Þjóðólfur - 11.02.1887, Blaðsíða 2
22
ar hreyfingar meðal verkmanna. Þeir
segja við auðmennina: hetra minna og
jafnara. Ef þið viljið ekki láta undan
með góðu, þá með illu. Ef þessi voða-
legi munur á kjörum manna, sem ekki
þekkist heima á íslandi, er ekk bættur
friðsamlega, þá er ómögulegt að kom-
ast hjá byltingum. Og ekki bætir það
um, að nálega allar þjóðir í Evrópu
leggja svo mikið fje í herkostnað, að
útgjöldin bera tekjurnar ofurliði. Banda-
fylkin í Ameríku leggja upp nærri 400
miljónir kr. á ári. Þau þurfa heldur
ekki að eyða sínu fje til manndrápa
eins og Evrópuþjóðirnar.
Við áraskiptin lofuðu stjórnirnar friði,
og samt þóttust ýmsir sjá rosabaugum
nýárssólina, sem að fornu fari þykir
vita á stríð. Stórveldin auka herbún-
að sinn hvert í kapp við annað. Rúss-
nesk blöð ætluðu að tæta Þjóðverja í
sundur, svo keisarinn varð að hasta á
þau 15. des. Frakkar treysta vel her-
málaráðgjafa sínum Boulanger og vilja
neyða upp á hann meira fé enn hann
þarf til herbúnaðar. Þjóðverjar vilja
auka her sinn. Stjórnin þýzka lagði
fyrir þingið frumvarp um að auka her-
inn með 41000 manna. Málið var í
nefnd um jólin og nýárið, og vill hún
ekki ganga að frumvarpinu óbreyttu.
Við aðra umræðu 11. janúar hjelt Bis-
march ræðu fyrir frumvarpinu, sem var
„telegraferuð“ um allan heiminn og
síðan tekin orðrjett upp í flest blöð Ev-
rópu. Kvöldið áður kom hann til Berlín
frá bústað sínum. Jeg set hjer lítinn
kafla úr ræðu hins mikla stjórnvitrings:
............„Oss hefur veitt mjög erf-
itt að halda við friðinum í 16 ár. . . .
Það er svoleiðis ástatt á Frakklandi,
að jeg segi: Vjer komumst í stríð við
Frakkland. Hvort það verður eptir 10
daga eða 10 ár, veit jeg ekki. Það er
komið undir, hve lengi hin núverandi
stjórn stendur þar við stýrið. Jeg get því
ekki lofað friði. Það væri markleysa.
Sú eiginlega ástæða til frumv. er hætt-
an, sem vofir vfir frá Frökkum. Þessu
stríði, þessum voða verðum við að fresta
og hamla, því Frakkar byrja stríðið
undir eins og þeir halda, að þeir geti
unnið á oss. Þetta getur orðið með
sambandi eða með sterkari her. Ef
þeir halda, að þeir hafi fleiri hermenn,
betri byssur eða betra púður, þá byrja
þeir strax stríðið. Frakkland er auð-
ugt og menntað land; vjer megum ekki
gera oflítið úr Frökkum. Hver á að
bera ábyrgðina, ef vjer bíðum ósigur?
Mig langar til að stinga upp á að þeir
þingmenn sem skaða ættjörð sína (fella
frumvarpið) verði dregnir fyrir lög og
dóm (heyr). ....... Ef Frakkland
neyðir oss í stríð og vjer komumst í
annað sinn til Parísar, þá munum vjer
ekki hlífa því; vjer munum þá sjá svo
um, að oss verði ekki þaðan hætta bú-
in á næsta mannsaldri (heyr)..........
Það getur líka verið að Frakkastjórn
segi oss stríð á hendur, til að komast
hjá innanlandsóeyrðum og styrkja sjálfa
sig. Napóleon brúkaði stríð til þess;
því skyldi Boulanger ekki fara eins að,
þegar hann verður höfuð stjórnarinnar?
Vjer komum með frumvarpið núna af
því vjer viljum eiga betri landvarnir
að vori, enn að undanförnu. Tíminn
er stuttur og dýrmætur“.
