Þjóðólfur - 04.06.1886, Blaðsíða 2
90
er undarlegt í fyrsta sinn að sitja í
járnbrautarvagni og þjóta áfram neð-
anborgar undir búsum, götum og mann-
fólki. Mann liálfóar við, þegar maður
heyrir járnbrautarlest þjóta fram hjá
másandi og veit að göngin eru ekki
víðari en svo, að lestirnar að eins geta
smeygt hvor hjá annari. Það hefur
ekki skeð í mannaminnum, að lestir
rækist á á þessum brautum. Þegar
komið er að næstu stöð, sjer ekki í
brautarveggina fyrir feiknastórum aug-
lýsingum. Prentuðum aðvörunum við
vasaþjófum er slegið upp í sumum
vögnunum. Sjórnin á ekki þessar
brautir, heldur fjelög ýms og keppa
þau hvort við annað; þar af leiðir að
það er ódýrt að fara á þeim. Aptur
kostar 36 krónur að reykja í vagni,
sem ekki er ætlaður til reykinga. I
undirborgunum eru brautirnar í lopti
uppi yfir þökunum. I París eru engar
járnbrautir, í sjálfri borginni.
Af Pichmond Hill (hól) er fagurt
útsýni. Temps liðast fram hjá í breið-
um bugðum með skógvöxnum bökkum
og eyjum, og ljómandi höfðingj asetr.r
blasa við inn i eikiskóginum, sem nær
svo langt sem auga eygir upp með
Temps. Það er ekki furða, þó Eng-
land drottni á hafinu, þvi það hefur
meir af eik og kolum en nokkurt
annað land í Evrópu.
Jóni Þorlákssyni hefði þótt gaman
að sjá hús Popes þar andspænis á ár-
bakkanum. En tímarnir breytast. Nú
býr í því húsi Labouchere, radikalast-
ur þingmanna á Englandi; hann er
mjög áfram um að taka nærri öll laun
af drottningu. Hann og Bradlaugh
eru þingmenn bæjarins Northampton.
Jeg háttaði um kvöldið hlakkandi mjög
til að skoða næsta dag borgina, sem
ekki á sinn lika í heiminum að stærð
og auðlegð.
Um menntun og jafnrjetti
kvenna.
Eptir Guðm. G-uðmundsson.
—O—
Það mun óhætt að fullyrða, að það
mál, sem um nokkra hríð hefur verið
efst á dagskrá meðal helztu mennta-
og frelsismanna, sje kvennfrelsis- og
kvennmenntunarmálið.
Ómurinn af rödd þeirra, er gjörzt
hafa forvígismenn þessa máls, hefur
nú á bylgjum timans borizt hingað
til vor, sem búum „undir norðurhjar-
ans hæðumu.
Lesendunum þykir ef til vill að mjer
farist óvirðulega orð, þegar jeg segi
ómurinn, og færa það til síns máls, að
kvennfrelsismálið hafi hjer fengið betri
undirtektir en víða annars staðar, sem
sjá megi af því, að ekkjum eða ógipt-
um konum, sem fullnægja hinum al-
mennu skilyrðum fyrir atkvæðisrjetti
í sveita- og safnaðamálum, sje hann
nú veittur með lögum. Það er satt,
að lög þessi eru lofsverð og hafa líka
aflað oss góðs orðstirs hjá nágranna-
þjóðum vorum, en þrátt fyrir það á-
lít jeg, að kvennfrelsismálið hafi eigi
fengið hjer góðar undirtektir, eða rjett-
ara sagt, mjer virðist því vera sárlít-
ill gaumur gefinn. Að sönnu hafi^
við og við komið ritgjörðir um þetta
mál í dagblöðum vorum, sumar dá-
góðar, en málið hefur brátt dáið út
aptur, rjett eins og menn hefðu tekið
sig saman um að þegja það í hel.
Þessu máli er þó þannig varið, að
nauðsyn ber til, að íhuga það nákvæm-
lega; hvort sem vjer erum því með-
mæltir eða eigi, ber oss að rannsaka
allt það, er mælir með því eða móti.
Þó jeg viti ógjörla, hvort menn hjer
á landi muni vera málinu almennt
hlynntir, ætla jeg að gjöra ráð
fyrir, að fleiri sjeu því meðmæltir að
meiru eða minna leyti; því það virð-
ast mjer fyrnefnd lög bera vitni um.
Þess vegna ætla jeg ekki að þessu
sinni, að færa rök fyrir jafnrjettis-
kenningunni, heldur að eins fara nokkr-
um orðum um menntun kvenna hjá
oss, og einnig um það, hvað mjer virð-
ist að löggjafarvaldið ætti fyrst að
gjöra til breytingar á kjörum kvenna
vorra.
Kvennaskólar vorir eru ungir — og
fáir — og í mörgu ófullkomnir, sem
von er; samt skal jeg eigi fara út í
það, að rannsaka nákvæmlega þá galla,
sem mjer virðist vera á þeim, en að
eins benda á einn, sem jeg hygg að
sje sameiginlegur hjá öllum kvenna-
skólum vorum, og því miður eigi að
eins hjá þeim, heldur einnig hjá öll-
um skólum vorum yfir höfuð að tala.
Þessi galli er í því fólginn, að kennsl-
an er of dauð ef svo mætti að orði
komast, þ. e. kennarar gjöra sjer langt
of lítið far um, að kenna nemendum
að heimfæra það, sem þeir læra, til
daglega lífsins og að færa sjer það í
nyt; þeir láta sjer of opt nægja, að
kenna eins og skrifað stendur, svo nem-
endur fara á mis við kjarna námsins,
en hafa að eins hýðið, svo framarlega
sem þeir eru eigi sjálfir svo skarpir,
að þeir sjái og skilji þýðingu þess, er
þeir læra.
Það er ekki nóg, að kenna náms-
meyjum vorum svo eða svo mörg blöð
í þeirri og þeirri fræðigrein; það á að
kenna þeim sjálfstæðar skoðanir, venja
þær á, að skoða sig sem oss karlmönn-
um jafnbomai í öllu því, er snertir i
skyldur og rjettindi á heimilinu og í
þjóðfjelaginu.
Hvað hannyrðir áhrærir, þykir mjer
of miklum tíma varið til baldýringar,
broderingar, skatteringar og heklun-
ar; þó á þetta sjerstaklega við kvenna-
skólann i Rvik. Allt þetta eru í sjálfu
sjer fagrar listir, en meðan námsmeyj-
ar vorar hafa jafnskamman tíma til
náms síns, sem nú, þá eiga þær að
gefa sig sem allra mest við því, sem
er nauðsynlegast og flestar þurfa optast
á að halda t. a. m. klæðasaum; hann
situr að sönnu í fyrirrúmi, en hvergi
nærri nóg.
En hvernig hagnýta konur vorar
sjer þær rjettarbætur, sem þær hafa
þegar fengið?
Svarið er sorglegt. Það hljóðar svo:
Nálega ekkert. í Rvík munu nú vera
eigi færri en 40—50 konur, sem hafa
atkvæðisrjett í sveita- og safnaðamálum,
en engin þeirra notar hann; hið sama
má segja um nær því öll sveitarfjelög
á landinu, hvað snertir notkun at-
kvæðisrj ettarins.
Þetta má ekki svo til ganga. Þjer