Þjóðólfur - 03.08.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.08.1886, Blaðsíða 2
til segjum vjer líka skýlaust nei, og um það viljum vjer fara íáum orð- um. Þegar ræða er um fje það, sem Fensmark hefur eytt og hann ekki getur borgað, þá verður að greina þetta fje í tvent, fyrst það fje, sem ómyndugir eiga inni hjá honum sem skiptaráðanda. Hjer verður spurning- in: að hverjum eiga þeir ómyndugu aðgang? Það gæti verið að tala um að fara í mál við landssjóð og heimta af honum fjeð samkvæmt reglunni í N.L. 3—21—2 þar sem stendur, að „húsbóndinn eigi að svara til þess, sem honum þar í yfirsjezt, er hann hefur fullmagt gefiðu, og skoða þá sýslumenn sem umboðsmenn lands- sjóðs; en lögvitringar álíta, að þessi regla eigi hjer alls ekki við og geti því ekki komið til greina. Þar að auki hefur það i eitt skipti fyrir öll verið úrskurðað í auglýs. 9. maí 1838 III. 27, að slíkt sje ekki logum sam- kvæmt, enda er þetta skýrt tekið fram í N. L. 3—19—32, sem segir svo: „Greti fjárhaldsmaður ekki svarað ó- maganum til þess, sem hann fyrir sitt fjárhald verður skyldugur um, þá skuiu yfirformyndararnir, sem ekki hafa haft betri tilsjón með lögverjar- anum, svara þar til. Fái ei ómaginn rjett sinn hjá þeim, þá sækist skað- ans upprjetting hjá yfirvaldinu eður húsbóndanum, sem á að hafa umsjón með ómyndugragóssi“* Yfirvald það, sem hjerer um að ræða, er amtmaður- inn, sjá „Personretten“ eptir próf. Deuntzer. bls. 56. Þeir ómyndugu, sem hafa átt fje inni hjá Fensmark, eiga þvi að höfða mál gegn amt- manninum í suður- og vesturamtinu þ. e. búi Bergs sál. Thorbergs og Magniísi Stephensen. — í öðru lagi fje landssjóðs, sein Fens- mark hefur haft undir höndum og eytt. Það er svo sem auðvitað að landssjóður á ekki að bera þennan halla. Það er almenn regla, að aðrir geta orðið að borga halla en sá, sem beinlínis hefur orsakað hann; hafi t. *) Chr. Y. Norsku lög. Hrappsey 1779. Rithættinum er hjer breytt. a. m. einhver verið í vitorði með, þótt hann hafi ekki beinlínis sjálfur eytt neinu, þá verður hann að borga líka. En þetta getur líka orðið á annan hátt, nefnilega hafi einhver, sem hef- ur lagalega skyldu til að hafa eptirlit með manni, vanrækt skyldu sína, og hafi hann eptir þeim atvikum, sem fyrir hendi eru, getað haft grun um. að sá, sem hann á að hafa eptirlit með, hafi gert sig sekan í einhverju, og hann þó hefur látið allt liggja kyrt, þá er það auðsætt, að hann getur ekki komizt hjá því að bera ábyrgð, sjá t. a. m. áður greindaú stað í N. L. urn' fje ómyndugra. Hafi hann aptur á móti eigi gert sig sekan í neinu skeytingarleysi í eptirliti sinu, eða eptir þvi sem ástatt er eigi getað vitað neitt um það, er hann vítalaus. Nú verður þá að athuga, hvort þeir, sem eptir áðurgreindum auglýs. og brjefum áttu að hafa eptirlit með Fensmark, hafi gert sig seka í nokkru skeytingarleysi í eptirlitinu; hafi þeir gert það, þá geta þeir ekki komizt hjá þvi að borga, hafi þeir það ekki, eru þeir vitalausir og þá tapast fjeð. En úr þessu verða dómstólarnir að skera. Af þeim mönnum, sem áttu að hafa eptirlit með Fensmark, er það fyrst og fremst landshöfðingi, því til hans eiga reikningarnir að ganga, og hann hefur vald til að beita þvingunar- sektum og eptir atvikum setja sýslu- menn frá um stundarsakir, geri þeir ekki reikningsskil. Heynist það, að hann hafi vanrækt skyldu sína, verð- ur hann að borga. Reikningarnii' eiga að ganga gegnum hlutaðeigandi amtmann og getur því komið fyrir, að ábyrgðin hvíli á honum líka. Enn fromur eiga reikningarnir að ganga til ráðgjafans, og verður hann því hinn þriðji, sem hugsazt getur, að á- byrgð hvíli á. Endurgjaldsskyldan getur þvi komið til að hvíla á þess- um þremur, hafi þeir, eptir því sem mannlegri þekkingu er auðið, gatað haft ástæðu til að halda, að Fensmark hafi ekki haft sem hreinasta reikninga. Og þar sem nú Fensmark gat stolið svona lengi ár eptir ár, án þess að verða settur af, þá liggur nærri að halda, að eptirlitið hafi ekki verið sem strangast. Hefði nú alt farið með feldu, þá hefðu þeir strax átt að skjóta saman þessu fje; það kom t. a. m. fyrir i fyrra sumar, að einn af bókurum við „Landmandsbankenu í Kaupmannahöfn stal 20 þús. krón. af fje bankans. En hvað gerðu stjórn- endur bankans, sem ekki hefðu gætt skyldu sinnar ? Þeir skutu undir eins saman þessum 20 þús. krónum, svo bankinn skyldi ekki bíða neinn halla, en maðurinn var náttúrlega óðara settur af og dæmdur fyrir þjófn- að, og hefur ekki neitt heyrzt um, að hann hafi fengið eptirgjöf á hegn- ingunni. En fyrst ekki hefur verið farið þannig að, þá verður að leita annara bragða til að koma ábyrgð á hendur þeim, sem sekur er. Og þá sjáum vjer ekki betur en að það sje skylda alþingis, og það því fremur, sem raddir heyrast úr öllum áttum, að taka þetta mál að sjer. Vjer verðum þvi fastlega að skora á al- þingi það, sem kemur saman í sum- ar, að jafnskjótt og það tekur til starfa beiti 22. gr. stjórnarskrárinn- ar sem segir: „Hvor þingdeildin fyrir sig getur sett nefndir afþingmönnum til þess, meðan þingið stendur yfir, að rannsaka málefni, sem eru áríð- andi fyrir almenning. Þingdeildin getur veitt nefndum þessum rjett á að heimta skýrslur, munnlegar og brjeflegar bæði af embættismönnum og einstökum mönnum“. Komist nú nefnd þessi að þeirri niðurstöðu að misfellur hafi verið á eptirlitinu, þá verður alþing að gera gangskör að því, á þann hátt sem því þykir til- tækilegast, að mál verði höfðað af landssjúðs hálfu. I því skyni skulum vjer að eins benda á 3. gr. stjórnar- skrár. 2. lið. Yerði sá eða þeir, sem áttu að hafa eptirlit með Fensmark, dæmdir til að greiða fje þetta, bíður landssjóður engan halla; verði þeir dæmdir sýknir, tapar hann fje sínu; en dómurinn og málshöfðunin mun þó hafa þær verkanir, að eptirlitið verð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.