Þjóðólfur - 22.10.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.10.1886, Blaðsíða 4
188 að nokkru leyti kostir þeirra og ókostir sem prjedikara. Þessar prjedikanir Lárusar geta sjálfsagt einnig hjer haft góð áhrif, ef menn kappkosta að hlýða á þær með athygli og láta ekki málfæri hans nje annað prjediknnarform hans hneyksla sig, sem of mjög virðist bóla á. Veðrátta hefur hjer allengi verið mjög míld og hagstæð; rigning hefur þó verið nokkur, og stundum hefur ekki gefið að róa á sjó. í fyrri nótt varð hjer alhvítt ofan að sjó. Afli er hinn hezti aí ýsu og stútungi (t. d' fyrra föstadag hjer almennt 30—40 í hlut); enn fiskur er mjög smár en feitur1. Á Akranesi fisk- aðist í fyrra d. frá 33—70 i hlut af þyrskl. og ýsu. Verð á kj’óti hefur hækkað hjer í Itvík, pd. almennt orðið 16 og 18 a. og hezta kjöt 20 a. VlSINDALEG NÝMÆLI, Ein af orsökurn flekkusóttarinnar (febris scarlatinae; sjá lækningabók dr. J. Jónassens hls. 419—421). Hingað til hefur það verið al- menn skoðun meðal visindamanna, að flekkusótt- in gæti ekki útbreiðzt meðal manna, nema ein- hver maður hefði sýkzt af henni áður. Enn skýrsla ein, sem nýlega er komin frá heilbrigð- isráðinu i Lundúnum sýnir, að svo þarf eigi að vera. Á siðari árum hata menn tekið eptir því, að mjólkin getur mjög valdið sjúkdómum (sjá Þjóðólf þ. á. bls. 99), og þessi skýrsla sýn- ir, að einmitt mjólkin getur valdið fiekkusótt, án þess að sóttnæmisefni hafi i hana kornið frá mönnum, þvi að svo var í Lundúnum, er skæð fiekkusótt gekk þar i lok fyrra árs og byrjun þessa árs. Enu þessi mjólk, er sýkinni olli þar, var komin úr kúm, er höfðu einhverja sýki, er einkum lýsti sjer i nokkurs konar útbrotum á júfri og spenum og merkjum upp á húðsýki; þó mjólk- uðu þær eins og vant var og virtust ekkert sjúk- legar. Við rannsókn sást það, að kýrnar höfðu jafnframt innansýki, sem mjög líktist vægri flekkusótt. Blóðagndýr (Mikrober) þau, er fundust í kúm þessum lifðu mjög vel i mjólk, og væri þeim komið inn undir skinnið, kom fram sýki, er mjög liktist flekkusótt á mönnum. Þaðerálitið vist, að ef mjólkin er soðin, þá drepist þessi sjúkleiksefni i mjólkinni og afsýking af mjólk verði með því varnað. Jeg verð að láta hyern ráða ætlun sinni um það, hvort jeg muni hafa ritað í „Nationaltid- ende“ grein þá um tiina nýju alþingismenn, sem Þjóðólfur hefur snúið og prentað í næst sein- asta blaði sínu. En þar sem þessi tilgáta er byggð á því, að aðrir hafi ekki vitað, að jeg ætlaði að fela sjera Arnljöti á hendur að prje- dika, þegar alþing yrði sett 28. júlí, þá skal jeg geta þess, að brjef mitt til hans um þetta efni er dagsett 27. apríl þ. á. og gat því ver- ið kunnugt um allt land, með þvi mjervarþað ekkert launungarmál. Að því er greinina sjálfa snertir, finnst mjer aðalefni hennar vera það, að hinir nýju og óreyndu þingmenn mundu fast- lega fylgja hinum eldri i að halda fram stjórn- arhótai'frumvarpinu því í fyrra, eins og líka varð. Að sönnu hefði grein þessi getað verið kurteislegar orðuð, og læt’jeg aðra dæma um það, hvort hún likist rithætti minum. Hitt er víst, að menn geta óskað eptir að fá innlenda stjórn, væri henni haganlega fyrirkomið, án þess að aðhyllast áminnst sfjórnarbótarfrumvarp, sem mörgum þykir miður vel samið. Það skal vanda, sem lengi á að standa. Rvík 16. okt. 1886. P. Pjetursson. