Þjóðólfur - 09.07.1886, Qupperneq 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir 15.júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in við áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXVHI. árg.
Reykjayík, föstudaginn i). júlí 1886.
Nr. 28.
Þurrabúðir, sveitarþyngsli o. fl.
—:o:—
(Niðurlag).
Tilskipun af 26. Maí 1863 um lausamenn
og hlismenn hefur ef til vill nokkuð komið i
veg fyrir takmarkalausa húsmennsku í sum-
um sjávarhreppum, en )>ð mætti sú tilskipum
eptir minni meiningu vera talsvert strangari í
sumum atriðum. Þeir húsbændur, sem fyrstir
leyfa nýbýlingum eða aðkomandi tómthúsmönn-
um hýli sin, ættu að bera ábyrgð af því leng-
ur en 1 ár í senn; ]>eir ættu að vera skyldugir
að annast }>á á sinn kostnað, ef þeir þyrftu
styrks með, að minnsta kosti 6 fyrstu búskap-
arárin, eða jafnvel í 10 ár. Þá mundi marg-
ur hika við að verða fyrstur til að leyfa ó-
þekktum aðkomandi mönnum eða óráðssömum
nýbýlingum húsnæði. Enn fremur ættu allir
þeir að skoðast sem þurrabúðarmenn, sem ekki
liafa grasnyt fyrir eina kú, eða búa í minnsta
lagi á 3 hundr. af jörð. Löggjöfin er allt, ofvæg
i því atriði, að þeir, sem búa á meiru en einu
hundr. úr jörð, skuli skoðast, sem grashús-
menn. Þetta nota sumir sjer þannig, að þeir j
(optast nær í orði kveðnu) byggja sneið af j
jörðum sínum þeim mönnum, sem þeir vilja j
leyfa húsnæði, til þess þeir ekki þurfi að biðja j
um sveitarstjórnarleyfi, af þvi að þeir eru
hræddir um, að þeim verði neitað um það, eða
þeir hafa áður fengið neitun. Á þennan hátt
smeygja margir sjer inn í tómthúsmennskuna,
án þess að sveitarstjórnirnar viti eða geti ráðið
við það, en verða með tímanum ekkert þarfari
fjélaginu en aðrir, þótt þeir byrji sem gras-
húsmenn að nafninu.
Lausamannalögin virðast mjer í sumum at-
riðnm of ströng, því að það bersjaldan við, að
sveitarfjelögunum sje hætta búin af einhleyp-
um lausamanni. Hjer í hreppi hafa þeir borg-
að til sveitar eins og góðir meðalhændnr, og
þess utan hafa sumir þeirra verið hændum t.il
mikilla hagsmuna, þegar þeir eru góðir for-
menn og róa á þeirra vegum; það er optast
bændum sjálfum að kenna, ef þeir liafa tilfinn-
anlegan halla af lausamanni, því að jeg ætlast
til, að þeir taki ekki í hús sín nema dvglega
menn. Það sýnist því næsta ósanngjarnt, að
duglegir menn, sem ekki hafa aðra að annast
en sjálfa sig, skuli ekki fá að leita sjer atvinnu
nema þeir borgi tilfinnanlegt g'jald fyrir það,
en ef þeir geta samið við einhverja kvennper-
sónu um að vera ráðskona hjá þeim, þá þurfa
þeir ekkert að borga, — hún losar þá við lausa-
mennskugjaldið, — þá stendur ekkert i vegi
fyrir sjálfsmennskunni, nema óleyfi sveitarstjórn-
ar, sem þeir ef til vill útvega sjer ónýtingar-
úrskurð á hjá sýslumanni eða amtmanni. Flest-
um mun þó geta skilizt, að menn eru ekki lík-
legri til að verða sjer nje sveitarfjelaginu til
styrktar, þótt þeir hafi fleiri að annast.
Mjer finnst, að lausamenn, úr því þeir eru
25 ára að aldri, ættu ekki að sæta harðari
kjörum en þurrabúðarmennirnir; þeir ættu þá
að geta fengið leyfi til lausamennsku fyrir ekk-
ert, eða að minnsta kosti fyrir lítið kaup, og
þess utan, eins og hinir, að útvega sjer leyfi
sveitarstjórnar eða sýslumanns; það er þar fyrir
ekki meining mín, að allir œttu að fá lausa-
mennsleuleyfi, sem vilja.
Eitt af hinu óeðlilega við þessi lög er það,
að lausamaður fœr ekld keypt, lausamennshdeyfi
fyrri enn liann er 25 ára gamall, en þurra-
búðarmaðurinn er ekki bundinn við neitt ald-
urstakmark; ef hann einungis fær sveitarstjórn-
ar- eða sýslumannsleyfi og einhverja kvennper-
sónu, sem annaðhvort nefnist ráðskona eða unn-
usta, — því að hjónaband er ekki „móðins“,
nema þegar vel lætur i ári, — þá er hann á-
litinn i fullu gildi til að annast sig og, ef til
vill vaxandi fjölskyldu, þótt hann sje ekki nema
18 ára gamall.
