Þjóðólfur - 25.02.1887, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.02.1887, Blaðsíða 3
31 1879. Almennt róið hjer 12. febr. og fiskaðist frá 20—45 í lilut af stútungi og þorski og daginn ept- ir (13. febr.) fiskuðu Álptnesing- ar um 30 í hlut; 15. fiskaði al- menningur hjer vel ogþeireinna bezt, sem grynnst voru á „Sviði“, allt að 40 í hlut afvænum stút- ungi og þorski, ýsuvart. Síðast í febrúar var fiskur hjer um allan sjó. [Rvíkin og Gylfifóru út 23. febr.]. 1880. 16. febrúar reru þrennir og fiskuðu allt að 38 í hlut af væn- um fiski; þorraþrælinn fiskaði al- menningur 20—40 í hlut af þorski og stútungi, en nokkuð dró úr aflanum síðari part mánaðarins, því þá gjörði norðanhörku. [Rvík- in og Gylfi fóru út 13. marz]. 1881. Hjer varð aldrei á sjó komið fyrir hörkugaddi; 26. reru Álpt- nesingar og fiskuðu allt að 17 í hlut [Rvíkin og Gylfi fóru eigi út fyrr en fyrst í apríl]. 1882. 27. leitaði einn víða og fjekk að eins 2 í hlut af stútungi [R- víkin og Gylfi út 1. apríl]. 1883. Einlægir útsynningsbyljir allan mánuðinn, 28. reru tvennir og fjekk annar 20 en hinn 4 í hlut af stútungi og þorski á vestri brún [Reykjavíkin og Gylfi út 13. marz). 1884. 21. febr. reyndu tvennir, en urðu ekki fiskvarir; reynt apt- ur 25. febr. og komu þá 2 kol- ar á skip [Rvíkin ogGylfiútl3. marz]. 1885. 5. febr. fór einn vestur í Kambs- leiru og fiskaði 18 fiska á skip (vænn stútungur ogýsa). Norð- anbál um miðjan mánuðinn; 20. rera Akurnesingar og fengu hæst ellefu á skip (ýsa, stútung- ur og þorskvart); 21. og 23. var hjer reynt en ekki fiskvart. [R- víkin og Gylfi út 8. marz). Reykjavík 21. febr. 1887. J. Jönassen. Reykjavík. 25. febr. 1887. ttannalát og slysfarir. „18. janúar andaðist að Húsavík, eptir 10 daga þunga legu í taugaveiki, hjeraðslæknir Jón Sigurðsson. Hann var fæddur í Flatey á Breiðafírði 30. maí 1853; var sonur fyrrum kaupmanns Jóhnsens sál. í Flatey og konu hans, Sigríðar, sem nú er í Flatey. Þar ólst hann upp ásamt systrum sínum 4, sem nú eru á lífi, konu Jóns kaupmanns Guð- mundssonar í Flatej, konu síra Sig- urðar prófasts í Flatey, konu Geirs Zoega skólakennara í Reykjavík og einni sem ógipt er. Jón heitinn útskrifaðist úr Reykja- víkurskóla árið 1877 og gekk þá á læknaskólann, tók þar embættispróf sumarið 1881. Dvaldi svo í Khöfn næsta vetur. Hann fjekk veitingu fyr- ir Þingeyjarsýslu (12. læknishjeraði) 29. apríl 1882. Kom um sumarið til Húsa- víkur og dvaldi þar einhleypur, þar til 27. ágúst síðastliðinn að hann kvæntist Guðrúnu Birgittu Gísladóttur Oddsonar bónda á Loðkinnhömrum við Arnar- fjörð. Jón sál. var mesta prúðmenni og ljúfmenni í allri framgöngu og reynd- ist mjög góður og samvizkusamur lækn- ir. Það eru því eigi að eins ástvinir hans og vandamenn fjær og nær, sem sakna hans mjög, heldur og allir inn- búar þessa hjeraðs, því að allir, sem þekktu hann, finna til þess fnikla skaða, sem orðið hefur við fráfall hans. Hann var jarðaður að Húsavík 2. febr.