Þjóðólfur - 28.01.1887, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.01.1887, Blaðsíða 4
16 tekin þann 8. jíiní síðastliðinn bg afhent sókn- arnefndinni; og þar eð kirkjan áleizt eigi fser til að bíða lengur endurbyggingar, fól sóknar- nefndin mjer undirskrifuðuni á hendur fram- kvæmd endurbyggingarinnar. Þar eð hön er nú fullgjör vil jeg gera yður grein fyrir hvað hún hefur kostað : Allt efnið kostaði 4000 kr. en smíðalaun 2100 kr. eða Jiví sem næst; það fje hef jeg allt lagt fram í bráð. Það sem kirkjan hefur til að borga þennan kostnað með er: Sjóður hennar að upphæð 1414 kr. sömu- leiðis jarðir þær, sem fyrverandi eigandi lagði fram með henni í álags stað, og sem eptir af- gjaldinu að dæma eru í hæzta lagi 3000 króna virði, enn fremur verð þess timburs úr gömlu kirkjunni, sem selt var, og er nálægt 260 kr. — Það er nú ekki liægt að sjá, að kirkjan geti á annan hátt komist ljettar út af endur- borgun kostnaðarins, en með því að afhenda mjer þessar eignir sínar; og jeg mundi henn- ar vegna ganga að því, þó mjer sjálfs míns vegna kæmi miklu betur að fá mína peninga en að taka við jörðunum fyrir 3000 kr. En þó hún nú afhenti mjer þetta, yrði samt eptir ó- borgaðar 1400 kr. eða rúmlega það. Þá upp- hæð ætti hún smámsaman að afborga með ár- legum tekjum sínum, og hef jeg ásett mjer að taka þar enga vexti af. Sóknarnefndin, sem hefur ábyrgð á fjárhaldi kirkjunnar, verður að ráða það af, sem heuni sýnist ráðlegast i þessu efni. Eins vonast jeg yfir höfuð, að hún leit- ist við, að gera fjárhald kirkjunnar henni sem hagfeldast, og vil jeg þvi viðvíkjandi bera upp þá tillögu: Að kirkjunni verði eigi reiknuð in'n- heimtulaun til útgjalda framvegis af tekjum sínum. — Hvað fráganginn á kirkjnnni snert- ir, þá er jeg viss um, að þjer eruð mjer allir samdóma um, að hann sje i bezta lagi, og að þeir menn, sem verkið unnu, eigi skilið opin- bert þakklæti vor allra. — Hin nýbyggða kirkja rúmar nálægt helming þeirra manna, sem nú eru í sókninni. Kyrkjan ersannnefnd- ur dýrgripur vor atlra, og vjer eigum mikið i á hættu þar sem hún er. Yjer verðum að láta oss annt um, að leitast við að vernda hana svo vel sem oss er unnt fyrir hinu ógurlega Atlanzhafi, sem eigi veit nær en gjörir árásir á hana. Gleymum því eigi loforði voru, er vjer gjörðum á safnaðarfundi í vor: að hlaða sjógarð fyrir framan kirkjuna svo vandaðan sem unnt er og svo fljótt, sem vjer getum viðkom- ið. — Það er háski fyrir oss að forsóma þetta nauðsynjaverk. Hjer næst vil jeg víkja nokkrum orðum til hinna fáu meðal vor, sem halda því fast fram að aðra kirkju þurfi að byggja hjer á Eyrar- bakka. Þeim svara jeg því fyrst: að jeg álít sem stendur mjög vafasamt, hvort þörf er á að byggja hjer kirkju. Það er komið undir þvi, hvort fólksfjöldinn, sem hjer er nú, getur haldist við eða aukist. En nú sem stendur sýnist mjer eigi útlit fyrir annað en hann hljóti að minnka, og það mikið á komandi árum. — Flestir þeirra sem búa á Eyrarbakka erutómt- húsmenn, er eigi hafa annað við að styðjast en sjávaraflann; en í þeirri stöðu er eigi unnt að lifa nema flskur sje í viðunánlegu verði. En allir vita í hvert óefni komið er með það, og ekki fyrir að sjá að úr því rætist. — Hið eina ráð sem jeg get sjeð til þess að nokknr veru- legur mannfjöldi geti þrifist hjer og haft at- vinnu í framtíðinni, er að höfnin verði bætt svo verzlunin geti tekið framförnm. Það er hiklaus ætlan mín að þetta mætti gera án ó- viðráðanlegs kostnaðar, og jafnvel svo að hugs- anlegt væri að Eýrarbakki gæti fengið kaup- staðarrjettindi. Hjer á ekki við að fara lengra út í þetta, en jeg bendi aðeins á það sem að- altryggingu fyrir atvinnu handa svo miklum mannfjölda, að hjer verði ástæða til að byggja kirkju. í annan stáð skal jeg taka það fram, að jeg get ekki sjeð að efnahagur kirkjusjóðsins leyfi það, að bætt sje á hann kostnaðinum af ann- ari kirkjunni til. Þar til þyrftu tekjur hans að aukast mjög mikið. Eins og þær eru nú verður því eigi neitað, að þær eru æði litlar