Jeg vil samt engan veginn hvetja til þess,
að lausamennskuleyfi sje veitt yngri möunum
en 25 ára gömlum, en þá vil jeg því siður, að
þurrabúðarmönnum gefist kostur á sjálfsmennsku
innan þess aldurstakmarks, því að þeir eru á
engan hátt líklegri en hinir til að vera færir
um það, þótt þeir hafi ráðskonu sjer við hönd,
sem þeir geta hlaðið niður börnum með; enda
hefur það ekki svo sjaldan borið við, að þessir
menn, eptir nokkurra ára búskap, hafa eptir-
látið framfærzlusveit ráðskonunnar aðalávöxt-
inn af sambúðinni.
Eitt af hinu marga, sem styður og eflir hina
stjórnlausu sjálfræðisfýkn í sjávarhreppunum er
of greiður aðgangur að láni hjá kaupmönnun-
um. Að vísu mega sveitarstjórnir sjávarhrepp-
anna opt þakka kaupmönintm fyrir þau lán,
sem þeir veita fátæklingum, en jeg held, að þær
mættu engu síður vera þeim þakklátar fyrir,
ef þeir gjörsamlega neituðu sumum frumbýling-
um um allt lán, og gjörðu þeim á þann hátt
ómögulegt að byrja sjálfsmennskuna. Páir held
jeg að súpi súrara seyði af býlafjölgun sjávar-
hreppanna á seinni árum en kaupmennirnir, því
það er nrestum óskiljanlegt, hvernig sumnm ör-
eigum tekstaðlokka út lán hjáþeimsvo hundr-
uðum og jafnvel þúsundum króna skiptir, en þeg-
ar þeir svo falla frá eða flosna upp, þykir gott,
ef eigurnar ná upp í hálfar skuldir.
Jeg þykist viss um, eins og jeg hef áður sagt,
að hin sívaxandi sveitarþyngsli hjer i Vatns-
leysustrandárhreppi og jafnvel víðar, eru mest-
megnis eða jafnvel að öllu leyti afleiðingar af
hinni takmarkalausu tómthússbýla- og húsmanna-
fjölgun á seinni árum, og til að sýna, að þessi
ætlun m'm sje ekki gripin úr lausu lopti, eða
sje einber hugarburður, setjeg hjer skýnslu, sem
samin er eptir sveitarbókum hreppsins. Skýrslan
byrjar 1827, því fyr sjást ekki greinilegir hrepps-
reikningar, og sýnir hún 10. hvert, ár tölu gjald-
enda, fastra ómaga, heimila sem þiggja sveitar-
styrk, tölu tómthúsmanna og allra innbúa hrepps-
ins, samt tekjur og útgjöld til þurfamanna
framfæris.
Ár. Tijald- endur Auka- útsvör. Tíundir. Fastir sveitar- omagar. Ileimili, sem þiggja sveitarstyrk. Tekj ur jiurfamanna- styrkur lliisinenii ogtómtli. Innhnatala t öllnni
aJtölu aö meðgjöf tala styrkur samtals samtals menn, lireppiim
rdl. sk. rdl. sk. tölu rdl. sk. rdl. sk. rdl. sk. rdl. ! sk. tals.
18271 50 227 | 21 19 268 84 227 21 268 84 i óviss
1837 86 421 84 61 44 20 348 5 102 58 483 32 450 58 26 640
18472 96 229 71 11 160 25 176 300 336 40 632
1857 120 288 42 76 24 10 177 32 29 222 64 364 66 400 66 730
18673 111 979 78 28 526 60 22 495 36 1057 r 1022 | 70 830
Í877 120 kr. 'aur. 27331 kr. 197 aur. 33 kr. 1860 aur. 35 kr. 2007 aur. kr. 2930 aur. kr. aur. 3837 85 900?
188V», 150 3239 212 34 2096 47 2555 3551 4651 125 1017
1) Árið 1827 sjest enginn tiundarreikningur i sveitarbókinni. Það ár sjest heldur ekki að
nokkurt, heimili hafi þegið af sveit.
2) Þó að þurfamannastyrkurinn sje hærri sum árin heldur en það sem goldizt hefur i tíundir
og aukaútsvör (t. d. 1827, 1847 og 1857), þá átti hreppnrinn svo mikið til góða frá fyrri árum,
að tekjur hans öll þessi ár voru hærri en útgjöldin.
3) Árið 1867 var jafnaðniður á gjaldendur lireppsins 197 rdl. í peningum til endurborgunar
gömlu hallærisláni frá 1861, og er sú upphæð hjer talin með aukaútsvörunum, því henni var
jafnað á eptir sama hlutfalli og þeim.