Þjóðólfur - 07.01.1887, Side 3
3
arverk óunnið hjer á landi, án þess að
ábyrgðin eða íjárútlát komist í nokk-
virt jafnvægishlutfall við eyðilegginguna,
enda er svo optast, að af skollum er
ekki að hafa nema skinnið, þeim sem
Verst fara með jarðirnar. Pað er eðli-
legt og áþreifanlegt, að þótt náttúran
sje ekki skapbráð, þá er hún samt
hverju helnorni harðari og hefnir sín á
þeim, sem á henni nýðast, og illa er
þeim mönnum farið, sem framdraga líf
sitt á því, að útsjúga jörðina, og
eptir skilja svo niðjum sínum og hinni
komandi kynslóð, steina fyrir brauð.
Leiigi getur illt orðið verra. Svo vont sem
það er, að enginn ræki akurinn, og hann ali
illgresi í eldinn hæf, þá er enn verra, þegar
mannanna börn uppræta hveitikornin áður en
þau hafa náð þroska og hrenni þau, og það þau
hveitikorn, sem náttúran sjálf hefur sáð til og
framleitt öllum fyrirhafnarlaust. Þetta verður
því tilfinnanlegra hjer á landi, en annars stað-
ar í heiminum, sem þetta land er flestum öðr-
Um löndum snauðara að sjálfboðnumnáttúrunn-
ar gæðum.
Jeg skal ekki skilja svo við þetta mál, að
jeg ekki bendi á neitt, að orð mín ekki verði
neitt nema heimsádeila út i loptið. Hvernig
er ekki þegar búið að eyðileggja mikinn part
birkiskóganna hjer á landi, og er verið að af
kappi á sumum stöðum, og það til óbætanlegs
tjóns. og allir skóganíðingav og flestir skóga-
þjófar, hafa sloppið óhengdir og ekki þurft að
svara eyris virði?
Setjum svo, að allur þorri landsdrottna hjer
á landi, hefði þrek og vitsmuni til að beita
rjett lögum 12. janúar 1884 um bygging jarða
°- ú. og jafnótt og jarðir losnuðu, settu í ný
byggingarbrjef strangar ákvarðanir um með-
ferð á skógi þar sem hann fylgir jörðu, þá dug-
ir þetta þó ekki, þvi að í fyrsta lagi verða lög
þessi lengi að verka, eins og áður er sagt. f
Öðru lagi eru landsdrottnar opt fjarlægir og
vita ekki um skemmdir fyr en allt keyrir úr
hófi. Sumir hata heldur ekki vit á, að meta
rjett skemmdir á jörðu, því fáfræði og fornar
venjur blinda menn allt of opt i þessú efni.
Það verður ekki sagt, að hjer hafi verið títt,
að byggja út fyrir skemmdir á jörðum. Þær
almennustu útbyggingarsakir liafa byggzt á
fvennu: 1. að ekki hefur verið goldið eptir-
2; að landsdrottinn hefur viljað ná jörðinní
ábúðar fyrir sjálfan sig, vandamenn sína
eða vini, og hafa þá stundum skemmdirnar
Y®r>ð notaðar sem ástæða. Það er ennfremur
S^tandi, að sjálfseignarbændur geta sjálfir
"vítalau.st eyðilagt sína eigin skóga, og hver
gengur eptjr bótum fyrir það? Hver byggir
’ka Prestum út fyrir illa meðferð á skógum?
nginn. Þessar eyðileggingar á skógum bæt-
enginn, enda er tjónið óbætanlegt, ef skóg-
urinn er einu sinni upprættur. Eina ráðið er
þvi, að fá þau lög, sem geta varnað eyðilegg-
íngu skóganna undantekningarlaust, hver sem
þá á, eða að rjettu lagi er borinn að skynsam-
legum afnotum þeirra. Það verður ætíð far-
sælla, að geta varnað skemmdarverkum, en að
fá afleiðingarnar endurbættar með hegning eða
sektum. — (Framhald).
Þorlákur Guðmundsson.
Ferðabrjef úr Svíþjóð
eptir Valtý Guðmundsson.
VI.
Gautaborg 18. ágúst 1886.
Síðan jeg skrifaði seinast, hef jeg víða farið,
þótt ekki sje langt um liðið. Eimlestin fer
fljótt yfir, og jeg hef hagað ferð minni svo, að
jeg hef ferðast á nóttunni, en skoðað borgir og
merka staði á daginn. Jeg skal hjer að eins
drepa á þrjá staði af þeim mörgu, sem jeg hef
komið til. Hinn fyrsti er Jönlcöping. Þangað
kom jeg að morgni þess 15. þ. m. Bærinn
sjálfur er ekki ueitt mikilfenglegur, en lega
hans og landið umhverfis er ljómandi fagurt.
Bærinn liggur milli þriggja vatna, Vettern,
Munksjö, og Rocksjö; sökum þessarar legu er
bærinn opt kallaður „Feneyjar enar sænsku“.
