Þjóðólfur - 03.08.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.08.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist f'yrir 15.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, gild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 3. ágúst 1886. Nr. 32. Fensmarkshneyksliö. Eins og öllum er kunnugt, var dönskum manni, Fensmark að nafni, Veitt ísafjarðarsýsla 1879. Fensmark þessi hafði 1864 tekið embættispróf í lögum eptir 81/2 árs nám með svo lágri 2. einkunn, að mjög fáir hafa fengið jafn lága, þó hefur dánumað- urinn Fischer, sýslumaður Barðstrend- inga, fengið enn þá lægri, en hann sat heldur ekki nema 7 ár við bókina. Fensmark hafði svo ekki getað fengið neina atvinnu í Danmörku, en hafði á einhvern hátt slampast á próf í ís- lenzku og var svo veitt sýslan. Hann tók nú við embætti sínu, og vita allir, hvornig það fór. Hann stóð ekki í skilum og gerði engin reikningsskil. Stundum sendi hann enga reikninga, og einu sinni er sagt, að hann hafi gripið heila bók af óskrifuðum pappír og vaíið innan í umbúðir, og sent landshöfðingja og látið svo sem það væri i ógáti. Þrátt fyrir það setti landshöfðingi hann þó ekki frá em- bætti sínu, sem þó virðist hafa verið skylda hans, sjá erindisbrjef fyrir landshöfðingjann 29. júní 1872, 6. gr., sem hljóðar svo : „Landshöfðing- mn sjer um, að reikningarnir komi á rjettum tíma frá öllum gjaldheimtu- niönnum á Islandi, og skal hann beita þvingun til þess að koma þvi til leið- ar á þann hátt, sem honum þykir við þurfa, eða við eiga, annaðhvort með því að leggja á þá þvingunar- sektir eða eptir atvikum með þvi að vikja þeim frá um stundarsakir, sem í blut á. Alla reikninga skal því senda á- leiðis til landshöfðingja og skal hann ganga úr skugga um, að kröfum landssjóðsins sje fullnægt, og ef það 1) Fischer sýslumaður var pappírsali í smá- baupstað á Sjálandi, áður en hann kom til ís- lands í fullum emhættisskrúða með dolk við ~ið sjer, og spurði eptir næstu járnbrautarstöð til Skaptafellssýslu. reynist ekki svo, gera þegar þær ráð- stafanir, sem með þarf til þess að koma því fram með þvingun, að þeim verði fullnægt, en jafnframt skal hann senda skýrslur um þetta til hlutað- eigandi ráðgjafau. Þetta er einnig tekið fram i auglýs. um verksvið landsh. 22. febr. 1875, 5. gr. þar sem stendur: „og skal hann sjer í lar/i sjá um, að reikningarnir komi á rjettum tímau, sjá og reglugerð um reiknings- skil 13. febr. 1873, 7. og 8. gr., þar sem það sama er tékið fram nálega orðrjett. — Hvemig hefur nú þeirrar skyldu, sem svo skýlaust er tekin fram i áð- urgreindum auglýs. og reglugerð, verið gætt ? Það er sannað, að vorið 1882, og þá hafði Fensmark verið við embætti í 3 ár, var sjóðþurðurinn orðinn eigi allítill, og að engir reikn- ingar voru fram komnir; það var um sömu mundir, sem Hilmar Finsen fór frá og Bergur heitinn Thorberg tók við embætti; hann hafði áður verið amtmaður og eptir reglugjörðinni 13. febr. 1873, 2. gr. eiga allir reikning- ar með tilheyrandi fylgisskjölum að ganga í gegnum hlutaðeigandi amt- mann til landshöfðingja. Honum gat því ekki verið ókunnugt um, hvernig fjárskilum Fensmarks var varið. Jú, hann mun og hafa veitt Fensmark fjársektir, en að beita hinu ákvæðinu, að vikja honum frá, var óhugsandi, heldur var farið að leita eptir þvi í kyrþey, hvort ekki væri hægt að fá neinn ólærðan eða lærðan lögfræðing til að hjálpa Fensmark; en það tókst ekki; enginn vildi takast á hendur að moka þann Ágíasflór. Svo liðu og biðu 2 ár til. Ekkert kom fjeð frá Fensmark. Og var nií súpan orðin um 27,000 krónur. Var ekki trútt um, að farið væri að brenna við og finnast sviðalykt, enda lítið eitt að sjóða upp rír. Þótti þá, sem eigi væri trygt að bíða lengur, potturinn var loksins tekinn af hlóðunum — Fens- mark settur af. En hann beið þá ekki boðanna, heldur hafði sig af landiburt og strauk til Danmerkur, og var farþegi í lyptingu á sama skipi og Magnús vestanpóstur, sem stolið hafði 1900 krónum, var á^í lestinni; stórþjófurinn stærði sig í lyptingu, smáþjófurinn heiðraði sig í lestinni; það er vant að vera svo. En þá sýndi Nellemann þá stórkostlegu rögg af sjer, að hann tók Fensmark og sendi hann heim til íslands til að láta prófa hann. Nú var farið að róta upp í reikningunum, og höfum vjer heyrt þvi fleygt, að það hafi verið verri vinna en að ganga á eyr- inni í Vík, og var svo Fensmark dæmdur fyrir undirrjetti til 8 mán- aða betrunarhússvinnu, og sá dómur staðfestur í landsyfirrjetti. — Magnús Stephenssen var þá yfir- dómari og lika amtmaður. Hvernig það samrýmdist í þvi máli er óskiljanlegt; en viti menn, eptir tillögum dómar- anna var Fensmark náðaður af kóng- inum. Fyrir þessum málalokum hef- ur víst engan íslending órað, að stór- þjófur, sem þar að auk hefur verið konunglegur embættismaður, settur til þess að vaka yfir lögum og rjett- indum manna, dæmdur af báðum rjettum til 8 mán. betrunarhússvinnu, skuli svona strax upp úr þurru fá uppgjöf á rúmum helmingi fangelsis- tímans, og þar á ofan ljettvægari hegn- ingu. Slíkt er ekki gott dæmi gefið öðrum sýslumönnum og tollheimtu- mönnum á íslandi. Nú halda þá allir, að allt sje klappað og klárt, Fensmark sitji sína 3 mán., en þar til segjum vjer skýlaust nei. Vjer spyrjum, hver á nú að borga brúsann ? Á landssjóður að bera hallann? Þar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.