Þjóðólfur


Þjóðólfur - 16.07.1886, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 16.07.1886, Qupperneq 2
114 B. Nu segir Arnljótur: „í þriðja lagi er þess gætandi, að hjer á landi eru nö 27 lög- fræðisleg emhætti og telst svo til, að eitt þess- ara eiiibætta losni ár hvert að meðaltali og þó tæplega. Er þá eigi þörf nema á einum lög- fræðingi útskrifuðum úr smiðjunni ár hvert, þótt enginn sigldi til háskólans. Lögfræðslu- smiðjan lítur þá svo út: 3 ár kennslutíminn (alveg eins og i bænarskrá hans 1855), 3 kenn- arar (alveg eins og í bænarskrá hans 1855), 3 lögnemendur samtlðis í mesta lagi, 1 útskrifað- ur árlega (hjer er hringlandinn) og kostnaður- inn 10,000 kr. Slík stofnun er eigi að eins hin heimskulegasta og óþarfasta, heldur hin hlægilegasta og raunalegasta fyrir landsmenn alla, er flestir eru fátækir og margir ósjálf- b.jarga11. Árið 1855 sagði Þórður Svein- björnson: „Jeg skal leyfa mjer aðgetaþess, að hjer eru svo sem 20 verzleg embætti til, sem þessi lagaskóli ætti að fylla, en nú eru um 20 íslendingar að stúderalög í Danmörku. Jeg held því, að það yrði gagnslitið og varla gjörandi að setja á fót kostnaðarsama stiptun hjer á landi, til að mennta þessi embættismanna- efni, þar sem varla þyrfti að búast við, að fleiri en einn útskrifaðist á ári“. En eigi ljet Arnlj. þetta fá á sig þá; hann hafði meira að segja vaðið fyrir neðan sig i bænarskránni 1855, því að þar gerir hann ráð fyrir að útskrifast muni 2-3 úr skólanum að meðaltali ár hvert. Þetta þykir honum þá einmitt ákjós- anlegt, því að hann hefur þessi orð i bænarskránni: „Það er ekki einungis á- ríðandi, að til sjeu menn i embættin, nndir eins ogþau losna, heldur og, að það sje val (undir- strykað í bænarskr.) á mönnum og kappsókn um embættin, því að þá fyrst hafa þeir, sem læra, fulla hvöt til að vanda sig og fá sem beztan vitnisburð, og að þeir einir fái emhætt- in, sem eru vel færir um að gegna þeim sakir kunnáttu, og sem hafa sýnt sig að dugnaði. Þetta sannar reynslan alls staðar og þurfum vjer ekki að taka til dæmi, þó að oss sje þau kunnug“. Nú finnst Arnlj., að eigi sje þörf á að útskrifist meira en 1 á ári, og heldur víst, að svo muni verða, en 1855 heldur hann, að þeir, sem útskrif- ast á ári, verði að meðaltali 2-3. Hvað er líklegra? Þar sem Arnlj. segirnú um lagaskólann: „Slík stofnun er eigi að eins liin heimskulegasta og óþarfasta, heldur og hin hlægilegasta og raunalegasta fyrir lands- menn alla, er flestir eru fátækir, og margir ó- sjálfbjarga", þá þótti honum annað 1855 og 1857. I bænarskránni 1855 ber hann fram óskir sínar um lagaskóla: „í trausti þess, að aljiingi vilji fúslega fram- fylgja því máli, enn framar, sem það hefur haft með höndum og sem það hefur framfylgt með svo mikilli alúð og eindrægni og með svo góð- um árangri (o: endurbót á skólamálefnunum), i trausti til hins rnikla og spakvitra konungs vors, og i trausti til hins •góða málefnis1. Enn fremur segir hann, þegar hann hefur gjört áætlun sina: „Af þessari á- ætlun vorri vonum vjer, að öllum megi vera ljóst, að langt um notabetra og afarasœlla verði í alla staði1 að verja fje þessu til skóla í land- inu sjálfu en að láta það ganga til lærdóms- kostnaðar við háskólann“. Enn fremur seg- ir hann um kostnaðinn fyrir landsmenn: „Yerið getur, að einhver kynni að ætla, að hetra væri að setja kennara í ísl. lögum við háskólann, en þótt það sje ákjósanlegt i sjálfu sjer, þáher þess að gæta, að það ræður ekki hót á þeim vandkvæðum, sem er undirrót allra vandkvæð- anna, en það er fátækt landsins og þeirra manna, sem eiga að færa sjer kennsluna í nyt við há- skólann.