi notið almenns trausts sýslubúa. Hvaða breyting er þá sú orðin á hon- / >

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.