Þjóðólfur - 16.07.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.07.1886, Blaðsíða 3
115 Ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sje komið. —0— (Framh. frá 25. tbl.). Þess hefur þegar verið getið, að úrslit máls- ins um láu úr viðlagasjóði til æðarvarpsræktar við Breiðafjörð og Strandaflóa, urðu hin óheppi- legustu á síðasta þingi, J)ví að lög'in ákveða að hið umrædda lán skuli veitast sýslunefndunum. Nefndin, sem sett var i málið, taldi sem sje nauðsynlegt að setja |>ær sem lántakendur i stað æðarræktarfjelagsins, til þess að næg trygg- ing fengist fyrir endurgreiðslu lánsins. En oss virðist að fwll trygging sje í þeim ákvæðum laganna, að endurgreiðsla lánsins skyldi hvila— sem skattur — í 28 ár á dúntekju allra æðar- varpsjarða á Breiðafirði og við Strandaflóa, sem eru yfir 100 að tölu. Gefa sumar þeirra af sjer árlega í dún tvöfalt meiri uppliæð, en öllu árgjaldinu af láninu nemur. Hafi nefndin verið hrædd um að dúnninn af öllum þessum jörðum, sem nú mun vera árlega frá 2500 til 3000 pd., myndi rýrna svo stórkostlega eptir að hyrjað væri eða jafnvel búið að friða æðarfuglinn, að tryggingin i dúninum yrði ónóg, ]>á hefði nefnd- in átt að gjöra i frumvarpinu sýslunefndunum að skyldu að greiða eða annast um greiðslu á því, sem ólokið kynni að verða af láninu, þegar dúnninn væri horfinn. Af því að ekkert er minnst á þetta í frumvarpinu, sjáum vjer ekki í hverju hin umrædda trygging sýslunefndanna gat verið fólgin. Hefði nefndinni þótt ótryggi- legt að lána fjelaginu, sökum þess að það kynni að verða rofið, þegar minnst vonum varði, þá mátti hún sjá, að endurgreiðsla lánsins, hvíldi, eptir ákvæðum laganna á dúntekjunni, hvernig sem fór um fjelagið. Afleiðingin af að sýslu- nefndunum er veitt lánið er sú, að sýslunefnd- irnar eiga þá eflaust að ákveða, nær á fjenu þyrfti að halda, á hvern hátr. fjeð skyldi notað, til hvers því skyldi verja, væri því að eins varið samkvæmt ákvæðum laganna. En lögin skylda ekki einu sinni sýslunefndirnar til þess að verja fjenu til friðunar æðarfugli. Þótt meiri hluti þeirra sje með öllu ókunnugur æð- arvarpi, þá hefur þinginu ekki þótt áhorfsmál að láta þær úthluta þeim, hverja á siun hátt eptir því sem verkast vildi. En varpmennirnir sem höfðu beðið um fjeð í ákveðnu auguamiði, sem áttu að endurgreiða það, sem höfðu sett næga tryggingu fyrir }>ví, og sem höfðu bezt vit á, hvernig ætti að verja því æðarræktinni til eflingar, — þeir voru útilokaðir frá öllum verulegum umráðum yfir þvi. En setjum nú svo, þvi að það er alllíklegt, að sýslunefndirnar vildu verja öllu fjenu til þess að friða æðarfuglinn fyrir flugvörgum. Hvernig ætti þá að skipta lánsfjenu, sem Breiða- firði mundi hlotnast, milli sýslunefndanna þar'? Yjer gjörum ráð fyrir, að skiptaráðandi mundi einkum hafa fyrir augum, hvar mest er að jafnaði af flugvörgum á Breiðafirði; þvi að fjeð var einungis ætlað til að eyða þeim. Nú er það alkunnugt, að í Snæfellsnessýslu hafast við að kalla undantekningarlaust árið um kring allir þeir svartbakar, sem þar eiga heima, en þar að auki sækja þúsundir af máfum og svart- bökum úr Dalasýslu á hverju liausti út á Snæ- fellsnes og eru þar kringum nesið meiri hluta vetrarins. Fengi nú Snæfellsnessýsla af þessari ástæðu, vjer skulum tiltaka, helmingi meira af lánsfjenu en' Dalasýsla, þá leiddi þar af, að gjaldið af hverju dúnpundi yrði þeimmunmeira í Snæfellsnessýslu. Yæri þeim skipt jafnt milli sýslnanna, þá þryti það fyrst í Snæfellsness., og þá hefði orðið nauðsynlegt að fá þar nýtt lán. Hlaut þá að koma upp sami ójöfnuðurinn, að þvi er endurgreiðslu þess snerti. Ekki bætir það heldur úr skák, aö hver sýslunefnd hefði orðið að lieita verðlaunum og greiða þau af hendi einungis fyrir þann