Þjóðólfur - 25.02.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.02.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. YerÖ árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (sltrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXIX. árg. ReykjaTÍk, föstudaginn 25. fekrúar 1887. Xr. 8. Búnaðarskólamáliö. n. (Niðurl.). Eins og menn hafa verið ósammála um fyrirkomulag búnaðar- skólanna, þannig hafa menn ekki síð- ur misjafnar skoðanir um hitt, hve margir þeir eigi að vera á landinu. — Margt getur að vísu mælt með því, að hafa þá að eins tvo, annan fyrir Norður- og Austuramtið og liinn fyrir Suður- og Vesturamtið, en þó sjáum vjer eigi, að ókleyft sje, að hafa þá fjóra á öllu landinu, einn í liverjum fjórðungi eða tvo í Norður- og Austur- amtinu, einn í Vesturamtinu og einn í Suðuramtinu; ætti þá einn af þeim að verða með tímanum fullkomnastur eða viðunanlega vísindalegur, eins og Torfi Bjarnason heldur fram í Andvara 1884. Að hafa þá fleiri, yrði tómt kák; eng- inn skólinn gæti þá orðið viðunanlega góður, því að fje vantar til þess. Eða hvar ætti að taka það fje? Það er og mjög óvíst, að góðir forstöðumenn og kennarar fengjust til margra skóla, og mundi íúllerfitt að fá þá til fjögra, hvað þá heldur fleiri. En þá kemur sú spurning, hvernig *tti að skipa þessu máli, úr því sem komið er. Einn meðal hinna merkustu baenda landsins, sem mikið hefur hugs- nð um þetta mál, hefur bent oss á það. Eptir hans skoðun ætti að skipa þessu máli með lögum sam allrafyrst. Ætti þar fyrst að ákveða, að fjórir skuli vera bunaðarskolar a landinu; í öðru lagi, hverjar sýslur skuli vera um hvern skóla; það má eigi láta það óákveðið, l’vi að ef svo væri, mundu sumar sýslur ^raga sig í hlje um óákveðinn tíma, þess að tiltölulegur liluti þeirra af búnaðarskólasjóðnum og árlegt búnað- arskólagjald yrði notað til að styðja búnaðarskólana. Til þess að koma 8kólunum á fót, ætti landssjóður að lána nóg fjc. Til skólanna ætti og að ganga af búnaðarskólasjóðnum tiltölu- legur hluti þeirra sýslna, sem væru um hvern skóla og árlegt búnaðar- skólagjald þeirra. En af því að það yrði eigi nóg, ætti þingið að veita í fjárlögunum hverjum skóla sjerstakan styrk, sem þingið ætti beinlínis að á- kveða, enn hafa hann ekki innifalinn í styrknum til eflingar búnaði, því að ef svo væri, er hættara við að styrknum yrði misskipt milli skólanna. Þessi árlegi styrkur úr landssjóði yrði nátt- úrlega að miðast við útgjöld hvers skóla, t. a. m. laun kennara, meðlag með námspiltum, endurborgun á lán- um, framkvæmdir skólans og tilraunir o. s. frv. Hve mikill kostnaðurinn yrði, fer eptir því, í hve stórum stýl hver skóli væri, en mjög mikill gæti hann ekki orðið og allrasízt, þegar fram í sækti og bú skólans væri orðið stórt og blómlegt. Vera kann að sumum, einkum þeim sýslum, sem lítinn eða engan áhuga hafa á búnaðarskólamálinu, mundi þykja liart að skipa þessu máli þannig, — þykja hart, að láta taka tiltölulegan hluta sinn af búnaðarskólasjóðnum og árlegt búnaðarskólagjald og leggja það til hlutaðeigandi skóla og eins og neyða þær til að ganga í búnaðarskóla- samband við aðrar sýslur. En slíkar og þvílíkar skoðanir eru ástæðulausar, og þeir, sem þær kynnu að hafa, sýna með þeim skammsýni sína og áhuga- leysi á að tryggja bændum og bænda- efnum þær menntastofnanir, sem eiga að veita þeim þá þekking, er þeir þurfa, til að standa vel í stöðu sinni sem bændur. Samkvæmt því, sem áður er sagt, ætti því að gera Ólafsdalsskólann opin- bera eign og láta hann vera fyrir Vestur- amtið. Þetta ætti mönnum að vera því fremur áhugamál, semTorfi Bjarna- son er meðal hinna færustu manna landsins til að vera búnaðarskólastjóri, og gæti því komið skólanum í gott lag, sem væri ómetanlegt fyrir fram- búð skólans. Vjer getum ekkiímyndað oss, að þetta mætti mótstöðu frá Vest- uramtsbúum og ekki heldur frá hálfu Torfa Bjarnasonar, svo framarlega sem hægt væri að bjóða honum viðunanlega kosti. Á sama liátt ætti ekki að lv^lda lengra út í stofnun Hvanneyrarskólans, nema því að eins að allt Suðuramtið væri um hann og hann væri opinber eign. Það er Borgarfjarðarsýsla ein, sem er að berjast fyrir þessum skóla; eru eng- in líkindi til, að hún ein geti lagt svo mikið fje til lians, sem með þarf, og hins vegar næsta ólíklegt, að til hans fáist svo mikið fje úr landssjóði, að skólinn geti komizt á þennan hátt í viðunanlegt horf. Búnaðarskólinn á Hólum var upp-' haflega stofnaður í þeirri von, aðEyja- fjarðarsýsla yrði með Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum um skólann; lofuðu Eyfirðingar því í fyrstu og ljetu einu sinni 500 kr. til skólans, en svo kom apturkippur í þá, og þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafa þeir eigi sinnt þessu máli síðar. Af þessu hefur leitt, að Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur liafa verið einar um skólann, og hann orðið í meiri fjárskorti en ella hefði orðið, því að þótt sýslur þessar hafi lagt til hans meiri hluta þess fjár, sem þeim hefur hlotnazt af fjenu til eflingar búnaði, þá hefur það ekki nánda nærri nægt, þar sem hann hefur fengið næsta litið fje beinlínis úr landsjóði. EfEyjafjarð- arsýsla hefði verið með, hefði liluti henn- ar af búnaðarskólasjóðnum og árlegt búnaðarskólagjald gengið til skólans og jionum þannig aukist kraptar. Eins og áður er getið er skólinn obinber. Skóla- stofnunin á jörðina, búið og öll áhöld

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.