í Jönköping eru verksmiðjur stórar. Þar er
pappírsgerð mikil. En frægasta verksmiðjan
þar, er eldspýtna verksmiðjan mikla. Eru eld-
spýtur sendar þaðan út um allan heim. Eins
og allir vita, eru eldspýtur mjög ódýr vara,
en þó nemur verkkaupið við gerð þeirra meira
en þrem miljónum króna á ári, og má af því
ráða, hvílík kynstur af eldspýtum eru búin til
þar. Jeg var heilan dag um kyrt í Jönköp-
ing og notaði hann, til þess að skoða hjeraðið
umhverfis, sem er annálað fyrir fegurð. í aust-
ur frá bænum er smáþorp eitt sem heitir Hus-
quarna. Það stendur undir hlíð einni. Rjett
fyrir ofan þorpið er gil og fellur þar á eptir,
og myndast þar þrír fossar í gilinu. Þeir eru
ekki mjög háir, en eru þó mjög snotrir á að
sjá. Gilbarmarnir eru alvaxnir skógi, en fram
á milli trjánna gægjast berar klettasnasir hjer
og þar. Er fagurt mj ög að líta af gilbarminum ým-
ist upp í gilið, ofan í dalinn fyrir neðan ið-
grænan, eða þá út yfir Vettern. — í suður frá
Jönköping er fell eitt, sem heitir Taberg. Það
er um 1200 feta hátt. Þaðan er víðsýni mik-
ið yfir hjeraðið. Það er bratt mjög og erfitt
uppgöngu. í vestur frá bænum liggja hæðir,
sem heita Dunkehallar. Þaðan er einnig af-
bragðsfögur úfsjón. Jeg var þar um kveldið
um sólarlag. Það var sunnudagskvöld. Jön-
köpingsbúar eru vanir að lypta sjer upp á
sunnudögunnm, og taka sjer hópum saman
skemmtisigling á Vettern áeimskipum. Þenn-
an dag var ágætt veður og höfðu margir siglt
úr bænum, enda sáust fáir á götunum og hvíldi
kyrð mikil yflr bænum og vatninu, sem lá speg-
ilsljett norður frá honum svo langt sem augað
eygði. Einstaka sinnum heyrðist áraglamm,
þegar einn og einn smábátur skauzt fyrir ein-
hvern nestangann. En lengst í mót norðri út
við sjóndeildarhringinn fóru að þyrlast upp
reykjarstrokur, sem stóðu beint upp í loptið,
eins og búreykirnir heima í hlæjalogni á sum-
arkvöldin. Reykirnir nálguðust, og þegar þá
dró nær, komu í ljós eimskip, sem hrunuðu á
fram eldfnæsandi, og drógu eptir sjer langan
varsíma. Þau hleyptu inn til bæjarins hvert
á fætur öðru, og inn í miðjan bæ eptir sikjum
skipgengum, er liggja gegn um bæinn. Yfir
síkin liggja vindibrýr, sem undnar eru af með-
an skipin skríða inn. Nú fór að lifna í bæn-
um. Allt fólk, sem heima dvaldi, ruddist út
úr húsunum og þyrptist á síkisbakkana beggja
megin til þess að taka á móti vinum og ætt-
mönnum, sem komn með skipuuum. Skipin
skriðu inn síkin hægt og hægt, og mannþyrp-
ingin á þilfarinu kyrjaði upp gleðisöngva, en
þeir sem fyrir voru tóku á móti með fagnað-
arópi. Það var yndisleg sjón að líta yfir bæ-
inn og hjeraðið, meðan sólin var að renna til
viðar. Við (við vorum 3 stúdentar, 2 danskir
og jeg, sem fórum þessa ferð gegn um endi-
langa Svíþjóð) lágum i grasínu upp í hæðun-
um, og störðum ölvaðir af unan á allt það, sem
fyrir augun bar. Þá heyrðum við allt í einu
mannamál skammt frá okkur i grasinu og
heyrðum við þá, að þar sátu tveir menn i hróka-
ræðuin og talaði annar dönsku. Sá er dönsku
talaði reis upp allt í einu, dró upp ræmu klypta
út úr dagblaði og tók að þylja upp fyrir hin-
um. Kvað hann grein þessahafa staðið í „Berl-
insku tíðindum“ í Kanpmannahöfn fyrir skömmu.
Það var lýsing á Jönköping og náttúrufegurð-
inni þar. Hatði hann orðið svo hrifinn af grein-
inni, að liann hefði gert sjer ferð hingað til
þess að sjá bæinn með eigin augum. „Hjer er
líka hreinasti Eden, og það er jeg viss um, að
fegra hefur ekki verið hjá Adam í Paradis11,
sagði hann með mesta spekingssvip. Hinn kink-
aði kolli. — (Niðurl. þessa brjefs næst).
O Ð. |§M-
Það er almenn skoðun að hrútakjöt rýrni
meir í reyk en annað kjöt, og i Skaptafells-
sýslu þykjast menn við nákvæmar athuganir
hafa komizt að raun um, að það rýrni miklu
meir, ef það hangi nálægt ærkrofum, en annars.
NÚ er Suðri dauður. Andlátsorðhans
voru 2 skammagreinir eptir Gest Pálsson, svo
að ætla mætti að ritstjórann hafi vantað kol
eða peninga til útfararinnar. í fyrri greininni,
sem er um laganám Páls Briems, rekur hver
hártogunin og vitleysan aðra, svo að hvern
sem les, mundi reka í rogastanz, ef greinin
væri ekki eptir Gest. Það er því engin ástæða
til að fara um grein þessa fleiri orðum, og
það þvi síður sem Páll Briem hefur ný-
lega skýrt i Þjóðólfi frá laganámi sínu. í hinni
greininni er Gestur að reyna að sverta Þjóð-