Þjóðólfur - 24.08.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.08.1886, Blaðsíða 3
151 ljótur Ólafsson talaðl náttúrlega á móti frv. Þeir Ben. Kr. og J. Ólafs- son andmæltu Arnljóti og töluðu fyr- ir frumv. 2. umr. í efri deild fór fram í gær. Urðu alllangar umræður um málið. Móti töluðu Arnljótur Ólafsson og Lárus Sveinbjörnsson. Þeir Ben Kr., Hallgr. Sveinss., Jak .Gr., J. Ól., Fr. St., Skúli Þorvarðars. töluðu með frumv. Áður en atkvæðagreiðslan byrjaði, voru þeir M. Stephensen og L. Svein- björnsson gengnir af fundi. Með frumv. greiddu jafnan atkv. 7 (allir hinir þjóðkjörnu og sira Hallgr. Sveins- son); en móti 2 (Arnlj. Ólafss. og Jón Pjetursson). 3. umr. í efri deild fer fram á morgun. Lann kinnar tilvonandi lands- stjdrnar voru hækkuð að mun i efri deild. Þeir Ben. Kristjánsson, Hall- gr. Sveinsson og J. Ólafsson voru all- ir á því að hafa laun landstjóra 16000 kr. B. Kr. og J. Ól. vildu hafa laun hvers ráðgjafa 6000 kr., en Hallgr. Sv. 7000 kr. Niðurstaðan þar í deildinni varð sú, að laun landsstj. skyldu vera 15000 kr., hvers ráðgj. 6000 kr., eins og sjest á lögunum síðar í blaðinu. Vegna þessara breyt- inga varð frumvarpið að ganga apt- ur til neðri deildar, og var það sam- þykkt þar eins og það kom frá efri deild. Að vísu þótti sumum þó laun- in alit of há, en meiri hlutinn var þó með þessum háu launum, svo að ekki varð að gjört. í nefnd til ad órskurða ferða- kostnaðarreikninga alþingismaniia voru kosnir í sameinuðu þingi 17. þ. m. Benedikt Sveinsson, Jakob Giuð- mundsson, Lárus Halldórsson, Ólafur Pálsson og Sigurður Stefánsson. Feiisniíirksmálið. Nefndin hefur nú lokið staríi sínu; fyrir framsögumann hefur hún kosið Þorleif Jönsson. Nefndarálitinu var út- býtt i gær ineðal hingmanna; nefndin hefur búið til og látið prenta skýrslu um reiknings- skil Fensmarks, þannig lagaða, að hún ber með sjer, live nær hann hefur sent reikninga sína og hve mikið hann hefur átt ðborgað á síðasta gjalddaga af þeirri upphæð, er reikn- ingarnir til greina (sbr. 36. tölubl. Þjóðólfs). Er þessi skýrsla sem fylgiskjal við nefndará- litið. Enn fremur hefur nefndin látið prenta 19 brjef, er snerta mál þetta, er sýna ganginn í málinu og aðgjörðir landsstjórnarinnar í því; er það annað fylgiskjal við nefndarálitið. Með- al annars segir í nefndarálitinu: „Hin einu þvingunarmeðul, er beitt hefur verið af hálfu landstjórnarinnar til að fá Fensmark til að rækja skyldur sínar, eru ýmist litilfjörlegar | fjársektir eða hótanir um embættismissi, sem í ekki voru framkvæmdar, þrátt fyrir það, þótt hótanirnar út af fyrir sig reyndust með öllu i árangurslausar. Og má það furðu gegna, að landstjðrnin skyldi ekki grípa til þess ráðs, sem bæði sýndist liggja beinast við og bezt svara tilganginum, en þó jafnframt vera hinn mildasti vegur, að setja annan mann til að annast innheimtu opinberra galda í sýslunni, eða þá, fyr en í óefni var komið, víkja Fens- mark frá emaætti um stundarsakir eptir fyrir- mælum reglug. 13. febr. 1873 8. gr., og augl. 22. febr. 1875 5. gr. Þegar vjer nú eigum að láta upp álit vort um aðgjörðir landsstjórnarinnar í máli þessu og koma fram með tillögur vorar um það, get- um vjer eigi leitt hjá oss að lýsa þvi, að oss virðist yfir höfuð eptirlit hennar með reiknings- skilum og fjárgreiðslum gjaldheimtumanna lands- sjóðsins, mjög lint og ðfullkomið. Enda er þetta skýrt tekið fram í athugasemdum yfir- skoðunarmannanna við landsreikninginn 1882, þar sem þeir segja fortakslaust, að engri af fyrirskipunum reglugj. 