Þjóðólfur - 03.08.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.08.1886, Blaðsíða 3
1‘27 ur betra og strangara framvegis, og þá er mikið unnið. Víkverji. Um pappírspeninga landsbankans. Eptir Sigurð Briem. (Niðurl.). Seðlar eru eigipeningar, keldur ávísanir upp á peninga, guU- peninga, þarsem gull er myntarfótur, og sje engin tregða á innlausn þeirra, geta þeir eigi fallið i verði; þeir sem bafa gull, skipta því fúslega mót seðl- um, því að þeir vita, að þeir geta allt af náð í gullið með hægu móti, ef þeir vilja. Pappírspeningar aptur á móti vísa eigi til neins annars, heldur eru peningar það er bæði viðskipta- miðill og verðmælir; það sjest bezt þar sem þeir hafa fallið í verði ; þar er verðlag innanlands ætíð reiknað eptir þeim. Cfildi þeirra er skapað með valdboði og munurinn á þeim og peningum úr gulli og silfri er sá, að gildi þeirra ákveðst innan takmarka valdboðsins, en þar fyrir utan eru þeir verðlausir, en málmpeningar hafa al- staðar gildi og fyrir gildi þeirra eru engin þess konar takmörk ; það er heimsmarkaðuHnn sem skapar þeim gildi. Yaldboðið eitt getur eigi gefið pappírspeningunum neitt fast gildi; þar verður fjöldi þeirra á eina hlið- ina og viðskiptaþörfin á hina að koma til skoðunar; ýms önnur atriði, svo sem vani, tiltrú og vilji þjóðarinnar Verður og að hafa sitt atkvæði. Ef við.skiptaþörfin i landinu er mismun- andi á einum tíma og öðrum, en það er hún alstaðar og eigi hvað sist hjá °ss, þá hlýtur verð pappírspeninganna að breytast svo framarlega sem fjöldi þeirra eigi breytist, nema því að eins að svo mikið sje af gull-og silfurpen- ingum, að breytingin eptir viðskipta- þörfinni geti orðið gegnum þá, en að ^áta fjölda pappírspeninganna laga sig eptir viðskiptaþörfinni, er erfitt. í*að er öðru máli að gegna með seðla, því sje meira úti af þeim en viðskipta- þörfin útheimtir í þann og þann svip- llln, fá menn seðlana innleysta í bank- aþllm og þar verða þeir, þangað til Viðskiptaþörfin kallar á þá, en þótt I pappirspeningar sjeu sendir í landssjóð og settir á póststofuna, þá koma þeir aptur út á meðal landsmanna ókallað- ir af viðskiptaþörfinni, það er að segja án tillits til, hvort hún er meiri eða minni, þvi að hvort embættismanna- laun og önnur gjöld landsjóðs eru mik- il eða lítil, getur eigi verið mælikvarði fyrir þörfinni á viðskiptamiðii. Jeg hef heyrt, og jiað hefur verið fullyrt við mig, að jafnskjótt sem bankinn taki til starfa, muni eiga að greiða embættismönnum og öðr- um, sem eiga að fá fje úr landssjóði, í pappírs- peningum; væri svo, ætla jeg það varasamt. Ef menn væri vissir um, að pappírspeningarnir gætu eigi fallið í verði, kynni það að virðast mestur gróðavegur fyrir bankann að koma þeim í veltu sem allra fyrst, en bæði held jeg, að það sje vafasamt og svo er tilgangur bank- ans alls eigi sá, að græða sem mest eða útvega landssjóði lán, heldur að veita landsmönnum lið með ódýrum og handhægum gangeyri. Þetta getur þvi aðeins orðið, að pappírspeningarnir haldi gildi sínu, og engin tregða verði a mót- töku þeirra. En ef svo er hagað útgáfunni að þeim sje troðið upp á menn, þá er jeg hrædd- ur um, að þeir verði eigi vel sjeðir; þá er það eigi viðskiptaþörfin, sem kallar þá fram, í stað- inn fyrir að þeir ættu að komast í veltu gegn- um frjálsa lántöku hjá bankanum, og þá er sjálfsagt að landssjóður verður að greiða gjöld sín í þeim eyri, sem lionum hefir verið goldið í. Annars ættu menn eigi að vera allt of bráð- látir með að koma pappirspeningunum í velt.u, því að þótt menn þættist vissir um, að þeir falli eigi í verði, þá er hætt við að það spilli fyrir hin- um öðrum störfum bankans; menn munu treg- ari að selja bankanum gull sitt til geymslu, heldur halda sem fastast í