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. ööru letri eöa setning kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn og laugardaginn 29. og 30. þ. m. verður opinbert, uppboð sett og haldið í hinu nýja vöruhúsi Þorláks O. Johnssonar hjer i bænum, og þar seldar hæstbjóðendum eptir- nefndar vörutegundir: Strigaföt, járnrúm, allskonar vefnaðarvara svo sem kjólatau, svuntutau, ljerept og sængurdúkar, járnvara (Isenkram), sauma- vjelar og margt fleira. Uppboðið byrjar kl. 10 f. hádegi nefnda daga; söluskilmálar verða auglýstir á uppboðsstaðnum áður enn uppboðið byrjar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 19. október 1886. Halldór Daníelsson. yESTURFARARNIR (síöasta sinn aii si n n i) og „Box ogCox“ lcikiS álaugard. kl. 7^/a- tJEIR, sem hugsa um kaup og ábúð á Urr- iðafossi, eins og auglýst er í þessa árs Þjóðólfi, og ísafold, snúi sjer til undirskrifaðra fyrir 15. des. þ. á. Eptir það verður jörðin byggð. Urriðafossi (í Flóa) 15. okt. 1886. Einar Einarsson, G. Einarsson. I Reykjarjett var mjer dregið lamb með mínu marki: stýft bæði eyru, sem jeg á ekki. Eig- andi vitji andvirðis þess að frádregnum kostn- aði til Ólafs Teitssonar í Einarshöfn á Eyrar- bakka. 13. ágúst síðastl. tapaðist úr mýrinni hjá Ilelgastööum við Reykjavík brúnstjörnóttur hest- ur, ómarkaður, eða biti fr. bæði, miðaldra, vetr- ar-afrakaður, með ljelegum járnum. — Hver, sem hittir tjeðan hest, er beðinn að halda hon- um til skila mót borgun til Magnúsar Ólafs- sonar á Laugarbökkum í Ölfusi. Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenníng gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elexír hra. Mansfeld-Bulner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefur á. boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvör- unar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um, að líkja eptir einkennismiðan- um á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um lang- an tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt bann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og get- um því mælt með honum sem sannarlega lieilsu- s'ómum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þess- ar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkennismiða al- þekktrar vöru, til þess að þær gang'i út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Kvopper. Thom.as Stausholm. ' C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Kirk' Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Cristensen. Chr. Sörensen. N. B. Nielsen. N. E. N'órby. t— o3 s«U > CtJ a cö £ 0. 0' l.g CD bn o m ° u <1 M CO h 03 sce 3 rH O 3 03 Í3 3 S S ci -■ ?H ce £ cð —> Ph œ .+? cd </> ■ -4—» <f) sJ o E 03 <X> © ‘i—H M c3 # ■ rt ð § §=£ bc - .3 g S 'bD YÁ Ct “2 »o s tl.e' ■d: fl- C$ : tf) A '03 A'® íi 'P .ti & £ cc 'C8 _ s a ~ 03 £P> > 2 f gV a- 3 3 ;o S.c8 22 g 2 77 2, <d >o o s& 13 J * .3 i! í L' S ! I g3 g * 2 2 1 £ -4-s 3* ö rr? a *cð f-i ^«8 bo • .0 rO C, se ^ " „ „ " " «0 '+P'O o o o ___S gg A3 æ æ * — ;0 ® 3 •r—S > rt 00-M0000 bj)»2iD & æ-t3 M w t6 œ Q Ihh.h ¥í Cfl « Cfl Cfl 00 § ‘ro © -H—iHhhhhh»., QQ 03 ^03 ‘03 'Q} ‘03 '(J3 ‘03 ‘03 ‘03 Z £>>>>>> > S3S5SsðSrtH,i) c5cícícScScðcSc3cS,*3 oo/iajtcajæcoæizi^fl * u u u U U U u U 'ói g.H «frt bc OJD s s s s . - S S3 - sssflssass :© :© :© :© :© :© :© :© :© ss 0 33 .2.2.2.3.2.2.2.2 -2 s 'a bl) 6Íó Si bíj 51 5: bi) bl) be H p, SWFrtWfrtsðfrtW W Eigandi og ábyrgðarmaður; Þorleil'ur Jónsson, cand. phil. Slcrifstofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. Ouðmundsson. j c á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.