Þjóðólfur - 24.08.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.08.1886, Blaðsíða 4
152 verður eptir liinum endurskoðuðu stjóraarskipunarlögum, skal til bráða- birgða annast um, að þeim störfum verði borgið, er nú liggja undir em- bætti þau, er afnumin skulu eptir 1. grein. 4. gr. Landsstjórnin skal leggja fyrir bið fyrsta reglulegt alþingi, er kemur saman eptir að hin endurskoð- uðu stjórnarskipunarlög bafa öðlazt gildi, framvarp til laga um skipun framkvæmdar- og umboðsvaldsins. Reykjavík 24. ágúst 1886. Strandferðaskipið Laura kom hingað 20. þ. m. norðan og vestan um lánd. Landsyflrdðmurinn. Eins og frjetzt hafði var 28. f. m. 2. yfirdómari Lárus Sveinbjiirns- son skipaður 1. dómari og sýslumaður Kristján Jónsson 2. dómari og dómsmálaritari við lands- yfirrjettinn. Bæjarfógetaemhættið í Reykjavik var veitt 28. f. m. sýslumanni Halldóri Daníels- syni. Grasbrestur og dþurkar. Eptir síðustu frjettum hafa gengið það. sem aí er sláttarins, mjög miklir ój)urrkar á Yesturlandi, Austur- Iandi og Norðurlandi, og víðast hvar engin tugga komin inn. Þetta er því lilfinnanlegra, sem jiar er víðast mjög mikill grasbrestur. Verður það, sem varir og ekki varir, Það kom flatt upp á mig, að herra P. J. Blöndai, hjeraðslæknir í Stafholtsey, hefði eigi heyrt það, að þeir vestan Hvítár vildu að hann flytti að minnsta kosti vestur yfir ána, og af hvaða ástæðum mundi það vera öðrum en þeim, að það sje eðlilegt eins og nfi hagar læknis- umdæminu. Því að þótt hr. Blöndal þykist kannske hafa sezt fyrst að í miðju læknisum- dæmi sínu, enda þótt almenningur vestanHvít- ár væri eigi á þeirri skoðun, þá þarf honum því síður að koma á óvart nfi, þótt hinum sömu mönnum finnist hann eigi sitja sem haganleg- ast fyrir sig, eptir að 5 hreppar sunnan Hafn- arfjalla hafa lækni fyrir sig, því að þótt hr. Blöndal vildi skoða sig sem yfirlækni hans, þá þarf hann þó líklega ekki að „visitera“ hjá honum nema svo sem einu sinni á ári. Þegar því hr. læknirinn fer að benda mönnum áupp- drátt Islands, þá mun honum ekki finnast 6- eðlilegt. að menn vestast í Mýrasýslu vilji hafa læknirinn nær sjer, ekki hægra en gangandi menn vestan úr hreppum eiga með að fá hr. Blöndal. Yiðvíkjandi því, er hr. læknirinn segir: „hann mundi vinna meira gagn, en með niðritum sínum um embættismenn þá, er hon- um þóknast að kalia óbrúkanlega", þá veitjeg ekki til, að nafn mitt sje kennt við nein slík rit, eða jeg hafi haft í nokkru riti þau orð: „ó- brúkanlegir embættismenn“. En þessi rang- mæli herra læknisins virðast henda á, að hann þýði sjálfur orð og atvik öðru vísi en aðrir menn, enda hlýtur hann og sjálfur að bera á- byrgðina af þessum orðum sínum. Það má segja, að strengir, er hafa stutta loptsveiflu, gefa af sjer, þó gildir sjeu, hátt hljóð, og það eins þó óvart sje við þá komið — eða hvernig gat hr. Blöndal haft þá útleggingu á orðinu „þungur11, að jeg meinti með því orð- ið „latur“, þar sem hann var sjer þess meðvit- andi ekki að vera það. Enda er jeg viss um, að þegar hr. Blöndal minnist 29. jan. síðast- liðins, þá þarf hann ekki að „gizka á“ heldur veit hann hvaða „þýðingu“ jeg hef lagt íorðið. En þyngdina ætti enginn að misunna honum, heldur sýna honum alla velvild í, að sitja sem haganlegast fyrir hann og þá, er þyrftu að vitja hans. Að öðru leyti er jeg glaður yfir trausti lians á sannleiksást hjeraðsbfia hans, en mjög mikil vöntun væri það, ef óframfærni og al- vöruleysi byggi henni þröngt svið. Hvitárvöllum í jfilí 1886. A. Fjeldsted M O Ð. )§M- Mjólkursalinn. „Andrjes, hefurðu vel bland- að mjólkina með vatni, áður en þú fer með hana til borgarinnar?