“ Árið 1855 blæðir Arnljóti þannig í augum, hversu miklir pen- ingar ganga út úr landinu til stúdenta, meðan þeir eru að lesa lög við há- skólann, og vill því hafa lagaskólann á Islandi vegna fátæktar landsmanna, en nú er fátæktin orðin ástæða móti lagaskólanum. A alþingi 1855 var tal- að mikið móti lagaskólanum, og sams konar ástæður færðar móti stofnun hans, eins. og Arnlj. færir nú, en þó skorar hann 1857 enn á ný á, alþing, „að það láti eigi svo áríðandi og gott, mál1 niður falla, heldur beri fran), fyrir konung vorn enn að nýju þá bæn, að settur verði lagaskóli á ís- landi“. 4. Nú segir Arnljótur: „f fjórða lagi er allur þessi útúrborningsskapur með lagasmiðj- una byggður á miklum misskilningi á hinu vís- indalega og hinu almenna eður sameiginlega i lögfræðinni, þar er ræða er um lögfræði vora, Dana og Norðmanna11. Þess var áður get- ið, að Arnljótur hafnaði því 1855, að settur væri kennari í íslenzkum lög- um við háskólann, og nægir þetta til að sýna, hvernig hann hefur litið á þetta atriði 1855. Það eru danskir lögfræðingar í embættum nú eins og þá og segir Arnlj. í bænarskránni 1855, „að sú kennsla, sem þessi skóli gæti látið oss i tje, mundi verða langt um fullkomnari, en sú, sem danskir lögfræðingar hafa fengið“. 5. Nú segir Arnljótur: „ífimmtalagi vantar allan nauðsynlegan undirhúning“: En þetta sagði hann ekki 1855 og þó voru þá eltki komin út, nema fá bindi af lagasafni fyrir ísland; síðan hafa ver- 1) Leturbreytingin eptir oss. ið gefin út milli 10 og 20 bindi af því. Þá var eigi komin út, nema hálf fjórða örk af tíðindum um stjórnar- málefni íslands. Þá var næsta lítið komið út af Q-rágás, sem dr.Yilh.Finsen hefur siðan gefið út. Þá hafði Jóns- bók ekki verið gefin út eptir góðum handritum eins og nú er i Norges gl. Love. Þá var eigi prentuð Formála- bókin o. s. fr. Vjer höfum lið fyrir lið tekið orð Arnljóts nú og borið þau saman við orð hans frá 1855 og 1857; þessi orð hans standa alveg hver á móti öðrum eins og hvítt og svart, og því er hringlandi hans í þessu máli eins aug- ljós, eins og dagurinn. Arnlj. hefur eigi komið með neinar nýjar ástæður, til að verja hringlanda sinn í laga- skólamálinu; allar þær ástæður, sem hann kemur nú með, var komið með 1855, enda er erfitt að koma með nýj- ar ástæður móti lagaskólanum, því að nú er miklu meiri ástæða til að hafa lagaskóla en þá; embættin eru farin að verða vandasamari en áður, og því meiri þörf á, að val sje á embættisr mannaefnum; dönsk lög og íslenzk eru að verða meir og meir ólík, síðan alþing fjekk löggjafarvald; það er miklu meiri undirbúningur nú undir lagaskóla en áður og meiri þörf hjá mönnum að fræðast um sín eigin lög en þá.—Vjer furðum oss á þeim orð- um, sem Arnlj. hefur leyft sjer að fara um Þjóðólf. Arnlj. talar um róg, lygar, helber og einber ósannindi, þar sem alveg satt hefur verið sagt um hann. Hann þykist tala í nafni þekkingar og sannleika, og rjett í því ber hann á •borð fyrir lesendur Fróða hin verstu ósannindi. Vjer höfum afklætt Arnljót og látum hann standa nakinn með ó- sannindi sín; vjer þykjumst vita, að hann muni samt sem áður halda áfram þeirri stefnu, sem hann hefur nú tekið; vjer megum eigi verja rúminu í blaðinu til þess, að taka greinar hans í Fróða fyrir í hvert skipti, sem þær þurfa leið- rjettingar eða ávítunar við, en endrum og sinnum munum vjer þó taka pennann, til að hirta hann, þegar ósóminn ætlar úr hófi að keyra.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.