Þjóðólfur - 24.12.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.12.1886, Blaðsíða 2
222 ar. Hún er stærsta kirkjan í Svíþjóð. Hún var fyrst grundvölluð 1260, en hefur opt brunnið, en þó stendur enn nokkur hluti hinnar elztu byggingar. í kirkjunni eru mörg grafhýsi, og eru þar geymd lík konunga og fleiri merkra manna. Grrafhýsi þessi eru gerð með mikilli prýði og skreytt prýðisfögrum pentmyndum úr sögu Svía, sem dregn- ar eru á sjálfa veggina (freskomálnin- gar). Á einum stað í kirkjunni er klæða- búr, og eru þar geymdýmisl. messuklæði og skrúðar erkibiskupa. Þar eru og geymd fót Sturanna, er þeir voru myrtir í. í Uppsölum er gamall ogfrægur há- skóli eins og allir vita. E>ar er nú ver- ið að ljúka við mikla skrautbygging fýrir skólann, og verður flutt inn í hana í haust úr gamla skólanum. Það er stórkostleg bygging, enda hefur hún staðið lengi í smíðum. Gfamli háskól- inn stendur þó enn, og er það einnig ig allsnotur bygging. Uppsala háskóli var stofnaður 1477. Yið hann eru 110 kennarar og um 1500 stúdentar. (Ann- ar háskóli Svía er í Lundi, og eru þar 54 kennarar og um 500 stúdentar. Þriðji er í Stokkhólmi). Yið háskólann er tengt bókasafn, og á það yfir 200,000 bindi bóka og um 70,000 handrit, ogerþann- ig stærsta bókasafnið í Svíþjóð. í Upp- sölum var Lenné grasafræðingurinn mikli, og þar er og mikill jurtagarður, sem kenndur er við hann. Hálfa mílu norður frá Uppsölum liggja Uppsalir hinir fornu. Þar sátu forn- konungar Svía. E>ar bjó Óðinn, Freyr og Ynglingar. E>ar bjó Fjölnir, sá er drukknaði í mjaðarkerinu. E>ar eru haugar afarmiklir, 3 að tölu, sem kall- aðir eru kongshaugarnir. E>eir eru kend- ir við guðina Þór, óðinn og Frey. í hauga þessa hefur verið grafið nú fyr- ir skömmu, og hafa menn gengið úr skugga um, að þeir eru inannaverk. Skammt frá þeim liggur fjórði haugur- inn, er nefnist Þinghaugur. E>aðan töl- uðu konungar forðum til lýðsins á alls- herjarþingum. Skammt frákaugunum stendur lítill koá. Þar drekka allir ferðamenn, sem þangað koma, „mjöð af horni“ að fornum sið. Reykjavík, 24. des. 1886. Samsöngur. Söngfjelagið Harpa hjelt samsöng á Hotel Island á laugardags- kveldið var undir stjórn organista Jón- asar Helgasonar. Tíðarfar. Með póstunum frjettist tíð- arfar gott víðast hvar til síðustu mánaða- mótá, en þá gerði snjó allmikinn. — í Skaptafellssýslu komin fjarskamikill snjór eptir sögn ferðamanna, sem komið hafa nýlega austan af Austfjörðum. Hafði austanpóstur eigi komizt með hesta vest- ur yfir Mýrdalssand, en komst þó með póstflutninginn og kom að Breiðabóls- stað fyrra mánudag, en þá var Reykja- víkurpósturinn farinn þaðan. Eptir ráðstöfun póstmeistarans verður þó sent þaðan innan skamms hingað með póst- flutninginn. Þjóðviljinn, blað Ísfirðinga, hefur breytt um ábyrgðarmann; prentari Ás- mundur Torfason orðinn ábyrgðarm. í stað próf. Þorvalds Jónssonar. Fróði ekki dauður enn; útgefandi hans er nú: „Fjelag í Eyjafirði“, en enginn ritstjóri nafngreindur, en þar á móti mun Akureyriirpósturinn vera alveg dott- inn úr sögunni. Úr brjefi úr Eyjafirði 29. nóv. „Tíðin hef- ur verið ágæt það sera af er vetrinurn. Pest- in hefur verið allskæð um petta svæði og ekki hafa steinolíugjafir viljað stemraa stigu fyrir henni. Yjer höfum enn ekkert frjett um, hvern árangur rannsóknir landlæknis á pestinni hafa haft, og efumst vjer þó ekki um, að hann, sem í öðru hefur reynzt svo duglegur maður, muni hafa gjört sitt til að komast fyrir upptök henn- ar, og þótt hann hafi ekki að fullu lokið rann- sóknum sínum, ætti hann þakkir skilið, ef hann gæti gefið mönnum einhver