Þjóðólfur - 14.01.1887, Page 3
7
að lömbin væru skorin á hverju liausti
undan sumrinu, hætti að verða mikið
niðurlag í skurðinum, enda tæki þá
íljótt íyrir viðkomuna; þess vegna skoð-
ar enginn búkænn maður huga sinn
um, að koma fram lambinu þar sem
svo má verða, því hann veit, að þá tek-
ur hann ull og mjólk og lömb afkind-
inni í nokkur ár, og að síðustu er
margfalt meira niðurlag í henni heldur
enn ef hún hefði verið skorin hálfvax-
in; með litlum tiikostnaði launar hún
þannig lífgjöfina, er hún geldur eigand-
anum tífalt það, sem hún var verð á
lambsárunum eðu meira, af því hann
hafði þolinmæði við hana. Eins stend-
ur á með skógana, þegar farið er að
haga búnaðiuum i hag landinu og ekki
er farið eptir sjálfs síns hag einungis
— og því heldur sem minni er á
skógunum ábyrgðin en á fjenaðinum.
Sá, sem ljær hönd sína til að drepa
nngviðið, hann tekur þar lítinn stöng-
ul, sem orðið hefði mikill runni að fám
árum liðnum, og er þó minna í þetta
varið en liitt, að allri fjölgun er með
þeirn hætti fyriríarið. Sú eina hríslan
hefði máske orðið móðir til þúsund ann-
ara, ef henni hefði verið lofað að bera
fræ. Jeg veit dæmi til, að á einum
bæ var búið að reiða heim á 10 eður
20 hesta af lifandi nýgræðingskvisti,
sem hóndi hafði látið rífa úr landi jarð-
arinnar, er hann bjó á, og þó holzt úr
landi nágranna síns með launung —
jeg hefði heldur kosið slíkum manni,
að hann hefði skorið fyrir nágranna
sínum eins margar kindur, þó hvorugt
væri girnilegt; slík skógartaka var ein-
hver guðlausausti þjófnaður því heldur
sem á slíkt er minna litið; hjer var
ailt í einu landið eytt svo það lá nú
ekki annað við eptir því, sem þar iiag-
aði til, en alla grasrót bljesi burt á
eptir — fjenaður nágrannans, sem þar
átti að ganga, sviptur lífsbjörg sinni
til vetrarins — en jörðin svo fallegum
skógar vísi, að eptir einn mannsaldur
var þar máske orðinn skógur á mörg
hundruð hesta öllum að fyrirhafnar-
lausu. Með öllu þessu var nú fengið
tefni i eina eða tvær tunnur kola, sem
tæplega hefði getað borgað fyrirhöfnina
að tína það saman, þó ekki hefði ver-
ið til þess litið, hversu það var fengið;
þetta dæmi er til þess tínt, að menn
skilji því betur, livort tilvinnandi sje
að fara þess konar ráði fram, og að
menn veiti eptirtekt þessháttar mönn-
um, og meti slíkar sálir að maklegleik-
um; en eins er skylt að minnast, þess
hversu sumir er fengið hafa hönd yfir
þjóðareignum, prestar og aðrir, liafa
látið fara með skógarítök þeirra, er
þeir hafa ýmist sjálfir látið rífa þaðan
allt, sem hönd festi á, eður fyrir litla
þóknun leyft öðrum að gera það. Þeg-
ar litið er á, hvaða tjón af þessu hlot-
izt hefur, þar sem meðfram þess vegna
flest öll skógarítök staðanna eru gjör-
samlega upprætt — þegar litið er á,
hversu þeir menn ættu lyndir að vera
sem fyrir slíku er trúað, og hvað því-
lík dæmi mega hjá alþýðu, er ekkert
maklegra, en að þeir menn, er að slíku
verða berir, liafi fyrirgjört staðfestum
sínum og greiði bætur eptir málavöxt-
um“.
