Þjóðólfur - 24.12.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.12.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgua. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15.júlí. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjayík, föstudaginn 24. desemlber 1886. Um laganám mitt. —:0:— (Niðurl. Til þess að rannsaka Krist- innrjett Árna biskups og kirkjulögin, hef jeg þetta ár varið öllum tíma mín- um; jeg heí kynnt mjer allt á hand- ritasöfnum, bæði hjer á landi og í Khöfn (Landsbókasafninu, Safni Jóns Sigurðs- sonar, Biskupssafninuog Landsskjalasafn- inu, Safni Árna Magnússonar, Háskóla- saíninu, Thottssafni, Kallssafni, Safni konungs og Bókmenntafjelagssafninu), sem jeg gat búizt við að gæti veitt mjer upplýsingar um þetta efni. Jeg hef rann sakað óprentuð rit Guðbrands, Odds Einarssonar, Jóns Árnasonar og Finns Jónssonar biskupa, Jóns Daðasonar, Jóns Halldórssonar og Vigfúsar Jóns- sonar presta, Björns á Skarðsá, Bárð- ar Gíslasonar, Sveins lögmanns Sölfa- sonar, Björns lögmanns Markússonar og sýslumannanna Porsteins Magnússonar, Halldórs Einarssonar, Magnúsar Jóns- sonar, Jóns Magnússonar, Magnúsar Ketilssonar og Jóns Jakobssonar o. fl.; auk þeirra rita, sem prentuð eru. Jeg hef enn fremur rannsakað lagahandrit, brjefabækur og dómabækur, eignar- skjöl, testament, gjafabrjef, arfsalsbrjef, klerkadóma ogleikmannadóma, úrskurði eptir biskupa, officiales, prófasta, lög- öienn, konungsbrjef o. s. frv. Mestur fiminn hefur aðvitað gengið til þess, að leita og grafa þetta upp; jeg skal þann- ig geta þess, að það er ekkert fljótlegt verk að rannsaka 77 pakka með brjefa- afskriptir í safni Árna Magnússonar, en jeg hef þó skrifað eða látið skrifa upp tttikið af brjefum og skjölum (nær þús- Ur>cl), sem jeg nauðsynlega hefþurft að kaf'a yið hendina. Hingað til hef jeg báft nóg með að leita upplýsinga og safna þeim, en nú á jeg eptir að fá mjer afskriptir af ýmsum brjefum og skjölum og svo nota þær upplýsingar, sem jeg hef aflað mjer. Jeg hef eigi getað fengið stöðu, þar sem jeg gat náð til bókasafna og handrita, en þótt það sje erfitt fyrir mig, að fást við vís- indalegar rannsóknir á lögum vestur í Dalasýslu, þá getur herra Gestur Páls- son eigi sagt neitt um, hvað jeg muni geta gjört, ef jeg lifi lengi. Það er auðvitað mjög ljett verk að segja við mig: „Þú áttir ekki að taka þetta fyrir heldur annað“. En til þess verð jeg að svara, að þetta at- riði verður þó það, sem mundi standa i vegi fyrir flestum, og meðan menn eru eigi búnir að fá vissu um eldri tímann, vita menn eigi hvar á að byggja á, en þegar búið er að rannsaka þenn- an tíma verður ljettara fyrir meun að halda áfram. Ef jeg hefði framvegis átt kost á, að rannsaka söfn og liand- rit, hefði jeg næst viljað rannsaka rjett- arbæturnar og veraldlegu lögin fram að siðabótartímanum og síðan öll lögin frá þeim tíma. Með þessu væri rannsökuð lagasaga íslands, og þá væri mikið feng- ið. Þetta væri afarþýðingarmikið fyrir sögu íslands, og ekki síður fyrir isl. lögfræði. Ef nákvæm íslenzk lagasaga væri fengin, gætu lögfræðingar liaft fastan grundvöll til að byggja á, og þá gætu menn tekið einstök atriði í ýms- um greinum lögfræðinnar fyrir og rann- sakað þau, enn fremur yrði það hin bezta hjálp fyrir alla þá, sem vildu vita, eptir hverjum lögum þeir ættu að fara, og hver lög væru hjer í gildi. Jeg vona að almenningur geti nokk- urn veginn gjört sjer hugmynd um, hvernig jeg hef varið styrk mínum, hvort jeg hef varið honum til lystitúra og skemmtana eða eins og samvizku- sömum manni ‘ber. Styrkur minn var eigi veittur moð ncinum skilyrðum, mjer var alveg frjálst hvernig jeg færi með liann1; jeg var að eins siðferðis- 1) Gest.ur Pálsson segir, að styrkurinn hafi verið veittur nieð því skilyrði, að jeg fengist Nr. 56. lega bundinn til að verja honum svo sem jeg áliti bezt og rjettast; jeghefði alveg eins vel getað sótt um málfærslu við yfirrjettinn og varið styrknum ein- göngu til þess að útvega mjer handrit og bækur, eneins og jeg hefvariðhonum,hef- ur mjer þótt skynsamlegast og rjettast. Skal jeg svo eigi fjölyrða um þetta meir að sinni, og enda með því, að biðja Gest, að verða eigi allt of montinn af því, þótt honum finnist, að jeg hafi virt hann svars, og jafnframt ráða honum til, að gjöra allt til að bæta ráð sitt, læra enn að nýju 8. boðorðið og ganga að sínu leyti eins og hann hefur geng- ið í brennivínsbindindi, í siðferðislegt bindindi, með að sverta eigi sjer betri menn eða skrökva upp á þá, og þang- að til Gestur veitir nægar tryggingar fyrir, að hann haldi þetta siðferðislega, bindindi, ber jeg það traust til almenn- ings, að liann trúi engu einasta orði, sem hann segir um mig. Reykjavík 6. des. 1886. Páll Briem. Ferðabrjef úr Svíþjóð eptir Valtý Guðmundsson. Y. Uppsölum 14. ftgúst 1886. Uppsalir er elzti bærinn í Svíþjóð, og hinn frægasti bæði að fornu og nýu. Bærinn stendur á Fýrisvöllum. Þar stráði Hrólfur Kraki gullinu þegar Að- ils konungur veitti honum eptirförmeð Svíaher. Fýrisá fellur um þveran bæ- inn og skiptir honum í tvo liluta. Bærinn er lieldur lítill (um 16,000 innbúa) og ekki neitt ásjálegur, Þó eru þar nokkr- ar byggingar, sem mjög mikið kveður að. Dómkirkjcm í uppsölum er afar- merkileg, bæði fyrir elli sakir, stærðar, skrauts og fornminja, sem þarerugeymd- ekkert við embættispjónustn og segir að jeg hafi lofað þessu. Detta eru ósanniudi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.