Þjóðólfur - 27.11.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.11.1886, Blaðsíða 1
Aukablað við Þjóðólf. 27. nóvember 1886. Sálmabókin nýja. (Aðsent). egar gamli Grallarinn var lagður fyrir óðal og „evangelisk- kristilega" sálmabókin kom tt um aldamótin, þá mættu þau umskifti talsverðri mótspyrnu. Það var að vonum. Hin „evangel- isk-kristilega“ var ávöxtur nýs tíðaranda, tíðaranda kaldrar skyn- semistrúar, sem borinn var fram af manni, er vildi knýja fram nýjar skoðanir, er lítinn eða engan fót áttu hjá þjóðinni, þótt sá maður væri að öðru leyti gáfumaður og merkismaður í mörgum gfeinum. — Trúmennirnir og skáldin risu J>ví upp gegn sálmabók- ar-nýjung Magnúsar Stephensens. Trúmennirnir bneyksluðust á hinni nýju skynsemistrti, sem hafði t. d. útbygt djöflinum algjör- lega, og drottni víða,1 úr sálma-söngnum. Skáldin lineyksluðust á breytingum Magnúsar á sálmum Jieirra, sem gjörðar vóru af betri vilja en mætti. En það var heldur ekki einstætt fyrir oss íslend- ingum, Jrótt J>essi sálmabók yrði rýr og mögur í skáldlegu tilliti og bæri vott tíðarandans að J>ví, er trúna snerti. Sama markinu voru brendar flestar J>ær sálmabækur, er út komu um aldamótin. OgJ)ótt sumt væri ýkt og ekki á fullum rökum bygt, sem fundið var að Þeirri sálmabók, J>á voru J>ó aðfinningarnar yíir höfuð á rökum bygðar og orsakirnar til, að J>ær komu fram,láguí frágangi sjálfr- ar bókarinnar. Þegar sálmabókin 1871 kom út, sem leysti af hólmi ina „evan- gelisk-kristilegu“, J)á sætti hún talsverðum aðiinningum, en eigi var Þð svo freklega í tekið árinni, að vakin væri mótspyrna móti inn- leiðslu hennar. Það voru pá einkum tveir menn, er fundu að peirri útgáfu; aniiar var einn úr nefndinni, sem hafði búið liana undir, og fann að pví, sem von var, að talsverðar breytingar höfðu gjörðar verið að fornspurðri sjálfri nefndinni við 1. versið í ýmsum sálmum. Hinn, sem að fann, var skáldið séra Björn Halldórsson; fann liann mest að braglýtum á sálmum og fleiru, er honum þótti áfátt í skáld- skaparlegu eða fegurðarlegu tilliti. En als eigi fráhvetja J>essir oienn aljiýðu að innleiða bókinaístað hinnar eldri. Allir könnuðust J>egj- andi við, að það var rétt, sem Pétur biskup sagði („Þjóðólfur" XXIV. bls. 112.) „að þessi nýja sálmabóh er langt um auðugri að gððum sálmum og fullnœgir betur andlegum þörfum safnaðanna, en hinar fyrri sálmabœlcur vorar“. Nú er ný sálmabók enn útkomin, sem hin svokallaða „sjö-skálda- hefnd“ hefur unnið að, en í henni voru }>eir: séra Björn Halldórs- Son (t)i séra Helgi Hálfdánarson, séra Matth. Jochumson, séra TVill í Viðvík, séra Stef. Thorarensen, Steingr. Thorsteinsson og séra Valdimar Briem. Þótt lýst befði verið með loganda ljósi um alt þetta land, Jtá hefði víst orðið torvelt að velja betur en Jietta 1 sjö manna nefnd til að búa út nýja sálmabók. Það blandast varla heinum hugur um. Og að nefndin hafi leyst verk sitt svo vel af bendi, að vonir J>ær, sem menn báru til hennar, hafi eigi brugðizt, ®eldur ræzt að fullu, J>að mun yfir höfuð óhættað fullyrða; og }>að ekki lítið lof með J>ví sagt um verk nefndarinnar, J>ví að menn Sjörðu sér miklar vonir og góðar um starf hennar. Ég skal J>ó 1) „En þú af sálmum uppstöppuð ei greinir neinn sé fjandi“ ^ar um hana kveðið. Þótt drottni væri eigi alveg út bygt, þá var Po feit fir drottins nafn og annað sett í staðinn, sem algyðis- •6®ía var, t. d. „Guð alvaldur11 breytt í „heimsins stýrir“; „drottins“ reytt í „himinsins“ o. s. frv. taka það fram, að ég get ekki bygt þetta álit mitt á lestri allrar bókarinnar spjalda milli, en ég hef lesið meiri hluta þeirra sálma, sem nýir eru í henni og eigi kunnir úr eldri sálmabókum