Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.10.1886, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 08.10.1886, Qupperneq 2
178 um (d: 15) eru nýir (homines novi) og flestir Jieirra er ungir menn, sem hafa aldrei, svo að menn viti, fengizt við þingmál; jiar á móti hafa menn hafnað mörgum eldri reyndum al- þingismönnum, sjálfsagt af því, að menn hafa verið hræddir um, að þeirmundu gugna í stjórn- arbaráttunni; sýnir það bezt hve miklum und- irróðri og œsingum* hefur verið beitt við kjós- endurna, og að þeir hafa ekki gætt þess, að kjörtíminn er sex ár, og á þessum tíma eiga þessar nýju hegbrcekur* (Straamænd) að taka þátt í löggjafarstörfunum. Það er þess vegna auðsætt, að meiri hlutinn af þingstörfunum hleðst miklu meira eun áður á hina konung- kjiirnu* alþingismenn i efri deild, og þó fer stjórnarskrárfrumvarp þingsins fram á, að af- nema þá (mirabile dictu). Nokkrir af hinum nýju þingmönnum vilja ganga enn lengra i frelsiskröfum en stjórnarskrárfrumvarpið11, (það eru hrein og bein ósannindi; öll- um nýjum þingmannaefnum er lengra vildu ganga, var hafnað), „en það sýnir að þeir hafa ekki einu sinni vit- að, að jafnskjótt, sem frumvarpinu er breytt, er það fallið. En þessir grœnu* þingmenn munu, þegar þeir koma á þing, verða tamdir af hinum eldri þingmönnum úr biltingaflokkn- um og varaðir við að gera nokkur form- leg afglöp. Biskupinn hefur falið hinum kon- ungkjörna þingmanni, prestinum Arnljóti Ólafs- syni áð prjedika við setning þingsins 28. næsta mánaðar11. — Svona lítur nú þessi brjefritari út. E»að er alkunnugt, liver hefur verið fregn- ritari hjeðan til Nationaltíðindanna, en sá maður er sjálfsagt hættur við það, því að hann hefði auðvitað ekki getað látið sjást eptir sig annað eins ogþað, að kalla liina nýju þingmenn (þar á meðal 5 presta, 2 sýslumenn o. s. frv.) heyhrækur og græna þingmenn ásamt öðrum vitleysum í brjeflnu. Það gild- ir nú reyndar einu, hver skrifað hefur þetta brjef. En svo mikið sjest afnið- urlaginu á brjefkaflanum hjer að fram- an, að rætur lians ná ekki síður en Dagblaðsritarans til hinna hæstustaða, þar sem hann vissi mánuði fyrir þing, hver átti að prjedika við þingsetning- inguna, þótt það yrði ekki hljóðbært hjer fyrr en rjett áður en þingið var sett. í Berlinske Tidende er nú ekkert merkilegt um stjórnarskrána eða þing- mennina, en aptur á móti er í einu núm- eri þess blaðs (21. ág. þ. á.) minnzt á, að Djóðólfur hafi sagt frá því, er farið var með íslenzka flaggið og afhent skip- *) Leturhreytingin eptir oss. Bitstj. stjóranum á Romny. Berlinske Tid- ende segir, að þetta hafl verið gert til að óvirða danska flaggið, en muni ann- ars vera strákapör ein. Petta verðum vjer að telja í mesta máta ósvífið, og vjer furðum oss á, að sjálft stjórnar- blað Dana skuli bjóða dönskum lesend- um önnur eins ósannindi og æsandi ill- mæli. Dað má sannlega. segja, að hægri blöðin í Danmörku geri sitt til að gefa Dönum rjetta hugmynd um mál íslands og bæta samkomulag og bræðraanda með- al Dana og íslendinga! Pappírspeningar bankans og póst- ávísanir. í ísafold XIII. 40.. bls. 158, d. 3. hefur herra 15 látið í ljósi, að póst- stjórnin hjer — að því leyti sem póst- ávísanir nemi meiru enn tillagið frá Danmörku — „verði að fá gull og silfur úr jarðabókarsjóðnum fyrir seðl- ana og senda þetta út“. Þetta er mis- skilningur. Póstmeistarinn sendir ekki gull og silfur út til borgunar því, er hann ávísar, heldur greiðir