Þjóðólfur - 27.11.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.11.1886, Blaðsíða 4
4 orði frá hr. Sigmundi Guðmundssyni, er héf á landi mun hafa manna bezt vit á pappír: „Það er álit mitt um pappírinn í nýjustu sálmahókinni, að hann sé af þeirri hentugustu tegund sem hægt var að fá af almennum prentpappír, pví hann er sléttur, samlitur og vel sterkur. og þó ekki svo þykkur, að hann gjöri hókina til lýta þykka, og er það því aðþakka, hvað pappirinn er vel pressaður og gljáður. Reykjavík, 15. nóv. 1886. Sigmundur Guðmundsson“. Svo það sjáist að ég segi rétt frá eldri bókinni, set ég hér vottorð frá hr. bóksala Sigurði Kristjánssyni, sem átti hálft upp- lagið af 3 útg. (1882) móti Einari Þórðarsyni: „Ég undirskrifaður, sem var eigandi að hálfu upplagi næst siðustu „útgáfu sálmáhókarinnar (3 útg. 1882), skal með ánægju votta, að „hún var seld á 3 kr. í shirtingsbandi, sem að minnsta kosti var „hvorki vandaðra né sterkara, en það lérefts-band, sem hin nýja „sálmabók nú er seld í. Reykjavík, 23. nóvbr. 1886. Sigurður Kristjánssoníl. Þegar það er nú sýnt og sannað, að landssjóður, hvort heldur liann gaf sjálfur út gömlu sálmabókina eða gaf öðrum útgáfurétt- inn, seldi sina bók ýmist dýrara og ýmist með sama verði og ég sel hina nýju, sem ég hef lieypt forlagsrétt að, þá er það sannað, að ég er sanngjarnari i sölunni en landssjóður hefir verið. Þetta vona ég að sé óhrekjanlegur sannleiki, sem hver maður getursann- fært sig um, er kann að reikna. Og auk þess er þó ekki hér tekið tillit til þess, að prentun, eins og öll önnur verkalaun, er orðin talsvert dýrari nú, en 1871, eins og vitanlegt er, og að peningar eru fallnir í verði um fullan sjöttung, svo að hverjar 10 kr. þá jafngilda 12 kr. nú. Ef verð sálmabókarinnar er borið saman við verð bóka, sem landssjóður gefur mönnum peninga til að gefa út, þá mun og sjást hvort hún er dýrt seld eða ódýrt í samanburði við þær. Kristján 0. Þorgrímsson gaf út í sumar „kennslubók handa yfirsetukonum11, sem menn eru þvingaðir til að kaupa. Landssjóðr borgaði honum meir en prentunarkostnaðrinn nam, svo að ekki þurfti hann einu sinni að borga myndirnar til fulls (en þær kost- uðu einar 100 kr.), og amtmaður kaupir af honum fyrir almanna fé 50 eintök, sem borga langt til pappirinn i upplagið ; handrit og prófarkalestur fær liann ókeypis; með öðrum orðum: hann fær allt upplagið sem næst ókeypis upp í hendurnar (þó að ég ráðgjöri að hann borgi pappírssalanum í Skotlandi pappirinn). Hvað selur liann svo þessa 22 arka bók? 3 kr., eða 137/u au. örkina í bókinni óbundinni. Sami útgefandi gaf út Wimmers Málmyndalýsing, 6arkakver, sem landssjóður gefur honum 20 kr. styrk til fyrir hverja örk. Hann selur hana 1 kr. 25 au., eða 20r’/„ au. örkina i henni óbund- inni. — Eru þessar bækur ódýrari en sálmabókin? Af öllum þessum samanburði er ljóst, að ég sel sálmabókina með mjög vægu verði í samanburði við aðrar bækur, enda þær, sem veittur hefir verið styrkur til að gefa út, eða liandritið hefir fengist ókeypis að, og að ég livorki hefi notað mér né sálmabókar- nefndin, að landsstjórnin hefir ekkert hlutazt til um það, hvaða verði bókin skyldi seljast. Þar á móti hefir landsstjórninni líklega gleymzt að setja hófleg takmörk á verð ofannefndra bóka og fleiri bóka, sem gefnar hafa verið út með töluverðum landssjóðsstyrk. Gestur Pálsson reiknar, að af nýrri sálmabók seljist hér á landi fyrsta árið 30,000, og síðan 3000 árlega. Eldri sálmabókin kom út fyrsta sinni 1871. Hún er prentuð 4 sinnum, samtals 7400 eintök, og er nokkuð af þeim óselt enn, eftir 15 ár. Af sálmabók hefir því reynslan sýnt að seljast ekki nema milli 4 og 500 um árið. En eftir reikningi G. hefði átt að selj- ast af henni 30000 + 14X3000, það er 72000 á 15 árum í stað 7200, sem hafa selzt (um 200 munu óseld). Máltækið segir: „Fáir ljúga nema helmingnum“. Gestur hinn guðfróði tífaldar. Ef áætlanir Gests um endurborganir sínar hafa alltaf verið jafnáreiðanlegar og þetta, þegar hann var að taka lán, þá kynjar mig ekki þó hann spilaði fallít. Alt er honum nú vitaskuld vel gefið, og áreiðanlegur er hann eins og allir vita í öllu ; en — skyldu þó ekki hans sérstaklegu yfirburðír yfir „alla aðra núlifandi íslendinga“ liggja öllu fremur í einhverju 'óðru, en áreiðanleika i áætlunum, sem að peningaefnum lúta? Reykjavík, 27. nóv. 1886. Sigfús Eymundsson. TIL VESTURFARA. Nú með póstskipinu kom hingað til lands aptur hr. Baldvin L. Baldvinsson, sem í fyrravetur kom hér upp og fylgdi vesturförum Allan-línunnar vestur i sumar er leið. Canadastjórn heflrnúsent hann hingað á ný til að leiðbeina vesturförum, sem á komanda sumri taka sér far með Allan-línunni. Yesturfarar geta því seð, að Allan-línan enn sem fyrri lieldur loforð þau, sem hún gefur vesturförum. Herra B. L. Baldvinsson er svo góðkunnur, að ég þykist ekki þurfa að mæla margt með honum, enda hafa vesturfarar þeir, se® hann fylgdi í sumar, sent mér hið mesta lofsorð um frammistöð11 hans í öllum greinum. Hann ferðast nú hér í vetur norður og austur um land; fer héðan 8. janúar n. á. norður á leið. M+ hann gefa öllum, sem þess æskja, allar þær upplýsingar og leið' beiningar, sem honum er frekast unt. Hvað fargjaldið snertir næsta ár, get ég það eitt sagt enn sem komið er, að það verður ekki hærra en það var i sumar setu leið, en ef til vill lægra. Er það mest komið undir því, að þeir sem ætla að fara vestur, skrifi sig nú svo timanlega hjá mér eða umboðsmönnnm mínum, að skrár yflr þá ásamt innskriptargjaldt þeirra verði komnav í mfnar liendur ekki síðar en með marz- póstum í vor. Verði nógu margir innskrifaðir um það leyti, sendir Allan-línan skip hingað á komanda sumri, sem tekur vesturfarana og flytur þá beina ieið til Ameríku héðan. Engin lína hefir hingað til flutt vesturfara fyrir lægra verð en Allan-línan, né heldur gjört sér meira ómak fyrir allri umönn- un á þeim, bæði með túlka, peningaskipti og annað, — enda mun engin önnur lína, þrátt fyrir ginnileg loforð og tilraunir, reynast betrí að efndunuin en Alian-iínan, né flytja menn með ódýrari eða betri kjörum en hún. Reykjavík, 27. nóvember 1886. Sigfús Eymundsson, á tflutningsstj óri AUan-lmunnar. Hjá Sigíúsi Eymuncissyni fást þessar bækur : Nýja siílinabókin, i ýmiskonar bandi, ódýru og dýrara, öll" sterku og vönduðu, á kr. 3,75, 4,00, 4,50, 5,00, 6,00, 7,00 og 7,50. Róbínson Krúsóe með myndum, ágæt þýðing eptir Stgr. Thor- steinsson, í bandi á kr. 1,25, 1,30 og 1,50. Enskunámsbók Jóns Ólafssonar heft á 1 kr., fæst í næsta mán- uði bundin á 1 kr. 25 a. Kennslubók í ensku eptir Halldór Briem, innbundin á 2 kr. 35 a. (fæst i næsta mánuði). BÚNAÐARRITIÐ hefl ég áformað að gefa út á næsta vori. Þeir, sem hafa í hyggju að gjörast kaupendur að þvi, en sem enn hafa eigi gjörzt áskrif- endur, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna mér það fyrir lok næst- komandi inarzmánaðar. Reykjavík, 27. nóvember 1886. Hermann Jónasson. FJALLKONAN, lang-ódýrasta blað á landinu, kemur út á næsta ári, 1887, þris- var í hverjum mánuði, eða 36 blöð um árið, og verður því þriðj- ungi stœrri en áður. Verð blaðsins verður samt liið sama og áð- ur, aðeins tvær krónur árgangurinn. Frá nýári 1887 færir blaðið myndir af ýmsum merkum mönnum vorra tima, að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Nýir kaupendur eru beðnir að gefa sig fram sem allra fyrst. Reykjavík, 27. nóvember 1886. Valdimar Asmundarson, útgefandi og ritstjðri. ÞJÓÐÓLFUR. Árið 1885 komu út að eins 50 nr. afÞjóðólfi. Þetta yfirstand- andi ár koma út 57 nr. að minnsta kosti, svo að þetta ár hefut hann verið stækkaður uxn 7 blöð. Ekkert blað á íslandi kemur svo opt út. Næsta ár mun hann heldur stækka en hitt Auk þess er helmingur hvers blaðs með smáu letri, en önnur blöð hafa mestmegnis stórt letur, svo að Þjóðólfur er leturdrýgri eú nokkurt annað blað á íslandi, og því að öllu samanlögðu stærsta blað landsins. En því stærri sem blöð eru, því meira gagn geta þau gjört. Vegna uúmerafjöldans og leturdrýgindanna er Þjóðólf" ur einnig tiltölulega ódýrasta blað landsins. — Nýir kaupendur a_ð næsta árg. Þjóðólfs fá ókeypis það, sem eptir er afþessum árgangi) og öll ferðabrjefin frá Svíþjóð. Nýir kaupendur að Þjóðólíi eru beðn- ir að gefa sig f'ram sem fyrst til ritstjóra Þorleifs Jónssonar. Prentað 1 prentsmiðju Sigm. Guðmundssonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.