Þjóðólfur - 28.05.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.05.1886, Blaðsíða 4
88 herbúnað. Þegar svo heppilega var komið, þá þóttust hinir legátarnir eigi geta setið hjá, en heimtucfu að öllum vopnaviðbúnaði væri hætt innan 8 daga, en þá risu Grikkir upp til handa og fóta og kváðust eigi láta setja sjer neina nauðungarkosti, og þar við situr. Það sem helzt hefur verið talað um í Danmörku eða rjettara í Höfn núna siðustu dagana, er þetta. Um páska- leytið komu hingað tveir þýzkir menn, heitir hinn eldri Hermann Beck. Er- indið er ekkert smáræði. Þeir ætla nefnilega eigi að gera kröfu til neins minna en konungstignar í Danmörku. Þeir höfðu skjalakistu meðferðis, og þykjast með skjölum þeim geta sann- að, að þeir sjeu sonar, sonar, sonar o. s. frv. synir barns, sem horfið haíi, og sem haíi verið í ætt við móður Katr- ínar 2. Rússadrottningar, eða eitthvað því um líkt. Skjöl þeirra verða rann- sökuð. Hermann Beck hefur áður verið snikkari í Stettin. „Sá sem nið- urlægist, mun upphafinn verða". Kólera i Brindisi á Italíu, eigi skæð. Róbínson Krúsóe. (Sbr. augl. f sfðasta bl. Þjóð.). Nú cru bráðum liðin 200 ár síðan skáldsaga Jiessi kom fyrst á prent (1719). Gegnir ])að mestu furðu, að svo má kalla að íslendingar hafi alls eigi haf't veður af henni allan þann tíma, og var henni þð hrátt snúið á flestöll tungumál Norðurálfumanna önnur en íslenzku; fáar skáldsögur hafa verið í jafnmiklum metum sem hún, bæði hjá háum og lágum, ungum og gömlum. Bókin er frumsamin á ensku og iijet höfundurinn Daniel Defoe; heíir hann samið inörg önnur skáldrit, einkum sögur, og þykir þessi bera langt af öllum. Hann varð einna fyrstur til þess að semja skáldsögur sínar með ferðasögusniði; Iætur iiann ferðamanninn sjálf- an segja frá þvL sem á dagana -dreif. Síðan t.óku margir rithöfundar upp þessa meðferð efnisins, og er til mikill fjöldi skáldsagna um allan heim, sem að meira eða minna leyti eiga kyn sitt að rekja til þessarar sögu. Einni af þessum eptirlíkingum hefur fyrir skemmstu verið snúið á íslenzku; það eru Felsenhorgar sögur, sem svo eru kallaðar (prent. á Akureyri 1854), en þær eru að inörgu leyti eigi sem hezt fallnar handa unglingum. — Plestir ætla að sagan sje sönn að efninu til, og hafi Róhínson Krúsóe heitið rjettu nafni Alexander Selkirk, verið skozkur farmaður, og komizt i raunir þær, sem sagan segir frá. Er hún mest um dvöl Róbínsons í eyðiey einni úti á reginhafi; braut hann þar skip sitt og komst einn á land, og var þar í full 27 ár. Frásögnin er víða yndis- falleg og sýnir ljóslega, hvernig mönnum get- ur tekizt með iðni og atorku að hafa sig áfram, þó að marga örðugleika sje við að stríða. Málið er lipurt og allur frágangur hókarinn- ar mjög góður, enda prýða hana að miklum mun allar þær myndir, sem i henni eru. Er hún fyrir flestra hluta sakir einhver með hinnm beztu skemmtibókum handa unglingum. P. P. AUGLYSINGAR I samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a. hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útlhönd. Iöunn. Hjer með auglýsist, að jeg undirskrifaður hefi afsalað herra ritstjóra Birni Jónssyni í Reykjavik minn part i útgáfurjettinum að tíma- ritinu Iöunni, er jeg hefi hingað til gefið út í fjelagi við hann, og er hann því upp frá þessu, þ. e. frá