Þjóðólfur - 22.10.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verö árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir lö.júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in viö áramót, ögild nema
komi til útgef. fyrir 1,
október.
XXXVIII. árg.
Reykjarík, föstudaginn 22. október 1886.
Nr. 47.
Góðir „leiðarar" í dagblöðum.
—:o:—
Jeg fyrir mitt leyti lief þá sannfær-
ing, að blöð vor sjeu á stöðugum fram-
faravegi hvað efnis meðferð snertir, sam-
kvæmt skyldu blaðamanna. Einkum
taka blaðamenn vorir sjer auðsjáanlega
f'ram í rjettsýni og rjettri einurð; smjað-
ur fyrir einstökum mönnum og last og
árásir hefur stórum lagazt — jeg vil
segja síðanl874 — að ógleymdri svæsni
visSra manna um vissa menn. Hinn
siðferðilegi hugsunarháttur er að vaxa.
Og þó er hann enn þá í barndómi sín-
um. Vjer erurn enn þá mjög svo ó-
þroskað og siðferðilega illa menntað
fólk; verum svo vitrir og frjálslyndir
að minnsta kosti, að játa það. Því
meiri nauðsyn er fyrir vora ungu eða
yngstu blaðamenn. að setja sjervelfyr-
ir sjónir ábyrgð og augnamið, eða skyldu,
blaða. Blöðin verða æ meiri og stærri
uppeldis- og menntaskóli alþýðu. Blaða-
mönnum ríður þvi líflð á — ekki ein-
ungis að vera ungir í anda, frjálslynd-
ir, fjörugir og fjölfróðir — lieldur enn
fremur á að vera rjettvísir menn, spak-
ir og — ef unnt væri — sem óháðast-
ir flokkadeilum, sem óháðastir ólgu yf-
iriiorðsins og dagsins óróa. En það er
bláðamanna þraut og þyngsta reynsla,
að það nálega yfirgengur beztu manna
mpgn, að rita dagblöð og vera sannir
leiðtogar, lýðsins. Að rita daglega góða
„leiðara“ hjá lítilli þjóð er trauðlega
mögulegt; alþýða kaupir ekki gull á
hverjum degi, hún kýs lieldur glys —
„sem selst eins og gull“. Á voru landi
er þó athuganda, að það er áreiðanlega
víst, að fjöldi alþýðu vorrar er bæði
vitrari og spakari en flestar, ef ekki
allar aðrar þjóðir að tiltölu. Og jeg
er viss um að gott blað selst að tiltölu
hálfu betur hjer á landi en annarstað-
ar á norðurlöndum eða á Englandi,
hegar um bændur og alþýðu er að tala.
Og þegar nú þörfin er því meiri hjá oss
fyrir góð blöð, sem menntunarstofnanirn-
ar og uppeldismeðulin eru svo sorglega
fá og ófullkomin. Blaðamenn hafa því
enn meiri og fleiri skyldu- og köllun-
arhvatir til að vanda sig í stöðu sinni
en erlendir blaðamenn. Augnamiðin: að
ryðja sjer til rúms, fá kaupendur, pen-
inga, álit, yfirráð, frægð, eiga öll í frá
upphafi að rýma bekk í huga blaða-
mannsins, fyrir því eina og stóra alls-
herjar augnamiði að efla hið sanna frelsi
þjóðarinnar, o: hennar sönnu menntun,
drengskap, góðleik og göfgi. Þaö hef-
ur lengi verið stagazt á því til leiðinda,
J að pólitík og postulakenningar ætti ekki
saman. Jú, við vitum það; það er enn
þá mjög sundurleitt i veröldinni; og
samt er sá orðskviður „pólitískur“ þvætt-
ingur. Andi postula Krists á líka að
smá-„gegnum sýra“ pólitíkina, annars
verður hún, eins og gamla syndin, lands
og lýða tjón, annars fylgir henni að
eilífu heiðindómur og hleypidómar og
það „ranglæti, sem steypir þjóðunum“.
Góðir „leiðarar“ hafa nú þann eigin-
legleika, að þeir þegjandi játa í prin-
cípinu þann sannleika, að rjettlætið hefji
þjóðirnir; góðir „leiðarar“ standa í
princípinu á kristilegum grundvelli,
tala frá grundvelli þeim, sem er stöð-
ugur, óraskanlegur, og tala þó svo að
allir eða flestir skilja; góðir „Jeiðarar“
æsa sem minnst má verða þjóðlegar á-
stríður og hleypidóma og gjöra aldrei
kappsmál úr smá-málum. Eins og góð-
ir siglingamenn gæta þeir vel að grynn-
ingum og stefnu, hirða lítt um smádrif.
og smábárur, en sitja rólegir og fastir
í stafni. Góðir blaðamenn venja sig
umfram allt á eitt, og það er, að vega
á rjetta vog fylgi manna og flokka, lof
og last, og eru ýmist yfir eða undir
hinum daglega hávaða-nóftun. Hið
siðferðilega og kristilega býr í anda
góðs blaðamanns, þótt það birtist alls
ekki í játningunni, og hann aldrei nefni
nafn hins hæsta. Góðir „leiðarar“ eru
að vísu sjaldgæfir hjá oss, en þó koma
í öllum blöðum vorum fram meiri og
jninni tilþrif. En allt of sjaldan eygir
maður liinn sanna og rjetta frelsis- og
manndómsanda. Okkar stríð er enn
mestallt út á við, um mat og drykk,
uni deilumál, um hugmyndir og form,
en svo kalla jeg einu nafni öll „fram-
fara- og frelsismál“ vor. Þetta mun
nú verða svo að vera; Rómaborg var
ekki bygð á einum degi, fyrst þrosk-
ast líkaminn — segja' menn — svo
sálin; fyrst er hið pólitíska frelsið, svo
hið siðferðilega, segja frelsismennirnir.
Þeir liafa mikið til síns máls, en hin-
ir hafa það líka sem segja: fyrst, eða
að minnsta kosti jafnframt, á hið sið-
gæðilega frelsið að þroskast. Að öðru
leyti, er ósanngjarnt að krefjast alls
rjettlætis af blaðamönnum, því staða
þeirra er hversdagslega slæmur frelsis-
skóli, enda eru víst nálega eins margir
harðstjórar til meðal blaðamanna eins
og milli annara þjóðhöfðingja. Ytri völd
og yfirráð fjötra hvoratveggja og leiða
þá til ofmetnaöar, órjettvísi, ráðríkis og
fylgis. í öllum öðrum menntuðum lönd-
um eru til guðfræðingablöð eða kirkju-
tímarit. Þau kunna að hafa marga
bresti eins og önnur blöð, en hitt er
víst, að nokkur af þeim flokki eru hin
beztu blöð í kristninni og sjeu þau góð,
eru þau ómissandi í hverju kristnu
landi. í hinu litla og unga ITnitaría-
blaði „Tlie Christian Life“ liefi jeg les-
ið bezta leiðara. Og svo jeg ekki verði
of langorður, þá leyfið mjer, herra rit-
stjóri, í næsta blaði í Þjóðólfi rúm fyr-
ir þýðingu á stuttum „leiðara“ úr nefndu
blaði, tekinn af handa hófi, saminn í júlí-
mánuði út af einvígi einu, sem kom
fyrir í Parísarborg í sumar. Jeg meina
ekki, að líkur tónn, sem er í þeirri
grein, eigi við í veraldlegum dagblöð-