í samanburði við mannfjöldann í sókninni. Fast- eígnartíund er að eins 71 al., lausafjártíund var árið 1880 37 ál.; 1881 35 ál.; 1882 33 ál.; 1883 31 al.; 1884 41 al.; 1885 35 ál., og í ár 27 ál; mun litil von, að hún hækki veru- lega eptirleiðis. — Þó í fljótu áliti sýnist að hjer muni eigi fáir ljóstollar, þá eru þeir liúsr feðurnir langflestir, sem eigi borga nema hálfan ljóstoll; og þó þar við bætist nokkrir aurar af húsum þeirra riður það lítinn baggamun. — Tekjur kirkjunnar hafa næstliðin 5 ár verið að meðaltali 265 kr. En þar eð allir landaurar eru nú í svo lágu verði, eru líkindi til að verðlagsskráin lækki, og þar af leiðir, að tekj- ur kirkjunnar minnka að krónutali, og mætti imynda sjer að þær mundu ekki gjöra meira, en að duga til árlegra útgjalda beggja kirkn- anna og er það ekki álitlegt fyl'ir framtíð þeirra. Yilji menn samt sem áður koma henni fram, þá sje jeg einn veg til þess. Hann er sá, að byggja kirkjuna af gjöfum. Verði það ráð tek- ið, skal eigi standa á mjer. Jeg vil þá leggja mitt til. Jeg býðst til að leggja fram helming þeirra jarða, sem Stokkseyrarkirkja fjekk í á- lags stað, sömuleiðis hálfa „Portion11 þá erliún átti og að framan er frá skýrt og þess utan gefa eptir það, sem Stokkseyrarkirkja kemur til að eiga mjer óborgað af hinum 1400 krón- um, þá er Eyrarbakkakirkjan er fullgjörð svo báðar kirkjurnar standi þá skuldlausar. En jeg áskil að byggingunni verði lokið fyrir árs- lok 1888; verði það ekki, vil jeg vera laus allra mála með framboð mitt, ef mjer svo sýnist. Það sem vantar á að þetta, sem jeg nú býð nægi til kirkjugerðarinnar, áskil jeg að þeir leggi fram sem eiga Einarshafnar- Skúmsstaða- og Háeyrartorfurnar, því kirkjan yrði einkum byggð handa landsetum þeirra, tómthúsmönnum, sem þeir hafa leyft að byggja á lóðum sinum, og sem þeir einir hafa hugsanlegan stundar- hagnað af, en kirkjan lítinn tekjuauka. — En vilji þeir ekki, liver fyrir sig, leggjajafntmjer til kirkjubyggingarinnar, verð jeg að álita að þeim sje ekkert áhugamál að fá kirkjubygging- unni framgengt, þvi það áskil jeg að aðrir sóknarmenn verði ekki beðnir neinna fjárfram- laga, því þeir ern sannarlega ekki aflögufærir, nema ef þeir vildu gefa lítilræði til tombólu sem síðar yrði svo varið til að prýða báðar kirkjunnar með. En hvað sem því líður óska jeg og vona að þjer athugið nú vel í hvað þjer ráðist fyrir framtíð vors kirkjulega fjelags, því „það þarf vel að vanda, sem lengi á að standa". Eyrarbakka á gamlaársdag 1886. Einar Jónsson, (sóknarnefndarmaður). 32 Seldar óskilakimlur íBiskupstungna- lireppi haustið 1886. 1. Hvít ær 3 vetra: Sýlt standfj. fr. hægra; sýlt, gat, standfj. fr. vinstra. Brennimark óglöggt. 2. Hvítur lambhr.: Blaðstýft apt. hiti fr. hægra; tvístýft fr. vinstra. 3. Hvítt geldingslamb: Sneiðrifað apt. hægra; standfj. apt. vinstra. 4. Hvítt geldingslamb: Sýlt biti apt. hægra; Hvatt biti fr. vinstra. 5. Hvítt geldingslamb: Sneiðrifað fr., standfj. apt. hægra; sýlt gagnfjaðrað vinstra. 6. Hvítt geldingslamb: Sneitt á hálft af fr., fj. aptan hægra; hálft af ept., sneitt fjöður fr. vinstra. 7. Hvítt geldingslamb: Hangfjöður fr. hægra; stýft, biti apt. vinstra. 8. Hvítt geldingslamb: Tvístýft apt., rifa í hærri stúf, biti fr. hægra. 9. Hvít lambgimbur: Sneiðrifað fr., gagnbitað hægra; tvístýft apt. vinstra. 10. Hvít lambgimbur: Hangandi fjöður framan hægra; stýft fj. apt. vinstra. 11. Hvít lambgimbur: Sneitt fr. gagnbitað hægra; tvær standfjaðrir apt. vinstra. 12. Hvít lambgimbur: Sýlt gagnfjaðrað hægra ; netnál vinstra. 13. Hvít lambgimbur: Tvístýft fr. bit apt h.; standfj. fr. vinstra. Andvirði framanskrifaðra kinda að frádregn- um öllum kostnaði geta eigendur fengið hjá undirskrifuðum, ef þess er vitjað fyrir 22. okt. 1887. Biskupstungnahreppi 31. desbr. 1886. Tómas Guðbrandsson. E. Kjartansson. 33 Fjármark Árna Jónssonar í Þorlákshöfn er: stýft, hangandi fj. fr. hægra; tvistýft apt. v. Brennimark: Á. J. 34 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.