Þjóðólfur - 26.11.1886, Síða 2
206
lausn geta þá bráðabirgðalög lifað að ei-
lífu, að minnsta kosti er mjög erfitt að
afnema þau, því að þessi lög höfðu ver-
ið lögð fyrir þingið af einum þing-
manni, og þau verið felld þar.
Hilleröd á, Sjálandi 4. nóv. 1886.
Tíðin er hjer hin ákjósanlegasta og
uppskeran varð allgóð, en verð á vör-
um bænda er fremur lágt. Atvinnu-
leysi meðal verkamanna er frámuna-
legt, svo að til stórvandræða horfir.
Yfir höfuð ákaflega mikil deyfð í verzl-
un og atvinnuvegum; ef ekki ræðst
fram úr því, lítur mjög illa út fyrir
almenningi, svo að það er' ekki ís-
land eitt, sem komizt hefur í því lík-
ar kröggur.
Skoðun Times á stjórnarbaráttu
íslendinga,
0* a
Eins og flestir lesendur Þjóðólfs munu
vita, er blaðið Times, sem kemur út í
Lundúnaborg, eitthvert hið stærsta og
mest metna blað í heimi. 29. sept. þ. á.
er í því ritstjórnargrein um stjórnar-
bótamál vort. í sama blaðinu er frjetta-
brjef frá einhverjum frjettaritara blaðs-
ins, sem segir frá afdrifum stjórnar-
skrárfrumvarpsins á þinginu í sumar
og áhuga Iandsmanna á því máli. Hann
segir og frá því, live hagur landsmanna
sje hörmulegur í öllum greinum o. s. frv.
og í niðurlagi brjefsins kvartar hann
um stakt dugleysi liinna æðri embætt-
ismanna landsins og áhugaleysi þeirra
á hagsmunum þess.
Á undan þessu frjettabrjefi stendur
áðurnefnd ritstjórnargrein, þar sem er
skýrt frá, hvernig stjórnarskipun ís-
lands er nú og hvað íslendingar fari
fram á. Þykir Times kröfur íslend-
inga í alla staði eðlilegar, en heldur
þó að þær fáist ekki uppfylltar með-
an hið núverandi ráðaneyti situr að
völdum í Danmörku. Það telur þó ó-
hyggilegt fyrir íslendinga að grípa til
nokkurra ólöglegra ráða, því að báð-
ir málspartar mundu hafa illt af því.
„Danmörk mundi baka sjer hörmlegt
hatur með því að beita nokkurri kúg-
un og ofríki gegn lítilli, en mjög ept-
irtektaverðri (interesting) þjóð, en hins
vegar mundi vopnuð mótstaða frá hálfu
íslendinga hafa svo mikið tjón í för
með sjer, að þeir biðu þess ekki bæt-
ur, og það enda þótt þeir bæru hærra
hlut“.
Um hin einstöku atriði stjórnardeil-
unnar má að vísu koma fram með ým-
is konar skoðanir, en þó verður ekki
kröfum íslendinga um sjálfstjórn jafn-
að saman við kröfur íra, því að Keykja-
vík er 1200 mílur frá Danmörku. Verzl-
unarviðskipti milli íslands og Danmerk-
úr eru hvorki mikil nje hlýleg. Verzl-
unin við Skotland er að líkindum miklu
ábatasamari en verzlunin við Dan-
mörku. Það er engin ytri hætta fyrir
Danmörk að veita íslendingum það er
þeir krefjast. Það mundi vera torvelt
fyrir Dani að segja, hvað’ þeir mundu
missa við það, nema ef það skyldi vera
hinn lítilsverði rjetfur til að veita fá-
ein mögur embætti. Þetta æt-ti stór-
um að geta stuðlað að málamiðlun.
Stjórnin hefur allt af synjað staðfest-
ingar á fleiri og færri lögum frá al-
þingi. Ef ráðgjafinn fyrir íslandi hefði
notað neitunarvaldið með jafnmikilli
gætni eins og t. a. m. nýlenduráðgjafi
Englendinga, mnndu íslendingar valla
hafa komið fram með kröfur um sjálf-
stjórn. Það er alkunnugt að liagur
landsins er hinn bágasti og að það er
brýn nauðsyn á mörgum umbótum í
því efni frá löggjafarvaldsins hálfu, en
stjórnin í Danmörku er ásökuð fyrir,
að synja staðfestingar á þeim lagafrum-
vörpum, sem hafa komið frá alþingi í
þá átt, og það geri hún af öfund, eig-
ingirni, eða blátt áfram af fávizku og
skeytingarleysi. í stjórnardeilum er
að vísu ekki ævinnlega hægt að
reiða sig á almenningsálitið, enalltfyr-
ir það má þó fullyrða eptir þjóðar ein-
kennum íslendinga, að fulltrúar þeirra
hafa að minnsta kosti eins vel vit á,
hvað landinu er fyrir beztu, eins og
maður, sem situr við skrifborð sitt í
1200 mílna fjarlægð frá landinu. —
Það er ómögulegt að neita því, að svo
lítur út, sem Danmerkur stjórn sje
gjarnt að vekja óvild og tortryggni
gegn sjer hjá þeim þjóðum, sem eru
undir hana gefnar. Danir og konung-
ar þeirra hafa sorglega reynslu við að
styðjast í því efni frá Hertogadæmun-
um. Þeir ættu að vara sig á að láta
sjer verða sama skyssan á aptur, og
gæta þess að gera íslendinga ekki frá-
hverfa Danmörku fyrir fullt og allt.
Það er sannlega eptirtektavert, að
Times — heimsblaðið — skuli fara
þessum orðum um stjórnarmál vort. Aðal-
atriðin úr grein þessari voru tekin upp í
hið danska vinstri manna blað Politik-
ina 2. okt. — Dagblaðið danska 22.
okt. kom með ritstjórnargrein móti
greininni í Times. Dagblaðið er eins
og menn vita liægri manna blað og
mjög handgengið stjórninni, og má svo
að orði kveða að það, sem það segir
um stjórnarmál, sjeu orð dönsku stjórn-
arinnar, G-rein þessi er að sumu leyti
næsta einkennileg. Auðvitað reynir
hún að bera í bætifláka fyrir stjórn-
inni og sýna fram á, að ástæðulaust
sje fyrir íslendinga að koma fram með
þessar stjórnarbótarkröfur. Að því er
lagasynjanir snertir og önnur úrslit ís-
lenzkra mála hjá ráðgjafanum, slengir
blaðið skuldinni á landshöfðingja, því
það segir meðal annars, að ráðgjafinn
fyrir íslandi fari eptir skýrslum og til-
lögum landshöfðingja í öllum' málum,
þar sem þekking á staðháttum hafi
nokkra þýðingu, með öðrum orðum, í
sjerstökum málum landsins, enda hafi
í lagasynjunum t. a. m. synjun á lög-
um um lagaskóla og afnám amtmanna-
embættanna o. s. frv. verið farið eptir
tillögum landshöfðingja. — Samkvæmt
þessu eru þá landshöfðingja að kenna,
er íslenzk mál.fá önnur úrslit hjá ráð-
gjafanum, en þau, sem landsmenn óska,
og getur landshöfðingi ekki skotið skuld-
inni á ráðgjafann í því efni. En þetta
er aptur sterk ástæða fyrir stjórnbóta-
kröfum voruin, því að livað á þetta
flakk málanna til Danmerkur að þýða,
úr því að tillögur landshöfðingja ráða
næstum eða eingöngu úrslitum þeirra,
— landshöfðingja, sem kalla má á-
byrgðarlausan.