Enginn skyldi ætla, að þessi orð sjera
Tómasar sjeu gripin úr lausu lopti, eða
þeim sje snarað fram rjett til að segja
eitthvað og til að láta sjá nafn sitt á
prenti, nei, hann Iiefur víst verið bú-
inn að hugsa þetta lengi, og honum hef-
ur víst opt verið búið að svíða, að sjá
„svívirðingu foreiðslunnar“ og hvernig
farið var með hans föðurland;—það sýn-
ir sig sjálft, hann sleppir ekki fyrsta
tækifæri, sem hann gat fengið, til að
koma þessari hugsun sinni fyrir almenn-
ingssjónir, og hann hefur valið þetta efni
sem það bráðnauðsynlegasta af öllu,
sem fyrir lá, og hann hefði víst optar
látið til sín lieyra um þetta mál, ef
hann hefði lengur til enzt. — (Niðurl.).
Þorlákur Guðmundsson.
Hallærisgjafirnar til íslands. Nefnd
sú, sem skipuð var í Kaupmannahöfn
til að taka við gjöfunum, hefur gefið
út skýrslu um þær: „Eins og mönn-
um mun vera minnisstætt", segir í
skýrslunni, „skoruðu nokkrir menn hjer
á landi 21. ágúst 1882 á dönsku þjóð-
ina í lieild sinni að skjóta saman gjöf-
um til hinna bágstöddu bræðra hennar
á íslandi, með því, að þar hafði verið
svo frámunalega mikill grasbrestur og
skepnufellir, að búast mátti við hallæri....
Eigi að eins í Danmörku, á eyjum Dana
í Yesturheimseyjum og á Suður-Jót-
landi, heldur einnig erlendis var þess-
ari áskorun tekið með svo frábærum
velvilja, að gjafirnar hafa orðið meira
en þrjú hundruð og þrjátíu þúsund kr.
auk mikils af matvöru. — Nefnd sú,
sem áskorendurnir kusu, til þess að taka
við gjafafjenu og sjá um að því yrði
varið sem bezt, ... hefur síðastliðið sumar
fengið landshöfðingjanum til umráða
32000 kr.; og með því, að hún hefur
þannig lokið starfi sínu, leyfir hún sjer
hjer með að birta skýrslu yfir gjafirn-
ar og hvernig hún hefur varið þeim,
jafnframt því sem hún fyrir hönd áskor-
endanna tjáir gefendunum bæði hjer á
landi og erlendis innilegustu þakkir
fyrir samskotin.
Það er sannfæring nefndarinnar, að
. . . hin stöðuga hjálp í samfleytt 3 ár
af hinu mikla samskotafje liafi getað
stórum dregið úr hinum hryllilegu af-
leiðingum af hallærinu 1882, enda hef-
ur verið því meiri þörf á þessari hjálp,
sem árferðið hefur verið mjög bágt á
íslandi síðan 1882. — Samkvæmt end-
urskoðuðum reikningi... hafa samskotin
verið: Auk 2000 kr. frá þeirra há-
tign konunginum og drottningunni, sem
fengnar voru beinlínis landshöfðingjan-
um í hendur og sem hann heíur út-
býtt, hefur enn fremur komið inn frá
ættmönnum konungs . . kr. 1900,00
Frá Khöfn í peningum . — 50886,58
— — ennfremur:
4 sekkir flórmjöl, 3000 pd.
liveitibrauðs, 2 föt aí haglda-
brauði.
Frá kaupstöðunum og af
landsbyggðinni í pening. — 220693,15
og 1350 tn. af rúgi.
Frá eyjum DanaíVestur-
heimseyjum...............— 5233,09
Frá Suður-Jótlandi . . — 11649,22
Frá útlöndum . . . — 27900,56
Ágóði á flutnings-
gjaldi á„Neptun“ ... — 855,80
Vextir.................— 13895,00
Alls kr. 333013,40