Þjóðólfur - 04.06.1886, Blaðsíða 4
92
Reykjavík 4. júni 1886.
Stranðfer'ðaskipið „Thyra“ kom hingað
fyrra mánudagskveld, 24. f. m.; komst alla leið
á Skagaströnd, varð vart við hafís undan Horn-
ströndum og sneri við jiað aptur austur um
land, stóð hér við 1. kl. stund, og fór síðan til
Vestfjarða. Með j>ví komu nokkrir farþegar,
einn þeirra, Bjarni Jensson, læknir á Seyðis-
firði, og annar, Benedikt Þórarinsson, laxafræð-
ingur, sem ætlar að ferðast hjer um land með
Feddersen í sumar. „Thyra“ kom aptur að
vestan 27. s. m. ogfór hjeðan aptur 1. þ. m. vest-
ur og norður um land með margt aí ferðafólki.
Prestvígsla. Sunnudaginn 23. f. m. vígði
biskup prestaskólakandídat Jón Sveinsson til
Garða á Akranesi.
Prestaköll. Hinn 29. f. m. veitti lands-
höfðingi Kálfliolt sjera Oddgeiri Guðmundssen
á Miklaholti og Hof í Álptafirði sjera Stefáni
Sigffissyni á Skútustöðum.
Tíðarfar. AJla vikuna sem leið hafa verið
norðanstormar og frost á hverri nóttu. En i
fyrra dag brá tíl sunnanáttar með nokkurri
úrkomu, sem enn hclzf. Skepnuhöld sögð gðð
um allt Suðurland og Borgarfjörð. Hafís sagð-
ur fyrir Norðurlandi vestanverðu, og ótekinn
snjór upp til sveita. Öndvegistíð á Austurlandi
allt vorið, og skepnuhöld góð. Kaupskip komin á
flestallar hafnir norðan lands og austan.
Aílabrögð. Góður afli við sunnanverðan
Faxaflóa síðustu 2 vikurnar, þegar gæftir hafa
verið, 60—100 i hlut. Á Austurlandi talsverð-
ur afli, einkum af sild og upsaseiði. Vestan
lands viðast hvar góður afli allt vorið.
Samsöngur var haldinn á salnum i latínuskólan-
nm af Söngfjélagi skólapilta 21. og 23. f. in. og
boðið til hans bæjarbúum. Söngurinn fór yfir
höfuð mætavel fram, og höfðu bæði piltar og
sóngkennari þeirra mikinn sóma af.
Fyrirlestur. Sunnud. 30. f. m. hjelt stud.
theol. Hafsteinn Pjetursson fyrirlestur um N.
F. S. Grundtvig (sjá augl. i síðasta nr.), lýsti
hann æfiferli Grundtvigs, skoðunum hans og
þýðingu þeirra, og kritíseraði kirkjuskoðanir
hans. Fyrirlesturinn sóttu nálægt 50 menn,
og líkaði hann prýðilega, enda þótti hann fram
fluttnr með þeirri mælsku og ræðumannssnilld,
sem vjer höfum eigi haft dæmi til hjer í höf-
uðstaðnum um Iangan tíma.
Bdkmenutafjelagsfundur var haldinn 1. þ. I
m. Allar þessa árs bækur eru þegar prentað- |
ar: Tímaritið VII árg., Frjettir frá íslandi
1885 (eptir Jón Steingrímsson, stud. theol.),
Kvæði Steíáns Ólafssonar II. bindi, Hirðstjóra
annáll Jóns próf. Halldórssonar, Skírnir 1885
og Skýrslur og reikningar. Bækur Hafnar-
deildarinnar eru þó enn ókomnar. — Hafnar-
deildin hafði á fundi 30. marz þ. á. vísað heim-
flutningsmálinu á bug. Reykjavíkurdeildin var
ekki á því að leggja árar í bát og fitjaði upp
á nýjan leik með þvi að setja nefnd i málið,
er skyldi hafa lokið störfum sínum fyrir næsta
fund, 8. júlí. Þessir voru kosnir: ritstj. Björn
j Jónsson, Dr. Björn Ólsen, dómkirkjuprestur H.
Sveinsson, landsh. M. Stephensen og presta-
skólakennari Þórhallur Bjarnarson. — Cand. phil.
H. Melsteð bauð fjelaginu handrit af nýrri Forn-
aldarsögu. Þvi rnáli var frestað fyrst um sinn.
Þiugmannakosningar í Gullbringu- og
Kjósarsýslu fóru fram í Hafnarfirði 2. þ. m.
Kosnir voru próí. Þórarinn Böðvarsson og skóla-
stjóri Jón Þórarinsson með 146 og 143 atkv.