“— R. 26. f. m. urðu 2 skipskaðar í Bolungarvík fyrir vestan; 8 menn fórust, en báðum formönn- unum varð bjargað. Hafa pannig farist 36 menn í sjóinn hjer við land i f. m. — Yinnumaður í Vigur í ísafjarðardjúpi drekkti sjer fram af kletti par á eyjunni snemma í f. m. — Yinnumaður frá Hvítadal i Dalasýslu hrapaði til dauðs 31. f. m. 2. þ. m. varð úti Eigill Benediktsson, bóndi frá Köldukinn i Haukadal i Dalasýslu. Aflabrögð. Nýl. var róið á Akranesi og fenga menn þar 2—12 í hlut; annarstaðar eigi vart við Paxafl. Á Eyrarb. var róið á föstudaginn var; aflaðistþááStokkseyri 10-20 í hl. af þorski og ýsu. -Md'M O Ð. —:o:— Ný lækningaraðferð við brjóstveiki. Lækn- ar tveir í París, Prengrueber og Beurmann læknuðu i vetur 12 ára gamla stúlku, sem þjáð- ist af brjóstveiki og var svo lángtleidd, að menn bjuggust þá og þegar við dauða hennar. Gerðu þeir það á þann hátt, að þeir skáru upp brjóst- holið undir herðarblaðinu, flóu skinnið á dálitl- um bletti, skáru sundur vöðvana með krosskurði, svo að 5. og 6. rifbeinið varð bert, skáru sundur beinhimnuna og tóku 5 sentímetra (tæpra 2 þuml.) langt stykki úr hverju rifbeini, svo að lungað varð bert. Siðan brenndu þeir burt hinn sýkta hlut lungans. Yið þetta missti sjúklingurinn mjög lítið blóð, og eptir 3 vikur var sárið gró- ið svo, að menn sáu fram á, aðsjúklingurinnyrði svo alheill. Læknarnir ljetu í skýrslu sinni um þetta i ljósi, að lungskurður væri næsta auð- veldur, og mjög sennilegt væri, að þessi lækn- ingaraðferð gæti gjört mikið gagn, þegar um lækning á brjóstveikum mönnum vœri að ræða. AUGLYSINGAR Uppboðsauglýsing. Þar eð boð það, er 22. f. m. vargjört í sexæring með áhöldum, tilheyrandi dánarbúi Gísla sál. Björnssonar áBakka, ekki hefur orðið samþykkt af skipta- rjettinum, verður tjeður sexæringur boð- inn upp á ný og seldur hæstbjóðanda við opinbert uppboð á skrifstoíu minni miðvikudaginn 9. marzmán. næstkom- andi kl. 12 á hádegi. — Söluskilmálar verða birtir við byrjun uppböðsins. Bæjarfógetinn í Keykjavík 25. febr. 1887. Halldór Haníelsson. 65 Út er komið á minn kostnað : Spánnýtt stafrófskver eptir Jón Ólafsson. Auðveldasta aðferð til að kenna börnum að stafa. Kostar bundið að eins 25 aura, og er þannig ódýrasta íslenzkt stafrófskver. Með nokkr- um myndum og mörgum leturtegundum, þar á meðal snarhönd (skrifletur). Eæst i Reykjavik hjá mjer og Sigurði Krist- jánssyni. Sigfús Eyinundsson. 66 Kirkjusöngsbók um, eptir Jónas Helgason, er til söiuí Reykja- vik hjá Sigurði Kristjánssyni. 6.7 Lýsing á óskilaQe, seldu í Húnavatnssýslu haustið 1886. í Yindliælishreppi. Hv. ær: líkast hvatt og gagnvaglskorið h., sýlt gagnbitað v. — Sv. lambgeldingur: blaðstýft fr. h., fj. fr. bitar 2 apt. v. — Hv. lamb: sýlt i hálft. fr. h., blað- stýft fr. v. í Bólstaðahlíðarhreppi. Hv. lamb : stýft hangfj. apt. h., sneitt fr. hangfj. apt. v. — Hv. lamb: hvatt h., hálftaf fr. v. — Mórautt lamb : sýlt biti apt. h., blaðstýft og biti apt. v. í Svínavatnshreppi. Hv. sauður vgl.. lögg apt. fj. fr. h., sneitt apt. fj. fr. v. — Hv. sauð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.