ráð, sem. úr henni gæti dregið. Það er ekki smálítill hnekkir þeg- ar pestin drepur fjórða hlut af fje því, sem á vetur hefur verið sett, eða enda meir. Eins og vænta mátti, reynast hey hjer mjög ljett“. „Úr öðru brjefi úr Eyjafirði. „Engir hafa tekið boði Guðmundar Hjaltasonar með alþýðu- skóla á Akureyri, en skóli er haldinn i Höfða- hverfi. Mun Einar í Nesi hafa. að mestu ver- ið hvatamaður að því, að hann komst á. Mjög fáir á Möðruvallaskólanum(17) og sárfá- ar námsmeyjar á kvennaskólanum á Lauga- landi“. Enn úr brjefi úr Eyjafirði 29. növ. .. „Ekki hef jeg enn frjett með vissu, hvernig salan hefur gengið á sauðunum, sem við Eyfirðingar sendum út. Um daginn kom laus frjett um söluna úr hrjefi frá Jóni Yídalín til sjera Bene- dikts í Múla, að við mundum fá um 15 kr. fyrir sauðinn að frádregnum kostnaði; ef það væri, þá væri það sannlega gott og mun betra en að selja Coghill þá. Yerðið á vörunum, sem við fengum, var líka ágætt og varan góð. Verðið á vörunum var þetta, þegar allur kostnaður hafði verið lagður á þær: 1 sekkur af over- headmjöli 126 pd. 9. kr. 50 a., hrísgrjónasekk- ur 203 pd. 21 kr. 42 a., haframjölssekkur 126 pd. 16 kr. 27 a., hálfbaunasekkur 203 pd. 21 16 a., bankabyggssekkur 126 pd. 12 kr. 65 a., steinolía 10 a. pd., kaffipundið á 48V2 eyri, rjólpd. 961/,, e., munntóbakspd. 1 kr. 28‘/.2 e., 1 kassi hv. sykur ! 01 ’/2 pd. 21 kr. 77 aur. — Það er stór munur á þessu og verði hjá kaup- mönnum. Hjá þeim er steinolía 18—20 a. pd., kaffi 60 a., sykur 35—40 a., rjól 1 kr. 50 a., munntóbak 2 kr., lakari hrísgrjón, en í fjelag- inu 14 a. pundið, (en í fjelaginu 10V2 e. pd. sbr. hið áðursagða), sömuleiðis bankabygg lak- ara hjá kaupmönnum á 13 a. pd. (en 10 a. i fjelaginu), svo fylgja góðir sekkir, sem eru í kaupinu hjá fjel. Kaupmenn eru nú harðir í horn að taka, lána ekki en ganga ríkt eptir skuldum. — í vetur verður haldinn fundur, til að ræða um vörupöntun, er óskandi, að menn verði djarfari en í fyrra, reyni til að losa sig sem mest við kaupmenn og panti vörur eptir föngum. Síðar skal jeg skrifa greinilega um þetta, bæði hvernig sauðirnir ganga og eins hvað menn ráða af með pöntun“. Búniiðarfjelagið í Svíiiavatnslireppi hjelt aðalfund sinn i Sólheimum 22. nóv. síðastliðinn. Porseti, dbrm. Erlendur Pálmason í Tungu- nesi, minntist fyrst með söknuði hins látna meðlims fjel., Jóns Pálmasonar íStóradal, er var einn af stofnendum þess, og sem hafði jafnan verið einhver hinn bezti styrktarmaður þess. L. Samkvæmt framlagðri skýrslu höfðu ver- ið unnin alls 810 dagsverk að jarðabótum í fjelaginu þetta ár. Af þeim höfðu búfræðing- ar unnið 210, en án búfræðinga höfðu fjelags- menn unnið 600 dagsverk. Búfræðingunum hafði verið goldið upp i kaup sitt af fjelags- sjóði 343 kr. 68 a., en af fjelagsmönnum 220 kr. 18 a., eða alls 563 kr. 86 a. Benti for- seti mönnum á, að þótt hvert dagsverk væri eigi metið meir en 2 kr. 50 a., þá kostaði þó öll jarðabótavinnan um2025kr. Forseti skýrði og frá að hann hefði sent amtsráðinu skýrslu um jarðabæturnar, jafnframt því, sem hann hefði sótt um styrk handa fjelaginu af fjenu til eflingar búnaði. 2. Eptir reikningi fjelagsins átti það í sjóði 2475 kr. 17 a. 3. Áætlun nm tekjur og gjöld fjelagsins næsta ár samþykkt og þar á meðal, að fjelagið skyldi lána Þórði Þórðarsyni, búnaðarskólalæri- sveini á Hólum, 20 kr. auk þess, sem hann hafði áður fengið að láni hjá því. 4. Eptir nokkrar umræður var samþykkt í einn hljóði, að halda skyldi tvo búfræðinga næsta sumar frá þvi vinnufært væri orðið að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.