“ „Já, húsbóndi góður“. Mjólkurs.: „Gott og vel. Þú mátt ekki svíkja mig. Jeg veit ekkert verra i heiminnm en svik“. Vísindamaðiir nokkur hefur fundið það, að menn, sem lifa í fangelsi, eru ekki eins lang- lífir eins og aðrir. „Það getur vel komið fyrir“, sagði Ó, „en jeg þekki þó marga menníhjóna- bandi, sem hafa orðið mjög gamlir“. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgnn útihönd. Tvö hdr. 38 áln. eptir fornu mati í jörðinni Álfsstöðum í Skeiðahreppi í Árnessýslu fást til kaups og getur kaupandi fengiðþennan jarðar- part til áhúðar í næstu fardögum. Sá, sem kynni að vilja kaupa, snfii sjer til ritstjóra Þjóðólfs fyrir lok næsta októbermánaðar. Gjótuspaðar úr stáli, sem eru mjög hentugir til ofanafskurðar við þúfnasljettun, fást með mjög vægu verði hjá járnsmið B. HJALTESTED í Reykjavík. TJndirskrifaðir veita ekki ferðamönnum gist- ing eða beina eða flutning yfir firði öðruvísi en gegn sanngjörnu endurgjaldi. í jfilímánuði 1886. Búendur í Bitrufirði og á Broddanesi í Strandasýslu. NÝTT BLAÐ. „NORÐURLJÓSIÐ11 kemur út á Akureyri frá 10. ágfist til ársloka 1886. Stærð 10 ark- ir. Verð 1 kr. Þeir, sem vilja gjörast fitsölu- menn að blaði þessu, eru beðuir að láta rit- stjóra þess Pál Jónsson á Akureyri vita það hið fyrsta. r*jármark sjera Ólafs Ólafssonar á Lundi í Borgarfjarðarsýslu er: Stýftliægra, gatvinstra. Brennimark: Ólafr—Lundr. Jrtegnhlíf hefur fundizt á Austurvelli hjer í bænum. Rjettur eigandi má vitja hennar að Bráðræði við Reykjavík. Kennslu í sjómannafræöi veitir undirritaður í vetur komandi á ísafirði. Þeir, sem vildu njóta tilsagnar hjá mjer eru vinsamlega beðnir að snúa sjer sem fyrst til mín því viðvíkjandi. ísafirði, 13. ágfist 1886. Mattlnas Þórðarson. Til almennings! Læknisaðvörun. Þess hefur verið óskað, að jeg segði álit mitt um „bitter-essents", sem hr. C. A. Niss- en hefur búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Jeg hef komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Jeg verð að segja, að nafnið Brama-lífs- essents er mjiig villandi þar eð essents þessi er með öllu óllkur hinum ekta Brama- lifs-elixír frá hr. Mansfeld-Búllner & Lass- en, og því eigi getur haft þá eiginlegleika, sem ágæta hinn egta. Þar eðjegummörg ár hef haft tækifæri til, að sjááhrifýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld-Búllner & Lassen er kostabeztur, get jeg ekki nóg- samlega mælt fram með honum einum, um fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. JáU 1884. E. J. Melchior, íœknir. Einkenni hins óegta er nafnið C. A. Niss- en á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama-lifs- elixír eru firmamerki vor á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sjest hlátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, semeinirbilatiihinn ver&launaða BramaAifs-elixir. Kaupmannah öf n. v. -r, -/ ’f. V. y»..g[; Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifst.ofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.