Þjóðólfur - 27.11.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.11.1886, Blaðsíða 3
3 frægur“ ’þýði ? ætla það sé: frægur um alla hnetti alheimsins?! Orðið hefir haft þessa merking [jörð] i fornöld og hefir hana enn í dag, og hefir ávalt liaft hana. Hvernig hyrjar þetta vers, sem hér er um að ræða, í gömlu þýðingunni í grallaranum? Það hyrj- ar svo: „Þðtt væri af djöflum veröld full“. Það er Lfither gamli, sem kemst svona ókristilega að orði; það er hann sem á þessa l'áðningu hjá trfiarmanninum og smekkmanninum séra Styrbirni. Svona hafa þá viðtökur bókarinnar verið í hlöðunum. Þau blöðin, sem um efni bókarinnar hafa talað, hafa öll lokið á hana einróma lofsorði langt frarn gfir allar eldri sálmabækur íslenzkar. Séra Styrbjörn einn hefir reynt að níða bókina, en á þann hátt, að öllum er auðsætt, af hverjum toga grein hans er spunnin. Alþýða hefir mér vitanlega tekið hókinni mæta-vel, svo að þótt Reykjavík gengi ekki á undan með góðu eftirdæmi, mun bókin þó allvíðast vera innleidd í söfnuðunum. Hvað ytri frágang snertir, er bókin vönduð; vel prentuð með skýru letri, hending i línu; pappírinn er ekki þykkur, þó fult svo þykkur sem i eldri sálmabókinni, en sterlcur, ágætlega hvitur, slétt- ur og jafn í gerð. Bandið er ið langvandaðasta, sem hér hefir nokkru sinni sézt á sálmabókum, hæði fallegt og sterkt. í ó- vandaðasta léreftsbandinu á þessari bók er miklu sterkara, vand- aðra og dýrara léreft, en í vandaðasta léreftshandinu, sem eldri hókin var seld í. Innfestingin einnig sterk og staðgóð á því, sem ég hefi séð, en það eru hækur frá útgefandanum sjálfum. Auðvitað getur hann ekki borið ábyrgð á, hvernig bandið kann að vera á bókum, sem keyptar hafa verið í materiu og aðrir bundið. Spássí- ur eru auðvitað ekki mjög stórar, en þó talsvert stærri en á 2. fitgáfu gömlu sálmahókarinnar, sem landssjóður gaf út 1875. Greinarnar í „Suðra“ um verðið á bókinni sneiði ég hjá að minnast á. Þær hera með sér sjálfar, af hverjum toga- þær eru spunnar, eins og Styrbjarnar-greinin. Það er varla nokkur mað- ur, sem veit af því, að það korrar enn þá í kverku m Suðra; fáir geta séð þessi milli 4 og 5 hundruð exemplör, sem prentuð eru af honum; enn færri lesa hann, þótt þeim sé sendur hann óbeðið sum- um; en enginn, als enginn trúir því sem í Suðra stendur — jiví er nfi einu sinni svo varið — ekki einu sinni sjálfur ritstjórinn. En finni útgefandi nýju sálmabókarinnar nokkra þörf á, að hrekja það, sem Suðri segil' um verðið, þá er hann miklu betur fær til þess en ég. Aðaltilgangur minn með grein þessari var, áð tala um innra gildi bókarinnar og vekja athygli alþýðu á því, og jafnframt að henda á, hvernig stendur á þessum tveimur einstæðu, hjáróma röddum, sem reynt hafa að spilla hylli hókarinnar hjá al- þýðu. Svar til ^Suðra”. Trfiarhetjan og sannleikspostulinn Gestur Pálsson hefir sezt á íökstól í „Suðra“ til að dæma nýju- sálmabókína „óalandi, óferjandi, óráðandi öllum bjargráðum". „Eldri sálmabókin hefir um langan aldur þótt vel viðunandi og góð til sálarheilla“, segir guðsmaður- mn; eldri sálmabókin er nfi ekki nema 15 ára gömul; af þessum 15 árum varði Gestur 7 árum til þess að lesa guðfræði; en eftir „langan aldur“ (7 fir) komst hann að þeirri niðurstöðu í guðfræð- iinii, að jiað væri enginn guð til, og væri hann til, vildi hann fGestur) helzt geta fyrirkomið honum “; þetta hafa vitni borið fyr- ir rétti unilir eiðs tilboð. Hinn annar árangur af guðfræðislegum bugleiðingum Gests er nfi sá, að hann hefir komizt að þeirri niður- stöðu, að gamla sálmabókin væri „vel viðunandi og góð til sálar- *ioilla“. Honum þykir alveg ósýnt, að nýja sálmabókin sé neítt betri. Það væri hart ef almenningur, sem heíir svo margrekið s’g á áreiðanleik, sannsögli og ráðvendni Gests, tryði honum ekki tíl þessa. Hvorki neinn fir sálmabókarnefndinni, né heldur neinn þeim, sem lokið hafa lofsorði á nýju sálmabókina (svo sem með- al annara séra Hallgrímur og séra Jón Bjarnason) hafa getað gef- ið sjálfum sér það vottorð, að þeir væru „langfærastir allra nfilif- andi íslendinga", eins og Suðri sagði um sjálfan