Þjóðólfur - 26.11.1886, Qupperneq 1
Kemur ftt á föstudags-
'ftorgna. Verö árg. 4 kr.
^wlendis 5 kr.). Borgist
fyrir 15. jftll.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn (skrifleg) bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
Reykjavík, tostudagiiiii 26. nóvemker 1886.
Nr. 52.
XXXVIII. árg.
Kaupendur Þjóðólfs, sem eiga eptir
að borga Jiennan árgang, eru vinsamlega beðn-
ú' að borga hann sem allra fyrst, og þeir, sem
em hjer í bænum eða nágrenninu, áður en næsta
Pðstskip fer.
Frá útlöndum.
Khöfn 6. nóv. 1886.
Búlgaría er það land, sem mest hef-
ur verið talað um í heiminum í allt
sumar, en eigi er þar allt búið enn,
og bágt að sjá fyrir endann, en útlit
fyrir, að það verði að hverfa undir á-
nauðarok Rússa. Það var fyrir rúss-
neskt fje, að uppreistin var gjör gegn
Alexander fursta, og það voru Rússar,
sem þar bljesu allt af að kolunum. Nú
þegar Alexander var farinn, sendu Rúss-
ar hershöfðingja einn, Kaulbars að nafni,
til Bulgaríu. í öndverðum október áttu
að fara fram almennar kosningar til
þings (Sobranjen) Búlgara, og það þing
átti svo að koma sjer saman við stór-
veldin um landstjóra. Kaulbars lýsti
því þegar yflr, að Rússar álitu kosn-
ingar ógildar, og mundu því aldrei við-
urkenna þingið, sem löglega kosið, en
hann ljet eigi þar við sitja, heldur gerði
hann það, sem þótti sæta þeim.fádæm-
um, er aldrei hafa heyrzt áður. Hann
útlendur maður, Rússi — og Rússar
ot'u líkt vinsælir í Búlgaríu og Bis-
Uiarck á Frakklandi — ferðaðist um
iand allt, og hjelt æsingaræður, og
reyndi til að tæla Búlgara til að hefja
uppreist gegn sinni eigin stjórn, —
stjórn, sem hið löglega þing hafði kos-
ið af sinum eigin löndum. En hver-
vetna var honum tekið mjög illa, og
úfangurinn af ferðinni því mjög lítill.
^vrópa liorfði liöggdofa á þessa ósvífni
en gerði ekkert. Kosningar fóru samt
fram, og gengu eins og nærri mátti'
£eta, stjórn Bolgara í vil. Rússland
8endi þá herskip til Varna. Þingið
^°ni saman 1. nóv. í Tirnova. Nú er
8agt, að Rússar búi sig af öllum mætti,
til að gera sitt síðasta meistarastykki
í öllu þessu máli, að taka Bulgaríu
herskildi. Líklega gera stórveldin eigi
annað en vera einliversstaðar nálægt,
til að reyna að ná líka í bita af krás-
inni1.
Spánn. Eins og jeg gat um sein-
ast gerðu tvær hermannadeildir í Mad-
rid uppreist. Einn af uppreistarmönn-
um var hinn nafnkunni hershöfðingi
Villacampa, hann var tekinn höndum
og dæmdur til dauða fyrir þetta tiltæki
sitt, einkum af því, að þetta varítrek-
að brot, en fyrir ákafar bænir dóttur
hans og milligöngu páfa, gaf drottning
honum líf. .
Frakkland. Freycinet hefur ferðazt
um land allt, og haldið tölur fyrir mönn-
um. Aðalefni þeirra og þar með geflð
mark og mið ráðaneytisins segirfrakk-
neskt blað eitt að sje: Friður við út-
lendar þjóðir og innbyrðis.
England. Eptir að frumvarpi Parn-
els var hrundið, hafa verið óeyrðir um
allt írland við og við, og er mælt, að
Salisbury ætli að beita nýjum þvingun-
armeðulum til að kúga þá. Parlament-
ið kemur saman í miðjum nóv.
Norcgur. Ógurlegt bankahrun hef-
ur orðið í Arendal, bankinn missti y(ir
miljón króna, bankastjórinn einn hafði
eytt af fjebankans um 700,000 kr. Var-
legra að liafa áreiðanlegan bankastjóra
og gott eptirlit.
Danmörk. Þingið var sett eins og
lög gera ráð fyrir mánudaginn 4. okt-
óher, eptir að prestur einn hafði liald-
ið áminningartölu yfir liöfðum ráðgjaf-
anna og hægri manna í Frúarkirkju.
(Vinstri menn mættu eigi). Estrup lagði
fram fjárlög 'fyrir næsta ár, og eptir
þeim verða útgjöldin 8J/2 miljón króna
meiri en tekjurnar. Tekjurnar eru alls
liðugar 53 miljónir, útgjöldin liðugar
1) En 10. ]>, m. vni' prins Valdemar kosinn
]>ar fursri, eu óvíst, hveín áraugur paö hefur
(sjá síðasta hl.).
62 miljónir, þar af eru 17(!) milljónir
eða nálega þriðjungur af öllum tekjun-
um ætlaðar til hermála einkum til að
víggirða Kaupmannahöfn, og þó standa
þeir svo kölluðu vitringar (de Sagkyn-
dige) þar beint hver á móti öðrum, þar
sem sumir segja, að það sje lífspursmál
fyrir Danmörk, að víggirða Kaupmanna-
höfn, en hinir, að sje það gert, þá sje
úti um Danmörk. Yms merkileg lög
hafa verið lögð fyrir þingið; stjórnin
hefur lagtfram „Konverteringslov“, sem
setur niður rentuna af konunglegum
skuldabrjefum úr 4°/0 til 31/,,0/,,; og lög
um veðlánabanka (hypothekbanka) fyrir
Danmörku. Þingmenn liafa komið fram
með lög um, að rifln sjeu niður húsin
gömlu í smágötunum í Höfn, og hyggð
aptur haganleg hýbýli fyrir verkamenn,
og ýms fleiri. Það virðist eptir því,
sem fram hefur komið, að fólksþingið
muni ræða þessi lög, og því að nokkru
hætta við hina svo nefndu „Visnepoli-
tik“; að minnsta kosti er talið víst, að
Konverteringslögin nái fram að ganga,
og ef til vill fleiri. Nellemann lagði
hráðahirgðalögin sin, alla halarófuna
fyrir landsþingið. — Svo sem kunnugt
er, hafa ýms bráðabirgðalög verið gef-
in út í Danmörku síðasta árið; kveðst
stjórnin gera það samkvæmt 25. gr. í
grundvallarlögunum. Menn hefur mjög
greint á um, livers kyns lög þetta væru
en þó einkum og sjer í lagi um, live-
nær þau missi gildi sitt. Um það hef-
ur öllum komið saman, að væru bráða-
birgðalög eigi samþykkt á ríkisdegi
þeim, er næstur er eptir, að þau liafi
verið gefin út, þá væru þau úr gildi
fallin við lok hans. Nú kom mál til
hæstarjettar nýlega um yfirtroðslu á
bráðahirgðahegningarlögunum 2. nóv.f.
á. Spurningin var þá sú, sem hæsti-
rjettur átti að skera úr: Eru lögin
enn þá gild? og hæstirjettur svaraði
skýrt já þau gilda. Eptir þessari úr-
H