Þjóðólfur - 28.01.1887, Blaðsíða 3
15
an bæ að konuugssetri, en það stóð
skamma stund, því fimm árum eptir
dauða hans var bærinn eyddur af Vind-
Um, og hefur hann aldrei náð sínum
fyrri blóma síðan. Við Kungelf grein-
ist G-autelfi í tvær kvíslar, sem falla
sin hvorum megin við eyna Hísing. Þar
bjuggu þeir Sigtryggur og Hallvarður,
er knörrinn góða tóku upp fyrir Þór-
ólfi Kveldúlfssyni, bróður Skallagríms,
er haan hefndi með því, að ræna bæ
þeirra og brenna, en Skallagrimur og
Kveldúlfur með því að drepa þá á leið
sinni til íslands.
Til Gautaborgar kom jeg um kl. 3.
Það er stór bær. Hann liggur við
mynni Gautelfar. Verzlun erhjermjög
mikil, enda er einhvers konar fjárreiðn-
bragur á öllum bænum. Jeg var að
skoða bæinn í gærkveldi, og fannst
övjer ekki sjerlega um neitt þar fram-
ar því, er sjá má í hverjum stórbæ.
^að helzta eru síki þau sem ganga um
þveran bæiun. Skal hjer nú staðar
numið, því eptir hálfa stund stíg jeg á
skipsfjöl, og fer með eimskipi til Kaup-
mannahafnar. Hlakka jeg mjög til að
sigla út um Elfarsker, því útsiglingin
hjer kvað vera framúrskarandi fögur.
i
Arni Hjáliiissoii.
Hiim 8. ágítst síöastl. andaöist á Hamri í
Borgarhreppi í Mýrasýslu söðlasmiður Árni
Hjálmsson, 30 ára að aldri. Hann var sonur
hins alkunna merkismanns Hjálms Pjetursson-
ar, amtsráðsmanns á Hamri í Þverárhlíð, og
Wu hans Helgu Árnadóttur frá Kalmanns-
tungu. Heima hjá foreldrum sínum dvaldi
hann alla tíð að undanteknum tíma þeim, sem
hann varði til að nema handverk sitt, þar til hann
'yrir tveim árum byrjaði búskap. Kvæntist
hann þá og gekk að eiga frændkonu sína ung-
fru Guðrúnu Hjálmsdóttir frá Þingnesi. Þeiin
hjónum varð tveggja barna auðið, sem bæði
eru á lífl.
Arni sál. var gæddur góðum gáfum, vandað-
^i', höfðinglegur og hreinn i lund. Poreldrum
^inum, systkinum og eiginkonu var hann hinn
astnðlegasti, og hinn hugþekkasti öllum, er hon-
um kynntust, því að hvarvetna kom hann fram
agurlega og til góðs eptir því, sem honum var auð-
10- Ef ytri hagur hans hefði ekki að nokkru leyti
talmað honum að koma fram, eptir því sem
nann hafði hæíilegleika til, þá er víst, að al-
mennt hefði verið talið, að þjóð vor hafi, þar
sem hann var, misst einn af sinum beztu og
gjörvulegustu sonum. — J. O. M.
Reykjavik 28. jan. 1887.
Skipskaðar urðu stórkostlegir á Skagaströnd
3. þ. m. Um þá er oss skrifað úr Húnavatns-
sýslu 11. þ. m.: „3 þ. m. reru 7 skip til fiskj-
ar af Skagaströnd, en er menn voru nýrónir,
laust á ofsaveðri af austri með sortahríð og
snjókomu, svo að af þessum 7 skipum náðu að
eins 2 til lands á ströudiuni, en hin 5 fórust,
bátur frá Hofi með 3 mönnnm (formaður Ghið-
mundur að nafni), skip frá Háagerði með 5
mönnum (form. Tómas Tómasson), skip frá Bakka
með 4 mönnum (form. Páll Pálsson), skip frá
Viðvik með 6 raönnura (form. Arni Sigurðsson)
og skip frá Árbakka með 6 mönuum (forra.
öuðmundur Olafsson), og drukknuðu allir menn-
irnir, 24 að tölu, flestir úrvalsmenn, bændur
og vinnumenn. Urðu við þetta stórkostlega
slys 9 ekkjur og að sögn 27 börn föðuiiaus.
Skipin rákn 1 á Þingeyrasandi, hin áVatnsnesi
beggja megin meira og minna brotin, en er
siðast frjettist enginn maður fundinn. Sum
heimili af þessum, sem misstu menuina, eru
sögð bjargarlaus. Vindhælishreppur hefur við
þetta beðið mikið tjón, að missa jafnmarga dug-
lega menn. Verður erfitt fyrir það sveitarfje-
lag, að ráða fram • úr þeim vandræðum, sem
leiða af þessu. I haust hefur verið góður afli
á Skagaströnd og þar hlutir komnir frá 400
til 1000".
