Þjóðólfur - 14.01.1887, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.01.1887, Blaðsíða 2
6 „Akurlendi, sem enginn rœkir elur illgresi í eldinn hœf“. (Framh.). Jeg hef áður getið þess, að ritgjörðir þær, sem Húss- og bústjórn- arfjelagið gaf út 1839, sjeu þess verð- ar, að þær sjeu lesnar enn í dag, en sjerstaklega vil jeg þó benda á ritgjörð- ina um úttektir jarða eptir hinn þjóð- kunna, fjölfróða og lengi saknaða föð- urlandsvin, prófast sjera Tómas Sæ- mundsson. Hlýði menn á, hvað hann segir um meðferð skóganna, og hve • þýðíngarmikið hann álítur það fyrir landið, að þeir sjeu friðaðir; hlýði menn á, hvaða d'om hann leggur á þá menn, sem uppræta skógana; hann gleymir heldur ekki að tala um mógraflrnarog hvað dýrmætur mórinn sje fyrir landið. Hann segir svo: „Enn umfram allt ætti samt í hvert sinn og jarðir eru teknar út, að hyggja að því grandgæfilega, hversu háttað hefur verið móupptektinni og yrkingu skóga, þar sem slíku er að skipta; því fyrst er það hvað móinn álirærir, að þess er að gæta, að hans sje leitað oghann sje ekki látinn ónotaður ef fundinn verður, og þessu næst að með mótak- ið sje farið vel og hyggilega; með tvennu móti hættir mönnum helzt til, að hegða sjer rangt í þessu: fyrst með því að þeir skiljast svo illa við mó- grafir, af því ekki var höfð nenning á að ryðja því ofan í gröflna aptur, er ofan af mónum var tekið, að þar verða eptir vonsku pittir og drápshættur fyr- ir fjenað og jafnvel menn, og er sá leiguliði síður enn ekki góðs maklegur er hættunum fjölgar á býli sínu, þar sem það er einhver bráðasta nauðsyn hverjum búanda, að verja annari eins fyrirhöfn og ástundan til að fækka þeim, eins og varið er til að fækka tó- unum, því heldur sem liætturnar verða eins að grandi stórgripum, er tóan þó ekki ræðst á; önnur vanbrúkunin -- þessari náskyld — er í þv^ fólgin, að menn taka ekki grafirnar hverja af ann- ari eður við aðra, sem í Jónsbókar L. L. b. VII. kap. heitir að fella saman torfgrafir, — heldur láta stöpla í milli og grafa til að handa hófl og spilla svo mótekjunni og eyða henni, að þegar stundir líða vita menn ei hvar á megi leita; mótakið er sá fjársjóður í jörð- unni, að fara verður með það sem hyggi- legast og drjúglegast, að það gangi ekki undan. Eins er nú háttað skóg- unum, því heldur sem þeir eru ekki til brennslu einungis eins og mórinn, held- til svo margs annars: er þeir verja haglendi okkar blástri, auka grasið með skjólinu, er það hefur undir runnunum og á milli þeirra, eru sjálflr fjenaðar- ins bezta lífsbjörg og sem þá nýtur helzt, þegar hvað mest liggur á, og ekki nær til annarar jarðar fyrir snjó og áfreðum, gefa þeir og efnið til viðhalds húsum og áhöldum; það er sannast, að skógarnir eru stærsta auðlegð lands vors, þar sem þeir eru, og þeim er næst- um öll önnur gæði og kostir samfara; 111 meðferð og vöktun á skógum er og fyrir þá sök, ein með verstu jarðar- níðslum, þó sjaldan eða aldrei sje gef- inn gaumur að því, þá út eru teknar jarðir, og ekki sje gengið eptir bótum fyrir það eins og maklegt er; það sýn- ir sig líka sjálft, hversu skógarnir eru farnir í landinu. Skógunum er aldrei óhætt nema alvarlega sje skorizt í að friða þá ; freistingin er míkil til að upp- ræta þá; það er svo hægur nærri á skógarjörðunum, að grípa til þeirra til margs er við þarf, og af því svo er orð- ið skart um þá víða, knýa margir á þá, sem skóga hafa undir liendi, og borga rífiega það sem af hendi er látið; þeg- ar leiguliðinn lítur á þetta, gleymist honum helzt til opt, að hann hefur ekki eignarráð yfir skógi, þó hann liggi und- ir ábúðarjörð hans, hvar við nú ogbæt- ist sjerdrægni manua og ágengni, sem freistar um of þar sem misjafnlega vandaðir og siðaðir eiga hlutað. Menn eru nú einu sinni með þeim annmarka, ef þeir ekki hafa stjórn á sjer, að þeim hættir við að hafa sjálfa sig í fyrir- rúmi, og að meta meira gagn sjálfra þeirra enn almenningshag, og það stund- um meir en sanngirni og rjettindi eru til. Leiguliði, sem svona er skapi far- inn, setur ekki fyrir sig að hafa þau not er hann getur af ábúðarjörð sinni, sem hann þvkist gjalda fullu eptir, og hann lætur sig litlu varða, hversu um þann fari, sem koma á eptir hann. En sje nú þessu ráði farið fram með skóga, ganga þeir fljótt undan, og þeim vík- ur svo við, að skaðinn er hvergi eins snöggur — hvergi eins seinbættur; það þarf ekki að keppast við að hafa þeirra not á fyrsta ári með öllum hætti, því þeir hverfa ekki eða ónýtast þó þeir sjeu settir á veturinn. Það má ekki eyða því á einu málinu, sem átti að vera til margra. Skógarnir þurfa að hafa langan tíma fyrir sjer áður enn þeim sje fullfarið fram, og ef rjóður fellt er í ár, verður ekkert til næsta ársins; ætli því einhver sjer, að hafa öll þeirra not í ár, hefur hann engin not þeirra að ári, ætli hann sjer að hafa öll not þeirra, meðan hann situr á ein- hverri jörðu, þá verður ekkert eptir handa þeim sem næst kemur, og er þvílík háttsemi margopt óforsjál og heimskuleg — en alltíð ill og ranglát hversu sem á hana er litið. Oforsjál og heimskuleg er hún af því, að sá, sem eyðir skógi á ábúðarjörð sinni, margopt með skammsýni sinni, gjörir tjón sjálfum sjer, er hann með níðings- legri og hemjulausri græðgi ætlar að gleipa allt, sem jörðunni hans er til gæða, meðan færi er á, þar sem hann ætlar sjer að segja skilið við hana und- ir eins og hann getur ekki rúið hana lengur. Verði nú einhverrahluta vegna dvölin lengri á jörðinni á eptir, en hann bjóst við í fyrstunni, drekkur hann sjálf- nr af því, að hann var of veiðibráður, þar sem liann er búinn að brenna því fyrir tímann, sem hann eptir á þarfn- aðist handa fjenaði sínum, en uppræta það, sem margfaldast hefði sjálfkrafa, ef því hefði verið lofað að bíða upp- skerudagsius. 111 erhún — líltilmann- leg og ranglát — þessi háttsemin, er menn ekki hlífast við, ef þeir hugsa til nokkurs ávinnings sje að vinna, að baka öðrum margfalt meira tjón, og látaþar koma illt í staðinn, er gott var upp- tekið. Með skógana er eins háttað eins og með fjenaðinn, það verður að ætla honum lif til fleiri ára, eins fyrir því, þó af því mætti leiða að maður geti ekki sjálfur notið uppskerunnar, og hún þess vegna lenti hjáöðrum. Ef

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.