Báðir með endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Þorkell prestur á Reynivöllum og Þórður bóndi
á Hálsi fengu 82 og 101 atkvæði. Um aðra
var ekki að velja þegar til kosninga kom. Um
240 manns greiddi atkvæði á fundinum eða
tæpur helmingur allra þeirra, sem kosningar-
rjett liafa í kjördæminu.
Úr brjefi úr Dalasýslu 24. apríl þ. á.: „.. .
Á sýslufundi, sem hjer var haldinn 20. og 21.
þ. m. var afráðið að skora á landstjórnina gegn
um næsta þing að fjölga sumum póstferðunum
í minnsta lagi um fjórar ferðir. Það var mik-
ill kongakraptur að þessu máli var hreyft. Af-
sakanlegt er, þó að vetrarpóstgöngurnar gangi
skrikkjótt og sjeu strjálar, en hitt er ðfyrir-
gefaulegt, að sumarpóstferðirnar skuli vera
verri en engar. Það er hlægilegt, að þjóðin
skuli ár eptir ár horfa dottandi á þessar dæma-
lausu póstgöngur, sem eru til hneykslis fyrir
þjóðina, en öllum, sem einhverja tilfinningu hafa
fyrir verklegum framförum, til skapraunar og
tjóns. I rauninni væri ekki til mikils inælzt,
þótt beðið væri uin póst í hverri viku á sumrin,
og ólíklegt er, að þingið leitist ekki við, að
koma póstgöngunum innan skamms í það horf.
Sýslunefndin í Dalasýslu hefur líklega ekki
þorað að stinga upp á meiru, en hún gjörði,
af þvi að hún liefur verið hrædd um, að þingið
vaknaði með andíælum og kastaði öllu fyrir
borð, ef beðið væri um nokkuð verulegt, og
þvi hefur hún viljað að eins ýta við þinginu
og biðja um úrlausn í þetta sinn. . . . “
Misprentazt hefur í síðasta bl. Þjóðólfs bls. 85 :
þjóðleiksins fyrir þjóðliðsins.
AUGLYSÍNGAR
í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd.
íslenzk frímorki brúkuð eru kcypt
á liæzta verð í Tlioiusensbúð, Itvík.
Yfirsetukona
lœrð, œfð, vel látin
JÞÓrunn A. Bjarnardóttir
í húsi Lúðvigs Alexiussonar, Rvik.
’ Med því að jcg hef afsaiað herra capt.
Jolin Coghill allar útistandandi bóka-
skuldir mínar, samkvæmt í dag út gefn-
um lista, að fráteknum bókaleifum hjá
útsölumönnum, eins og þær voru við
síðastliðið nýjár, þá leyfi jeg mjer hjer
með að skora á viðskiptamenn, að greiða
bókaskuldir sínar við mig til herra
Coghills hið fyrsta.
Reykjavík 20. maí 1886.
Einar iJúrðarson.
Samkvæmt framanskrifaðri auglýs-
ingu frá herra Einari Þórðarsyni er
hjer með skorað á hlutaðeigendur, að
greiða skuldir sínar liið fyrsta til herra
cand. juris Guðlaugs Guðmundssonar í
Keykjavik, er jeg hef falið innheimtuna
á hendur.
Reykjavík 20. maí 1886.
John Coghill.
Þessu samkvæmt er skorað á hlutað-
eigendur að gjöra mjer hið fyrsta skil
fyrir skuldum sínum við herra Einar
Þórðarson, eða semja við mig um borg-
un á þeim. Þeir, er eigi liafa gjört það
fyrir lok júníniánaðar þ. á., geta bú-
izt við lögsókn án ýtrari fyrirvara.
d. u. s.
Guðl. Guðniundsson,
cand. juris.
Til athugunar.
Yjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora
að biðja almenning gjalda varhuga við hinum
mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lifs-
elescír hra. Mansfeld-Búlner & Lassens, sem
fjöldi fjárhuga kaupmanna heíur á boðstólum;
þykir oss þvi meiri ástæða til þessarar aðvör-
unar, sem margir af eptirhermum þessum gera
sjer allt far um, að líkja eptir einkennismiðan-
um á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra
er eklci Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um lang-
an tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann
vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til
þess að lækna margskonar magaveikindi, og get-
um því mælt með honum sem sannarlega heilsur
siimum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þess-
ar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem
frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða
að prýða þær með nafni og einkennismiða al-
þekktrar vöru, til þess að þær gangi út.
Harboöre ved Lemvig.
Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm'.
C. P. Sandsgaard. Laust Bruun.
Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun.
Kr. Smed Bónland. I. S. Jensen.
Gregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg.
N. C. Bruun. I. P■ Emtkjer.
K. S. Kirk. Mads Sögaard.
I. C. Paulsen. L. Lassen.
Laust Chr. Cristensen. Chr. Sörensen.
_______N. B. Nielsen. N. E. N'örby._______
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg.
Prentari: Sigm. Quðmundsson.