ritsjóra sinn Gest Pálsson hérna um árið. Er þá ekki auðsætt, að Gesti er miklu betur tiltrfiandi að hafa vit á, hvað Islendingum er boðlegt, held- ur en þessir menn. Svo er líka auðsætt, hvorir sainvizkusamari eru i verkum sínum. Gestur les guðfræði í 7 ár samfleytt, og alls munu nfi vera 11 ár síðan hann byrjaði það nám, en svo er hann vandur við sjálfan sig, að eigi hefur hann enn viljað leggja sig undir próf í henni. En allir þessir guðfræðingar sem að sálmabók- inni standa, fyrirurðu sig ekki að ganga undir próf eftir fárra ára nám með beztu vitnisburðum. Nei, hvernig á þeim að vera til trú- andi að þekkja hvað miðar „til sálarheilla11 á við Gest? Og svo eigin hagsmunirnir. Sálmabókarnefndin bað þingið að þóknast sér fyrir starfa sinn, en þingið neitaði því. Landssjóður hefur aldrei greitt nefndinni eyris þóknun fyrir starfa hennar,1 heldur vísaði þingið nefndinni til þess, að hfin ætti handritið, og gæti látið það borga sér ómak sitt. Er þá ekki auðsætt, að þegar nefndin átti alla endnrgjalds- von starfa sins undir því, hvernig handrit hennar seldist, þá hafði nefndin mestu eigingirnishvöt til að — vanda illa verlt sitt? Er ekki svo ? — En að Gesti hinsvegar gangi ekkert annað til þess, sem hann segir um bókina, en sannleiksást, trfiarvandlæting, umhyggja fyrir almenningi og einskær ráðvendi, ura það þarf eng- inn að efast; og ef nokkur værj svo djarfur, þá væri nóg til að hrekja hann, að benda á, að Gestur er hér í einu og öllu samdóma óflekkaða dánumanninum Kristjáni Þorgrímssyni ogfylgismaðurhans að öllu, og þarf þá engra vitna framar við um hreinleik hvata hans. Það sem Gestur hinn guðfróði segir um verðið á sálmabókinni er þar á móti miður áreiðanlegt, og er það ekki tiltökumál, þótt trfiarhetjan, sem jafnan mun vera með liuga og sál í hæðunum, sé ekki heima í því, sem lýtur að þessu „heimsins auma dupti“, mammon. Gesti þykir sálmabókin dýr, og heldur að hfin hefði orðið ó- dýrari ef landsjóður hefði gefið hana fit. — Ég skal nfi sýna ljós- lega fram á, hvort nýja bókin er dýrari hjá mér eftir stærð, en hin eldri var hjá landssjóði, eða hvort lifin er dýrari en hækur, sem landsjóður hlutast til um útgáfu á eða styrkir. Eldri bókin (miðbókin) var á stærð 24 arkir, hver þó minni en arkirnar i þessari nýju. — 1. útgáfa sálmab. 1871 kostaði 88 skild., þ. e. 1 kr. 84 aur., í materíu; þessa bók, sem er 302/3 arkir, eða Vb stærri en hin, hef ég selt á 2 kr. í materíu, eða einum 16 aurum meira, en sálmabókin 1871 kostaði; og þar sem hfin er 62/s örkum stærri, þá kostar hver örk af þeim 62/3 sem fram yfir eru ekki fulla aur., ef hinar fyrstu 24 arkir eru taldar jafndýrar í báðum. Eða með öðrum orðum : í sálmabókinni 1871 kostaði örk- in 72/s aur., en i hinni nýju sálmabók rúma 6 aura. — Hvort er dýrara? Og hina eldri gaf landssjóður þó út i sinni eigin prent- smiðju og hafði fengið handritið ókeypis. Síðari útgáfurnar þrjár af sálmabókinui frá 1871, sem eru i sama eða liku broti, sem þessi nýja sálmabók, voru og 24 arkir að stærð, og voru seldar í útlendu shirtingsbandi, sem var ósterk- ara og miður vandað en mitt shirtingsband,2 á 3 kr.; ég sel hina nýju i sams konar bandi 3 kr. 75 aur. Hvort er nfi dýrara: 24 arka bók i samskonar bandi á 3 kr. eða 30 arka bók á 3 kr. 75 au.? Hvað kostar örkin i hvorri bókinni innbundinni ? 24)3,00 30)3,75 12Vb 12V« Það er: örkin kostaði alveg jafnt (12'/2 au.) í eldri bókinni sem i nýju bókinni. 1 engri af þessum eldri fitgáfum er betri pappír né stærri spássiur en i hinni nýju; í einni (útg. 1875) er pappir verri, spássiur minni. í 'óllum eldri sálmabókum er pappirinn ósterkari; þykt og sterkleiki pappirs er sitt hvað, sem sjá má af þessu vott- 1) Landshöfðingi veitti einu sinni litla upphæð til að horga ferðakostnað þeirra meðlima nefndarinnar, sem ekki bjuggu í Reykja- vik. En það var engin borgun fyrir starfa nefndarinnar. 2) Sjálft léreftið í bandinu (shirtingin) var óvandaðri (bómull- ar-léreft) en efni það, er ég hef til bands, sem er hör-lérept. 1) Bæði fornt orð og nýtt.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.