13. febr. sje nákvæm- lega hlýtt, og að það beri opt við, að gjald- heimtumenn láti líða marga rnánuði af eptir- farandi ári, áður en þeir sendi reikninga sina eins og það líka ber helzt til opt við, að þeir ekki gjöri skil fyrir öllum tekjunum í reikn- ingunum, en einkum sjeu brögð að því, að gjaldheimtumennirnir vauræki að borga tekj- urnar i landssjóð, jafnóðum og þeir heimti þær saman. 1 athugasemdunum við landsreikning- inn 1883, hafa endurskoðunarmenn enn farið mörgum orðum um þetta sama efni, „sem eng- in leiðrjetting hefur til þessa fengizt á“. Með- al annars hafa þeir bent á, að eigi virðist ann- að ráð fyrir landsstjórnina, vilji hún ekki baka sjálfri sjer ábyrgð. en að beita reglugj. 13. febr. 1873, með fullum strangleika, við óskil- vísa gjaldheimtumenn, og að varla mundi liafa farið eins og farið hefur, hefði þetta verið gjört í tíma t. d. við sýslumanninn i ísafjarðarsýslu. Um leið og nefndin finnur ástæðu til yfir höfuð að vekja athygli h. h. neðri deildar al- þingis á þessum ummælum yfirskoðunarmanna, skulum vjer taka það fram, að vjer erum þeim með öllu samdóma um, að landsstjórnin hljóti að skapa sjálfri sjer ábyrgð ef hún lætur það við gangast, að reglum þeim, sem gilda um þetta efni, sje eigi fylgt. Með þvi það nú i því tilfelli, sem hj'er ræðir um, verður ekki varið, að landsstjórnin hefur sýnt ótilhlýðilega vanrækt i eptirliti því, er henni bar að liafa með embættisrekstri Fensmarks, og það á hinn bóginn er víst, að landssjóður hefði ekkert fjár- tjón beðið, ef fyrirmælum reglugj. 13, febr. 1873 hefði verið fylgt, þá fáum vjer eigi bet- nr sjeð, en að landsstjórnin eigi að ábyrgjast landssjóði fullar bætur fyrir vanskil þessa em- bættismanns, og fyrir þvi leyfum vjer oss að ráða hinni h. þingdeild til, að samþykkja svo látandi T i 11 ö g u til þingsályktunar. Neðri deild alþingis skorar á ráðgjafann fyr- ir ísland að gjöra ráðstafanir til þess að ó- goldnar tekjur landssjóðs úr ísafjarðarsýslu og kaupstað fyrir árin 1879—1884, verði greiddar í landssjóð áður en lagt verður fyrir alþingi frumvarp til laga um samþykkt á landsreikn- ingnum fyrir árin 1884 og 1885. Alþingi 21. ágúst 1886. Lárus Halldðrss., Ólafur Briem, Sig. Stefánss., formaður skrifari Þorleifur Jónsson,1 Þorvarður Kjerúlf. framsögumaður. Lög afgreidd frá Jiiiigiiiu. VI. Lög um laun landssjórnar þeirrar, er skipa skal, þá er hin endurskoð- aða stjómarskrá er staðfest: 1. gr. Landstjóri hefur i laun 15,000 kr. árl. og leigulausan bústað. 2. gr. Hver ráðgjafi hefur í laun ár- lega 6,000 kr. 3. gr. Skrifstofustjórar hafa íárslaun 3,000 kr. hver. 4. gr. Til skrifstofukostnaðar á ráð- gjafaskrifstofunum hefur allt ráðaneytið umráð yfir allt að 8,000 kr. árlega. VII. Lög um afnám embætta: Jafnskjótt og stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Islands 5. janúar 1874 er úr lögum numin og hin end- urskoðaða stjornarskrá er komin í gildi, öðlazt gildi eptirfylgjandi L ö g um afnám embætta. 1. gr. Landshöfðingja, landritara, landfógeta og amtmanna - embættin skulu lögð niður, og enn fremur skulu verzleg störf greind frá biskubsem- bættinu. 2. gr. Breyting sú, sem verður á stöðu og verksviði biskupsins eptir 1. gr., skal að öðru leyti ákveðin ná- kvæmar með lögijm. 3. gr. Landsstjórn sú, sem skipuð

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.