það, og eins er hætt við að bankinn á þaun hátt auki eyðslusemi, þvi að það hefur optast verið fylgja pappírs- peninganna, í staðinn fyrir á eina hliðina að hvetja til sparsemi og á hina að hvetja og styðja menn til að ráðast í gagnleg fyrirtæki, sem ábatavon er að. Yfir höfuð lít jeg svo á þetta mál: að fulla vissu fyrir að pappírspeningarnir haldi fullu verði hafi menn eigi, en að þeir þurfi eigi að missa það og að mikil likindi sjeu til, að það komi eigi fyrir, en mig furðar samt eigi svo mjög á því, þótt þeir, er hafa eigi gott traust á bankastjórninni, sjeu hræddir við verðfall þeirra, því að skoðum vjer sögu pappírspening- anna, þá er hún eigi .glæsileg. Nálega hver menntuð þjóð hefur haft pappírspeninga og það optar en einu sinni. Það hefur verið reynt að tryggja gildi þeirra, jeg held jeg megi segja á alla mögulega vegu, með því að takmarka upphæð þeirra, skipa fyrir með lögum, að þeim skyldi veitt móttaka í opinber gjöld o. s. frv., en endirinn hefur ætið verið, að þeir hafa fall- ið i verði eptir lengri eða skemmri t'nna; það er aðeins ein undantekning sem jeg skal síðar geta um. Ástæðurnar hafa opt verið þær, að lög og loforð hafa verið brotin, en það hefur lika opt verið af þvi, að menn hafa látið sjer of annt að koma og halda pappirspeningum í veltu. Bankarnir hafa notað þá vegi, sem standa þeim opnir til þess, og svo hefur lands- stjórnin lagzt á eitt með þeim, með því að neyða pappirspeningunum út á meðal landsmanna gegnum opinber gjöld; þannig hefur ýmist ver- ið gefin út ofmikil upphæð af þeim eða ofmikil i svipinn eða of mikiili upphæð haldið úti á þeim tímum ársins, er viðskiptin höfðu eigi þört fyrir jafnmikið. Hins vegar verður þvi þó ekki neitað, að það má lialda pappírspeningum i fullu gildi ; það gjörðu Englendingar um margra ára tíma- bil úm aldamótin, þó að þeir að siðustu fjellu í verði hjá þeim, og sams konar dæmi má finna fleiri, að pappírspeningar hafa haldið gildi sínu fyrst framan af um nokkur ár, en ljósast hafa Frakkar sýnt það á árunum 1870—78 meðan Frakklandsbanki hafði pappirspeninga, því að þeim tókst, eða rjettara sagt bankanum, að halda þeim í fullu verði. Yfir höfuð má segja, að lögin ein hafa aldrei getað haldið pappirspeningum i fullu verði og í þetta skipti verður eigi lögunum þakkað það, heldur bankastjórninni. Hvort heppilegt hafi verið fyrir oss að grípa til pappírspeninga skal jeg eigi fara út í. Það er satt, að margt mælir með þvi og það getur verið, að vjer höfum búið betur um hnútana en aðrar þjóðir liafa gjört, eu það er vist, að vjer steypum oss hjer í þann vauda, sem hver þjóð kappkostar að komast úr og prísar sig sæla að vera sloppin við. A 1 þ i n g. 30. júlí. 1. umr. um stjórnarskrárfrumv. B. Sveinsson lagði til að setja 7 manna nefnd i málið. — Landsh. kvaðst geta verið stutt- orður fyrir hönd stjórnarinnar. Hann skírskot- aði til konungl. auglýsingar 2. nóv. f. á., þar sem það er skýrt tekið fram, að konungur geti með engu móti fallizt á stjórnarskrárfrumv. eins og það var samþykkt á síðasta þingi. All- ar umræður um málið því til einskis og fjenu, sem kostað er til þessa máls, sem á glæ kastað.— Or. Thomsen kvað óheppilegt að stjórnin skuli vera skyldug til að rjúfa þingið, er það hefur gjört stjórnarskrárbreytingar, jafnvel þótt hún (stjórnin) sje að öllu mótfallin breytingunum. Hanu benti þvi á, að nefndin æt.ti að breyta stj.skr.frv. þannig að þessi skylda væri tekin af stjórninni. Samþykkt var að setja nefnd í málið; í hana voru kosnir: Sigurður Jónsson (22 atkv.), Ben. Sveinsson (21), Sig. Stefánsson (19), Þ. Kjerúlf (18), Lárus Halldórsson (17), Þórarinn Böð- varsson (17), Einar Thorlaoius (16). 1. umr.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.