eða söfn- um, og verð ég að segja það, að við þessa bók eiga einmitt orð þau, er ég vitnaði áðan til eftir Pétur biskup ; hún er langt um „auðugri af góðum sálmum, og fullnægir“ samjafnaðarlaust svo miklu „betur andlegnm þörfum safnaðanna, en hinar fyrri sálma- bækur vorar“. Þðtt aldrei hefði verið neitt annað nýtt í þessari nýju sálmabók, en sálmar séra Valdimars Briems, þá eru þeir einir ærið nóg til að gjöra hana að þeim gimsteini, sem enginn kristinn íslendingur mundi vilja án vera að eiga, þá er hann hefir lesið þá. ísland hefir, því miður, verið sárfátækt af andríkum sálmaskáldum; sálmabullara hefir það átt nóga. Séra Valdimar er sannarlegt sálmaskáld — vort langmesta (að ég ekki segi eina) sálma-sfórskáld síðan Hallgrímr Pétursson leið; ég þori að fullyrða, að hjá hvaða þjóð sem séra Valdimar hefði verið, hefði hann verið talinn einn af hin- um helztu sálmaskáldum hennar. Eyrir sakir sálma séra Valdimars einna saman, þótt ekkert hefði verið henni annað til ágætis, væri útkoma þessarar nýju sálmahókar merkisatburður, sem aldrei fyrnist, í íslenzkum bókmentum, svo lengi sem íslenzk tunga verður töluð. Sálmar séra Bjarnar og Steingr. Thorsteinssonar eru ekki margir, en sumir afbragð (ég vil t. d. sérstakl. leyfa mér að benda á sálm Steingr. Nr. 619., þingsetningar-sálminn: „Þú, guð, ríkir hátt yfir hverfleikans straum“). Sálma-þýðingar séra Helga eru yfir höfuð hinar beztu sálmaþýðingar, sem vér eigum á voru máli, og takaþær jafnaðarlega fram hinum frumkveðnu sálmum lians, sem allir eru þó vel kveðnir, og sumir ljómandi fallegir (t. d. að nefna meðal margra annara: Nr. 93, 258, 261, 342). Og hvað þarf að telja upp alla fagra nýja sálma í bókinni. Sálmar séra Matthíasar, séra Stefáns Thorarensens og séra Páls Jónssonar þarf ekki sérstaklega að nefna. Þessir menn hafa sýnt það með sálmum sínum, að þeir yrkja sálma af andagift, en yrkja engar andlausar hugvekju-rímur, sem alt of mikið er til af i sálmakveðskap vorum, og meðal annars í eldri sálmahókum vorum báðum. Breytingar á eldri sálmum eru gjörðar með mestu varfærni, sumstaðar jafnvel með ofmikilli var- færni; þær eru hvervetna til bóta, það ég hef var við orðið. Sálm- um og versum Hallgríms Péturssonar hefir nefndin eigi hreyft við. Hve þýðingarmikill atburður útkoma þessarar merkilegu bókar sé fyrir kirkjulif íslands, að þvi hefir Jitillega verið vikiðhérað framan; með henni rennur upp ný öld i sálma-bókmentum vorum. Eg fæ ekki bundizt þess að færa hér til nokkuð af ummælum eins af vorum andríkustu og beztu prestum, séra Jóns Bjarnason- ar í Ameríku, um þessa nýju sálmabók. Hann gjörir hana að um- talsefni í kirkjublaðinu „Sameiningin“, sem hann gefur út (Nr. 7. og 8.), og segir meðal annars svo: „Það virtist mega draga þá á- lyktun af þessu [af mótspyrnu kirkjustjórnarinnar gegn nýjum lífs- hreifingum]: kirkjan íslenska, eða að minnsta kosti stjórn hennar, þolir enga breyting; hún á eigi að svo stöddu annars úrkosti, heldur en að halda sér uppi í sama steingjörvings-forminu sem áður. — En nú kemur sálmabólcin nýja og. talar stórum á móti þessu. — Það er ný sálmabók í eiginlegri orðsins merking. Það er mikið og gott verk, sem langt tekur fram 'óllum þeim sálmabók- um, sem hin íslenzka kirkja áður hefir eignazt11. -— Um séra Helga Hálfdánarson segir séra Jón, að hann sé „meistari í þvi að velja titlenda sálma og koma þeim i laglegan íslenzkan búning handa kirkju þjóðar vorrar“. — Enn fremur: „Hinir lúthersku sálmar eru yfir höfuð miklu dýpri og hátiðlegri en kirkjuljóð reformeruðu deildanna. Öldungis eins kirkjusöngurinn lútherski eða sálma-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.