Þjóðólfur - 25.02.1887, Blaðsíða 2
30
skólans. Sýslunefndirnar kjósa 3 menn
í skólastjórnina, sem hefur eptirlit með
stofnuninni og með fylgi skólastjóra
ræður úr öllum vandamálum, sem sl ofn-
uninni við koma. Yfirumsjón stofnun-
arinnar hefur amtsráðið í Norður- og
Austuramtinu. „Reglugjörð fyrir skóla-
stjóra“ og „Skrá um skyldur og rjett-
indi skólastjórnarinnar11 hefur verið sam-
in og staðfest af amtsráðinu. E>að er
hjer ekki rúm til að fara út í efni þess-
ara reglugjörða, en þess skal þö að eins
geta, að skólastjórinnfærákveðinn hluta
(prósentur) af árlegum gróða skólabús-
ins, og ef það rýrnar, ber hann að
nokkru þann halla eptir vissum reglum,
sem teknar eru fram í „reglugjörðinni
fyrir skólastjóra11. Þetta gefur honum
persónulega hvöt til að vanda bústjórn-
ina. — Ef farið yrði að skipa búnaðar-
skólamálinu með lögum, ætti eptir því
fyrirkomulagi, sem bent er á hjer að
framan að ákveða, að Eyjafjarðarsýsla
skyldi vera með um Hólaskóla. Yjer get-
um ekkisjeð, að Eyfirðingar hafi nokkra
ástæðu til að vera því mótfallnir. Þeir
geta haft hönd í bagga með stjórn
skólans, því að sýslunefndirnar kjósa
skólastjórnina, og yrði þá að líkindum
einn maður úr hverri sýslu í henni.
Það er mjög slæmt, að Eyfirðingar skuli
láta svo lítið til sín heyra um þetta
mál, því að fróðlegt væri að vita, hvað
þeir ætla sjer í því.
Þess er áður getið, að Þingeyingar væru
að hugsa um að koma upp hjá sjer
búnaðarskóla, eða fyrirmyndarbúi, sem
ætti að vera eign búnaðarskólastjórans,
en landsjóður lánaði fje til að koma
skólanum á fót og síðan fái skólastjóri
árlegan styrk. Mál þetta kom fyrir
amtsráðið á síðasta fundi þess, oglagði
það fyrir sitt leyti samþykki sitt á
þessa stofnun, þótt undarlegt megi virð-
ast. Eptir frjettum af sýslufundi
Suður-Þingeyinga í fyrra mánuði (19.
—21.) hefur þó þetta farizt fyrir að
minnsta kosti í bráð, enda hefði þessi
stofnun eigi verið heppileg, því að bæði
átti hún að vera eign skólastjórans, og
gat eigi orðið nema smáskóli, þar sem
Þingeyjarsýsla ætlaði að vera ein um
hann. Þingeyingar ættu því ekki að
halda lengra út í þetta mál, heldur
ættu Þingeyjar- og Múlasýslurnar að
ganga í búnaðarskólasamband og vera
allar um einn skóla. Ætti þá annað-
hvort að hressa Eiðaskólann við og
hafa hann sameiginlegan fyrir allar sýsl-
urnar, eða leggja hann niður og stofna
þennan sameiginlega búnaðarskóla í
Þingeyjarsýslu eða annars staðar, þar
sem tiltækilegast þætti, og leggja til
hans eigur Eiðaskólans. Vera kann,
að Múlasýslurnar vilji ógjarnan leggja
hann niður, en þær mundu þó eigi
verða því mótfallnar, ef þær með því
gætu fengið Þingeyjarsýslu í búnaðar-
skólasamband við sig, því að sameig-
inlegur skóli fyrir þær allar gæti orð-
ið öflugri en Eiðaskólinn er, eða verð-
ur fyrst um sinn.
Það er margt fleira í búnaðarskóla-
málinu, sem þarf að rita um, en því
miður er eigi rúm til þess alls, enda
hefur blað vort í fleiri horn að líta.