Nauðsynlegt væri að leita samskota til að
draga ur bágindum, sem leiða af þessu mikla
manntjóni. Þess er þvi fremur þörf, sem hag-
ur manna þar, sumra hverra að minnsta kosti,
mun eigi hafa verið góður áður, þvi að Vind-
hælishreppur fjekk hallærislán síðastliðið ár, enda
er það útkjálka- og harðindasveit, sem harðindi
nndanfarinna ára hafa lagzt þungt á.
Húsbruni. Nóttina milli þess 3. og 4. þ. m.
brann pakkhús kaupmanns Bærndtsens á Skaga-
stróud, en þvi, sem var í húsinu, var bjargað
„fyrir dugnað og ráðdeild hinna fáu manna,
sem hægt var að ná i til að bjarga úr liúsinu.
Sagt er að húsið hafi verið votryggt".
Tíðarfar. Veturinn hefur verið allgóður
fram undir árslok víðast þar, sem til hefur
trjetzt. Síðan hefur suiman lands verið fremur
óstöðug tíð og mikill snjór kominn, svo að til
fjalla er haglaust, en i sumum lágsveitum nokkr-
ir hagar. Norðaulands hefur tíðin verið svip-
uð, og haglaust þar viðast einkum til dala og
fjalla, sömuleiðis vestan lands.
Suðra-þref ritstjóra ísafoldar.
Hversu mikið lið ritstjóra Isafoldar er að
vottorðinu frá L. A. Knudseu i síðasta blaði
ísafoldar, sjest á því, að Knudsen sagði 26. þ.
m. í votta viðu'rvist, að hann vissi ekki til
þess, að ritstjóri Þjóðólfs hefði falazt eptir kaup-
um á Suðra hjá Einari Þórðarsyni, enda sýnir
eptirfylgjandi vottorð, að Einar Þórðarson stað-
festir ekki sógusógn ísafoldar um daginu.
„Að ritstjóri Þorleifur Jónsson hafi ekki fal-
azt hjá mjer eptir kaupum á Suðra síðastliðið
ár, votta jeg fúslega eptir beðni, heldurkom það
til orða, að jeg seldi honum Snðra árið áður.
Ueykjavik 26. jan. 1887.
Einar Þórðarson".
Annars bætir ritstjóri ísafoldar ekkert sinn
málstað ut af opinberu augiýsingunum með þess-
um útúrdúrum frá hinu upphaflega efni, ef sá
er tilgangur hans með þessu þrefi.
AUGLYSINGAR
I samfeldu máli m. smaletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri efta setning
1 kr. fyrir ^iumlung ú&lks-íengðar. Borgun útihönd.
Nýtt hús er til sölu og íbúðar með
göðum skilmálum frá 1. maí þ. á. nálægt lat-
ínuskólannm með 7 herbergjum auk kokkhúss
og kjallara ásamt góðum kálgarði. Ritstj.þessa
blaðs vísar á seljandann. 25
Undirskrifaður kaupir velskotnar rjúpur með
hæsta verði þangað til póstskip fer hjeðan.
Reykjavik 28. jan. 1886.
Br. H. Bjarnason. 26
ÍSLENZKI
GOOD-TE3MPLAR.
Árg. 12 blöo (hvert 8 hls., 16 dálkar) kostar að eins
75 au. — Tvö m. kominút (oktöti. og nóvemb.). — Rit-
stjórn : Jón Ólaftson, Indriði Einarsson, Þórhallur
Bjarnarson. — Utanáskrift á pantanir: „Afgrnðslu-
stofa ísl. Good-Temphrr.s, Reykjavik. 27
Ágætur reiðhestur fæst næstkomandi
vor til kaups. Ritstjórinn visar á seljanda. 28
Nýju fjelagsritin öll í bandi tást til
kaups. Ritstjóri visar á seljandann. 29
Yfirlýsing.
Vottorð það, sem jeg hafði gefið alþingis-
manni Jóni Olafssyni, og hann hefur látið
prenta í Þjóðólfi 21. þ. m., er af honum heim-
ildarlaust sett i Þjóððlf eða nokkurt annað blað.
Reykjavík 27. janúar 1887.
S. Jónssou, fangavörður. 30
Við undirskrifaðir vorum viðstaddir, er Sig-
urður Jónsson fangavörður skrifaði nndir vott-
orð það, sem birt er i siðasta „Þjóðólfi", og var
það skýrt og skorinort tekið fram, að það væri
til þess að það yrði prentað í blöðunum.
Reykjavik 28. jau. 1887.
Magnús Gunnarsson.
Þorlákur 0. Johnson. 31
Ávarp
til safnaðarins í Stokkseyrarsókn.
—:o:—
Mínir kæru bræður og systur i Stokkseyrar-
kirkjusókn! Eins og yður öllum er kunnugt
höfuni vjer tekið að oss umsjón og fjárhald
kirkju vorrar og sem af profastinum var út-