byrjun IV. bindis, einn saman kostn- aðarmaður að riti þessu. Reykjavík 26. mai 1886. Kr. Ó. Dorgrímsson. Samkvæmt framanskráðri auglýsingu læt jeg hjer með hina heiðruðu kaupendur löunnar vita, að jeg hefi í hyggju að gefa út þetta ár að eins eitt hindi af riti þessu, en 30 arkir að stærð, og kosti 3 kr. Ætlast jeg til að það verði komið út fyrir haustið allt eða mestallt. — Skuldir fyrir fyrri árganga Iöunnar vil jeg mælast til, að mjer verði greiddar sem fyrst. Reykjavik 26. mai 1886. Björn Jðnsson. XJngir menn og gamlir hafa í samkvæmum og endrarnær mesta yndi ánægju af töfra- vjelum minum og skuggmyndavjeluin. Hverri vjel fylgir svo nákvæm skýring, að hver inaður getur þegar hagnýtt sjer liana. Verðskrár eru sendar gefins og burðareyrir horgaður. Kaupmannahöfn, Gothersgade nr. 9. Richard Beher. JTeg aðvara hjer með alla þá, sem yrðu varir við dauða svartbaka, máfa eða kjóa með fjör- unni hjer í kring, að hirða þá ekki, því þeir geta verið dauðir af eitrun þeirri, sem jeg hef lagt fyrir þá. Kristinn Magnússon í Engey. VIÐSKIPTABOK við Sparisjóðinn í Reykjavík fannst 26. þ. m. á götum bæjarins. Eigandi getur vitjað hennar á afgreiðslustofu Djóðólfs gegn 3 kr. í fundarlaun og borgun fyrir þessá auglýsingu. Nýja sálmabókin. verður nú send með „Thyra“ 1. júní vestr og norður um land til þeirra manna, sem hjer greinir: Jún próf. Guttornisson i Hjarðarholti. Einar Magnússon, verzlunarm. á Vatneyri. Þorvaldur læknir Jónsson á ísafirði (sem einn hefur útsölu bókarinnar í ísafj.sýslu). Björn Giiðmundsson í Marðarnúpi í Vatnsdal. Friðhjörn Steinsson, bóksali á Akureyri (sem einn hefur útsölu bókarinnar i Skagafj.-, Eyjafj,- og nokkrum hlnta Þingeyjarsýslu). Benedikt próf. Kristjánsson í Múla. Með „Laura“ 9. júní verður hókin send þessum mönnum: Kristján Eymundsson á Vopnafirði. Benedikt Rafnsson á Höfða. Sæhjörn Egilsson á Hrafnkellsstöðum. Verð er áður auglýst í þessu blaði. Sigfiís Eymundsson. Róbínson Krúsóe verður einnig sendur ofannefndum mönnum til útsölu. Sigfús Eymundsson. Sjónleikir í Glasgow. Laugardaginn 29. þ. m. kl. 7'/2 e. m. „ímyndunarveikin" leikin í síðasta skipti fyrst um sinn. Leikið á horn milli akta. Fyrirlestur. Hafsteinn Fjetursson, stud. tlieol., lieldur fyrirlestur um Grundtvigr o. fl'. i gamla al- þingissalnum í latínuskólanum, sunnudaginn 30. þ. m. kl. 6—7 e. m. Aðgöngumiðar á 35 au. fást hjá dyraverði skólans á sunnud. kl. 10—4. Ágóðinn er ætlaður lestrarfjelaginu „íþöku“. Bókmenntafjelagsfundur 1. júni kl. 5 e. m. i alþingssalnum. Ísleniík frímerki brúkuð eru keypt á liaizta verð í Thomscnsbúð, Rvík. Agætur bústaður fyrir familíu i nýju húsi hjer í bænum, með kjallaraplássi fæst til leigu með mjög vægu verði' frá 1. júlí þ. á. — Lysthafendur snúi sjer til kaupmanns Þorl. Ó. Johnson’s hjer í bænum, er gefur allar upp- lýsingar. Ið eina úhrigðula ráð, til að verja tré fúa, hvort heldr tréð er undir heru lofti eða gi-afið jörð, er að strjúka það úr CARBOLINEUM; því þá þolir tréð bæði þurt og vott. 2 pd. Carbolincum nægja á 15 □ al. af tré og kostar 30 au. pd. (minna í stórkaupum) fæst í Reykjavik hjá 11. Th. A. Thomsen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Balcarastig. Prentari: Sigm. Giidmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.