Vjer höfum að eins bent á það, sem
vjer teljum bráðnauðsynlegast. Það
dugir ekki að halda áfram í þessu máli
með sama stefnuleysi, sem verið hefur
og að sinn fari í liverja áttina. Það
dugir ekki, að sumir sjeu að pukra
sjer, en aðrir annaðhvort, geri ekkert eða
spilli fyrir viðleitni Iiinna, sem stefna
í rjetta átt. — Það eru til mennta-
stofnanir fyrir embættismenn vora, þar
sem þeir eiga að fá þá þekking, sem
þeir þurfa til að geta staðið viðunan-
lega í stöðu sinni, og til þeirra mennta-
stofnana eru lagðir tugir þúsunda króna
árlega af landsfje. En lítið sem ekk-
ert hugsað um að koma upp viðunan-
legum menntastofnunum fyrir bænd-
ur með því fyrirkomulagi, sem gæti
tryggt þeim stofnunum langlífi og góða
frambúð, og þó hljóta allir að játa, og
eins þeir, sem fara í öfuga átt í bún-
aðarskólamálinu, að þær menntastofn-
anir, sem gætu kennt bændum og bænda-
efnum vorum að standa vel í stöðu
sinni sem bændur, eru engu síður á-
ríðandi fyrir þjóðina, en menntastofn-
anir fyrir embættismenn.
Hvernig hefur fískazt hjer á fískimiðum
12 síðustu árin i febrúarmánuði?
—:0:—
Af því að jeg ímyndamjer, aðmörg-
um af þeim, sem stunda hjer sjó, þyki
gaman að sjá eða rifja upp fyrir sjer,
hvernig hjer hefur verið varið fiskiafla
í febrúarmánuði 12 seinustu árin, vil
jeg biðja yður, herra ritstjóri! um að
ljá eptirfylgjandi línum rúm í blaðiyð-
ar. Jeg hef gjört þennan útdrátt úr
dagbók minni og mun ekki skakka miklu
að því er aflan snertir.
1874. 12. febrúar fiskaðist hjer vel
þorskur og stútungur, ensáfisk-
ur var horfinn eptir hinn 27.
1875. í Þorralok ekki orðið fiskvart;
25. reyndu menn hjer, urðu var-
ir, rýr stútungsfískur. [Hákarla-
skipið „Fannyu (eign G. Zoega)
fór út á hákarl 24. febr.].
1876. Hjer var reynt 8. febr., en ekki
fiskvart; 21. var róið og fiskað-
ist vel væn ísa og þorskvart.
[Fanny og Jleylijavíldn fóru
bæði út 14. febrúar. Rvíkin
kom aptur inn 18. með 26 tn.
lifrar og fór út aptur 21.).
1877. Menn reyndu lijer í fyrsta skipti
22. febr., en urðu ekki varir, þótt
Akurnesingar þá fyrir nokkrum
dögum (líkt og nú) hefðu fiskað
7—10 í hlut af ýsu og vænum
stútungi. Allan fyrri hluta mán-
aðarins sóttu menn hjeðan mik-
inn fisk suður íGarðssjó. [Fanny
og Rvíkin lögðu út 16. febr. en
komu inn aptur vegna veðurs
19. febr. og lögðu eigi aptur út
fyrr en 1. marz].
1878. Hjer reynt í 1. skipti 16. febr.;
urðu að eins fiskvarir (1—3 í
hlut); 19. var aptur róið og fisk-
aðist prýðilega, allt að 40 íhlut
af vænsta þorski, og þessiágæti
afli hjelst út mánuðinn. Akur-
nesingar fiskuðu þá fyrir miðj-
an mánuðinn 3—10 í hlut af
stútungi og ýsu og um sama
leyti sóttu menn hjeðan mjög mik-
inn fisksuður í Garðssjó. [Reykja-
víkin fór það ár ekki út fyrr en
19. marz].