hann and- virði þess til jarðabókarsjóðsins, livort heldur það er borgað til hans með seðl- um, eða með gulii og silfri eins og áð- ur var, en upphæð ávísananna er end- urgoldin póststjórninni erlendis úr rík- issjóðnum, að því leyti, sem hún eigi lætur úti ávísanir upp á pósthúsið í Reykjavík. Landssjóður íslands — auk viðlagasjóðsins — er í 2 deildum: rík- I issjóðnum og jarðabókarsjóðnum, og fer þeim margt fleira á milli en tillagið frá Danmörku, þannig eru t. a. m. toll- ar og aðrar tekjur landssjóðs opt borg- aðar með ávísunum til Kaupmannahafn- ar. Það er þvi eigi hætt við, meðan sömu reglur gilda um póstávísanir, „að menn missi öll peningaviðskipti við aðrar þjóðir“, en eins og tjeð grein ísa- foldar bendir á, er varhugi gjaldandi við, að menn fari sjer eigi að voða, og að bankinn verði eigi til ógagns og eyðileggingar. Þó nú megi setja eitt- hvað út á bankastjórnina, verður því eigi neitað, að hún fer varlega, og væri óskandi, að almenningur hefði sömu var- kárni frá sinní hlið, og að menn taki eigi að sjer meiri skuldbindingar, en lík- indi eru til, að þeir geti eínt t. a. m. með afborganir. í Þjóðólfi XXXVIII 31, 32 hefur stud. polit. Sigurður Briem látið í ljós þá skoðun sína, að þó 1,200,000 kr. hafi verið skipt, þegar krónumyntin kom, muni það eigi allt hafa verið notað sem viðskiptamiðill, og að nú sje viðskipta- þörfin minni enn þá, svo honum þykir eigi hægt að segja með fullri vissu, að viðskiptaþörfin geti borið 500,000 kr. af pappír, eða að pappírspeningarnir haldi verði sínu, en samt álítur hann, að þeir þurfi eigi að missa það, og að mikil líkindi sje til, að með góðri og duglegri stjórn megi halda þeim í fullu gildi (s. st. bls. 127 d. 2, 3). 52. 1 Þjóðólfi 13. 1>. m. stendur grein frá Jóni Runólfssyni á Hvanneyri, er hann nefnir „við- vörun til leiguliða“. Það er að vísu leiðinda verk að þurfa að svara grein þessari, sem er full af mótsögnum, ýkjum og ósannindum, en af því hann þykist hafa orðið fyrir harðýðgis- fullri meðferð af prófasti sjeraStefáni Þorvalds- syni í Stafholti og mjer, þykir mjer þörf að sýna að þetta eru ýkjur og ósannindi. Jón segir frá því í upphafi greinarinnar, að frá árinu 1853, er hann byrjaði búskap á Vatns- hömrum, hafi hann goldið eptir jörðina ár hvert 60 pd. smjörs í leigu og 20 rdl. i landskuld; hafl þá jörðin verið niðurnídd („íhreysum11, sem hann kallaij, en hann bætt hana mikið i þau 33 ár, er hann bjó þar við sama leigumála byggingarbrjefslaust. Það er ekki annað að sjá, en Jóni hafi þótt sanngjarnt að borga 20 1 rdl. í landskuld fyrstu árin, er hann bjó þar, þótt jörðin væri í „þvílíkum hreysum“. En hann hefur ekki vit á að sjá að þetta var á þeim árum miklu hærri landskuld, en honnm var gjört að svara i byggingarbrejfi því, er sra Stefán prófastur vildi setja honum árið sem 1 leið; þar var landskuldin sett 4 ær með lömb- um eða 4 sauðir tvævetrir. Árið 1853—54 var ærin eptir verðlagsskránni í Borgarfjarðarsýslu á 2 rdl. 89 sk. 4 ær á 11 rdl- sk. og hundraðið náði þá ekki 20 r(b- eptir meðalverði allra meðalverða, en l’á borgaði Jón 20 rdl. í landskuld. Jón sannar þannig, sem þó sjálfsagt ekki hefur verið ætlun hans, að það hefur verið 6 vætta eða hundraðslandskuld, er hann varð að borga fyrstu búskaparárin á Yatnshömrum, enda mun sá leigumáli lengi hafa verið á jörðunni, áður en Jón kom þang- að. Að vísu lækkuðu peningar í verði eða

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.