Þjóðólfur - 22.10.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.10.1886, Blaðsíða 2
186 um, heldur hitt, að sömu princíp eigi að ráða í hverju einasta blaði. — M. J. Ferðabrjef úr Svíþjóð eptir Yaltý Guðmundssou. I. Stokkhólmi 9. ágúst 1886. Hið fyrsta, sem forfeður vorir gerðu, er maður kom út, var að spyrja hann tíðinda: hvað hann hefði heyrt og sjeð á ferðum sínum. Þá var það tízka að segja ferðasögur í samkvæmum og á þingum, og einmitt þessi tízka var hyrningarsteinninn undir allri sagna- fræði íslendinga, sem gert hefur þá svo fræga. Nú er þessi tízka svo að segja niður fallin hjá oss. En erlendis stend- ur hún nú í meiri blóma enn nokkru sinni fyr. En, eins og eðlilegt er, er nú frá- sögn í riti komin í stað hinnar munn- legu frásagnar. Erlendis rekur hver ferðabókin aðra og hvert ferðabrjefið annað, en á íslandi er slíkt mjög fá- títt, þótt nokkuð sje að lifna í þá átt. Má þó margt af slíku læra. Því um leið og menn lesa um háttu annara þjóða verður mönnum ósjálfrátt fyrir að bera það saman við háttu sinnar eigin þjóðar, og getur þá opt svo far- ið, að augu manna opnist fyrir ýmsu, sem eigi hefur verið mönnum ljóst fyr, annað- hvort fyrir göllum, er laga þyrfti, eða ýmsu góðu, sem styðja þyrfti og koma lengra áleiðis. Með því jeg veit að margur, sem heirna verður að sitja, þrá- ir að heyra eitthvað utan úrheiminum, ætla jeg að skrifa hjeðan lítíf c.tt af því, er ber fyrir augu mjer. En með því hvorttveggja er, að blöðin lieima eru svo lítil, að þau geta ekki við miklu tekið, og jeg hef lítinn tíma, þá verð jeg að láta mjer nægja að minn- ast á fátt eitt af því, er jeg annars mundi gera mjer að umtalsefni. „Þú Giústafs prúða snilldarþjóð" kvað Mattías um Svía. Það átti vel við. Þeir eru prúðmenni öllum öðrum frem- ur. Þeir eru snyrtimenn hinir mestu í klæðaburði, og varla getur viðfeldn- ari og kurteisari menn í allri fram- göngu en þá. Tunga þeirra er fögur og hljómmikil og líkist miklu meir ís- lenzku en danska. Söngmenn eru þeir hinir beztu og gleðimeun. Þjóðernis- aðal Svía er að mörgu leyti svipað ís- lendinga, enda er slíkt eigi kynlegt, er litið er á æfiferil beggja þjóðanna. Bændastjettin er í Svíþjóð eins og á Islandi hin eina upprunalega stjett í landinu, því frá henni eru allar aðrar stjettir runnar. Hafa bændur Svía í meginríkinu það og sammerkt við ís- lendinga, að þeir hafa aldrei borið ánauð- arlilekki, aldrei verið tjóðurbundnir þræl- ar. Þeir hafa ávallt. haldið sjálfstæði sínu, og hefur það leitt til þess að þeir hafa fengið annað skaplyndi — meiri einurð og dirfsku — en bændur í þeim löndum norðurálfunnar, þar sem á- nauðin og heimilistjóðrið hafa átt sjer stað. Slíkt hefur víða drepið kjark úr bændum, sem ekki virðist laust við að votti fyrir hjá Dönum. Þar sem bænda- stjettin þannig er kjarni þjóðarinnar, koma því bezt fram hjá henni bæði kostir og gallar þjóðarinnar. Má marga fagra eiginlegleika telja, er þana prýða, svo sem guðsótta, löghlýðni, siðprýði. iðjusemi og gestrisni. En hjá þessari stjett liafa og haldizt þau þjóðlýti, sem opt hefur verið borið hinni sænsku þjóð á brýn, sem sje öfund ogtortryggni sín á meðal og gagnvart yfirmönnum sínum, og að lítilsvirða lands síns eig- in gæði, en líta allt of stórum augum á og dást of mjög að öllu útlendu. Mundi ekki sumt af þessu einnig eiga við oss íslendinga? — Eins og Svíar láta sjer annt um að koma vel fyr- ir manna sjónir, eins láta þeir sjer um það hugað, að hafa snotur og góð hý- býli. Eru hús þeirra víðast byggð úr timbri, nema í borgum eru steinhús tíð- ari. Eru þau yfir höfuð mjög rúmgóð og loptgóð. Það er til matar og drykkj- ar tekur, þá eru Svíar þurftarfrekir í meira lagi. Er það víða algengt, að þeir neyti 5—6 máltíða á dag, er liver hefur sitt nafn. Og þegar starfannir standa sem hæst, svo sem um sláttinn og uppskerutímann, kemur það eigi all- sjaldan fyrir, að menn þar að auki taki sjer einn eða fleiri aukabita á milli hinna venjulegu máltíða. Svíar neyta ekki sams konar rúgbrauðs og þess, er tíðkast í Kvík og Danmörku (ofnbrauð), heldur hafa þeir einkennilega brauð- tegund, sem þeir kalla mulbrauð (knácke- bröd). Ein tegund þess er hið svo nefnda flatbrauð (tunnbröd). Það er í stórum, þunnum kringlóttum kökum, eins og flatbrauðið okkar, en kökurnar eru miklu stærri, og er grjóthart og molast fyrir tönninni. Kökurnar eru mjög pikkaðar. Er auðsjeð, að hjer hef- ur sama brauðgerðin haldizt og á ís- landi. Einkennilegt við miðdagsverð Svía er hið svo nefnda „smörgasbord11, með tilheyrandi lystarauka (aptitssup). I matsölubúðum (restaurationer) er vana- lega svo háttað, að þar er einn stór borðsalur (matsal). Gianga borð um endilangan sal, dúkuð og búin til verð- ar, sem annars er títt. En á einum stað í salnum stendur eitt borð sjer, og á því diskahlaði, knífa- og gafla- hrúga, vínglös, brauðföt og smádiskar með kjöti, fisk og ýmsu, sem vanalega er borðað með smurðu brauði. Á miðju þessu borði stendur svo stór kanna með túðum í allar áttir, 4—6, og lykli í, sem snúa má, og streymir þá vín úr hverri túðu, sín tegund úr hverri, og stendur letrað neðan undir hverri túðu, hvaða vín komi úr henni. Þetta er lystaraukinn. Ganga menn svo að þessu borði áður en menn setjast til borðs á venjulegan hátt, og borða þar eptir vild smurt brauð (smörgásar) með ýmsu við- meti, og drekka lystarauka milli bit- anna. Eru menn ávallt standandi að því. Þegar menn eru búnir að borða lyst sína af þessu, setjast menn við hin borðin og borða lieita rjetti, 3—4 og þaðan af fleiri. Svíar drekka mjög drykk þann, er við þá er kenndur, og kallaður er „svenskbanco". Sjest varla nokkur drekka svo kaffi á veitingastað, i að eigi fylgi glas af banco og annað af vatni, og dreypa þeir á þessu þrennu á víxl. — Að því er til búninga kem- ur hjá Svíum, þá eru þjóðbúningar eða sveitabúningur, sem áður voru þar al- mennir, nú að mestu niður lagðir. Nú halda íbúar Dalanna einir sínum ein- kennilega forna þjóðbúningi. í sumum sveitum á Skáni eru og til sóknabún- ingar. Konur hafa miklu fleiri störf með að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.