varg, sem banað var í hennar sýslu, án þess að hafa fulla vissu fyrir að vargurinn væri þar drepinn. Hefði verð- launabeiðandi ekki fengið hin ákveðnu verðlaun, nema að svo miklu leyti, sem hann gat sannað, hvar hann drap varginn, þá hefði slíkt gjört vargaeyðinguna töluvert dýrari. Þannig gætu skiptin á fjenu orðið velferðarmáli þessu til niðurdreps og hnekkis um óákveðinn tíma, valdið sundurlyndi manna á milli, og gæti, ef til vill, orðið orsök til þess, að æð'arræktarfjelagið yrði rofið, úr þvi það var svipt öllum afskiptum af friðuninni, hinu þýðingarmesta atriði æðarrækt- arinnar. Það er og eitt ákvæði umræddra laga, að lánsfjeð skuli veitt smátt og smátt eptir þiirf- wm. En það er næsta óheppilegt, þvi að eptir skoðun æðarræktarfjelagsius þarf að fá allt fjeð í einu,. til þess að eyða varginum sem fyrst og á sem stytztum tíma, helzt á einu ári, ef unnt er. Þá fjölgar æðarfuglinum fyrst, og friðun lians verður jiaunig ódýrust, sömuleiðis eyðing flugvargsins kostnaðarminnst. (Niðurl.) j BOKMENNTIR. If ■ y- y. ■ Jf. Tf. Yf; " "“"“"•YfTYfrYfíAg Sent til ritstjórnarinnar. 9. Leiðaryísir til að nema kyenn- legar hannyrðir, eptir Þóru Pjet- ursdóttur, Jarðþrúði Jónsdóttur og Þóru Jónsdóttur. Rvík 1886. Það má þykj a nýlunda að sjá hjer •á landi bækur koma út, samdar af kvennmönnum. Að mínu áliti á að gefa þeim fáu bókum, sem kvennmenn hjer semja, tiltölulega meiri gaum, og fagna hverri þeirri tilraun, er gerð er í þá átt af kvennmanni. Fyrir rúmu ári gáfu þessar 3 frökenar út boðsbrjef að bók þessari, sem nú er út komin, og af formála hennar má sjá, að því hefur verið tekið mjög vel, og því hafa höf. getað haft myndirnar og upp- drættina í bókinni allt að þriðjungi ileiri en lofað var í boðsbrjeíinu (nál. 300 í stað 200), þótt það hljóti að hafa verið mikill kostnaðarauki, þar sem uppdrættirnir fyrst hafa verið dregnir upp, svo lj ósmyndaðir, þá skornir í trje og síðan prentaðir. Þó hefur boðsbrjefsverðið eigi verið hækk- að (3 kr.), svo að bókin má heitamjög ódýr. Uppdrættirnir eru hekluppdrætt- ir, prjónuppdrættir, kross-saums-upp- drættir, skatteringar-uppdrættir, staf- rof, fangamörk, nöfn og íh, og upp- drættir af ýmsum þörfum og gagn- legum hlutum. Sú regla virðist hafa ráðið við val uppdráttanna, að hafa þá sem auðveldasta og bezt við hæíi stúlkna, sem hafa enga tilsögn, nema bókarinnar, enda er hún öll löguð til þeirra nota. Þessum myndum og upp- dráttum fylgja svo nákvæmar skýr- ingar, sem þörf hefur þótt i þessum tilgangi. Fyrst er fyrirsögn um hekl, þá um krosssaum og ýmsa aðra sauma, t. d. nunnusaum o. fb, þá fyrirsögn um, hvernig ná megi uppdráttum og draga þá upp á ýmsan vefnað, þá ýms spor, skattering, bródering, prjón og seinast um ýmsa sjerstaka hluti, t. d. fótskör, ferðaveski, gólfábreiðu, syt- bekk (puff) o. s. frv. Bókin er í stóru broti og hefur það orðið að vera sök- um sumra uppdráttanna. Hún kemur að vonum i almennings þarfir; er góð °g gagnleg. Eiga höfundarnir þökk og lof skilið fyrir hana yfir höfuð. A. Beykjayik 16. júlí 1886. Manuslát. 2. þ. m. dó sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Guðmundur Pálsson, nær 50 ára að aldri eptir langa legu i nýrnasjúk- dómi. Settur sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu 6. þ. m. málaflutningsmaður Sigurður Þórðarson, er settur var hinum látna sýslum. til aðstoðar síðast i maim. í vor. í Mnaðarljelagi suðurauitsins var haldinn fundur hjer 12. þ. m. Á fundinum mættu auk 25 fjel.manna 7 utan- fjel.m., sem beiddust inntöku i fjel.,en forseti,H.Kr. Friðrikss., neitaði að taka þá inn fyr en i fund- arlok, svo að þessir menn höfðu eigi atkvæðis- rjett á fundinum. Sumum, t. a. m. dr. B. M.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.