Síðan hófust óvenjulega harðorðar
umræður, sem enduðu í gær, 14. janú-
ar. Breytingaruppástunga um að veita
fjeð til ofannefnds herauka í 3 ár í
stað 7 ára, sem frumvarpið fór fram á,
var samþykkt með 186 atkvæðum móti
154. Bismarck vill ekki hliðra neitt
til og uppleysti þingið. Nýjar kosning-
ar 21. febrúar. Sem stendur er því
nokkuð líkt ástatt á Þýzkalandi og í
Danmörku.
Nýjar bækur. Undir jólin koma æ-
tíð út beztu bækurnar á árinu, það er
að segja af rómönum, leikritum og kvæð-
um. í þetta sinn, eins og síðustu ár-
in, eru beztu bækurnar, sem koma út
hjer í Höfn, eptir Norðmenn. Rosmers-
holm, sorgarleikur eptir Ibsen. Hann
sýnir í honurn ýmsa galla hægrimanna
og vinstrimanna, og sjest enn sem fyr,
að hann er hvorugt. Þjóðverjar eru
farnir að leika sorgarleik hans „Aptur-
göngur“ og þykir hann nokkuð hroða-
legur, en viðurkenna þó að liann sje
meistaralegur. „Snjór“, róman eptir
Kjelland. Klerkadóminum og kreddum
hans er þar líkt við snjóinn, sem byrg-
ir allt og hilmir yfir, og lýst stríði
klerkdómsins við tíðarandann. „Dætur
herforingjans“ eptir Jonas Lie, lýsir
því hvernig broddborgarar eyðileggja
margar góðar taugar með uppgerð og
tilgerð og tilhaldi. Komin út þýðing
á G-unnlaugs sögu ormstungu, Gísla
Súrssonar og Hrafnkels Freysgoða ept-
ir svenska skáldið Bááth með ágætis-
myndum í eptir Jenny Nyström, fræg-
asta kvennmálara Svíþjóðar. Enn má
nefna eina bók, sem hefur verið gerð
upptæk í Noregi og Danmörk, Albert-
ine eptir Krogh, norskan málara. Ge-
org Brandes hefur lokið lofsorði á hana
og mótmælt upptöku hennar, og í
Kristjaníu hafa margir gert það sama.
Efuið er lífsferill einnar lauslætiskonu.
Ýmislegt. 1889 á að verða stór-
kostleg sýning i París í minning 100
ára afmælis stjórnarbyltingarinnar miklu.
meðal þeirra stórhýsa, sem á að reisa
fyrir sýninguna, er 940 feta hár turn
úr járni. (Hæsti turn, sem til er er nær
500 fet á hæð).
Um jólaleytið voru ákaflega miklir
snjóar á Þýzkalandi; fjöldi manna urðu
úti og ýmsar skemdir leiddi af þeim.
Annars er tíðarfar gott hjer.
Veðurfræðingur einn hefur sagt fyr-
ir að 6.—8. febrúar og 20.—22.febrúar
verði stormar miklir; reyndin mun nú
bráðum sýna, hvort liann er sannur spá-
maður.
Eptir síðustu skýrslum er fólkstala
hjer í Höfn rúm 290,000 manns.
Nú eru menn farnir að fasta lengur
en frelsarinn. ítalskur maður að nafni
Merlatti, hefur fastað 50 daga í París.
Nefnd af læknum hefur liaft strangar
gætur á því, að liann neytti einskis
nema blávatns. Maðurinn var nær
dauða enn lífi á eptir og varð að ger-
ast brjóstmylkingur í annað sinn. Jafn-
vel hjer í Höfn bjóða menn sig til að
fasta fyrir fje.
Reykjavík. 11. febr. 1887.
Ný lög. 4 lög af þeim, er síðasta
þing samþykkti, hefur konungur stað-
fest 4. des. f. á.: 1. lög um prent-
smiðjur (sjá 39. tbl. Þjóðólfs f. á.). 2.
lög um breyting á lögum um ýmisleg