Þjóðólfur - 19.03.1887, Síða 1
Kemur út á föstudags-
öiorgna. Verö árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir 15.júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund*
in við áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXIX. ár£. Reykjayík, laugardaginn 19. marz 1887. Nr. 12.
Nokkur orð um verzlun-
— :0:—
Það eru harðir tímar hjá oss nú, ó-
áran á sjó og landi, og verzlunarvand-
ræði. Útfluttar vörur minnka stöðugt
og lækka í verði, en aðfluttar vörur
lækka ekki í verði að sama skapi, og
kaupmenn ganga ákaflega hart eptir
skuldum, einmitt nú þegar óhægast er
að borga. Það er nú auðsætt, hvað af
því leiðir, þegar útfluttar vörur hrökkva
ekki til þess að borga þarfir lands-
manna. Annaðhvort verður þjóðin að
lifa við sult og seyru, en það drepur
úr henni kjark og sjálfstæði, og hindr-
ar alla eðlilega framför, eða skuld-
irnar fara sívaxandi og steypa henni
loks í eymd og ánauð. Hallærislánin
eru hryllilegur vottur þess. Menn verða
aldrei nógsamlega varaðir við þeirn. Þau
hjálpa aldrei til gagns, heldur að eins
auka vesöldina. Að láta ekki hugfall-
ast, það er hið eina sem dugar. Þá
finna menn ætíð ráð, til þess að bjarga
sjer sjálfir. Og nú ríður mest á því að
finna góð ráð, til þess að bæta úr vand-
ræðunum. Að koma útfluttum vörum
í sem liæst verð, og fá aðfluttar vör-
ur með sem lægstu verði, það er eitt
af aðalatriðum þessa máls. En kaup-
menn vorir stuðla lítt til þess; verzl-
unaraðferð þeirra flestra miðar til hins
gagnstæða. Vjer getum því eigi látið
þá ráða; ekki borið traust til þeirra að
leysa vandræðin. Vjer verðum að hjálpa
oss sjálfir, það mun bezt-duga; „sjálfs
er höndin hollust11. En það er lítil hjálp
eða framför í því, að takmarka þarfirn-
ur meira og meira, unz þær verða skræl-
ingjaþarfir. Hitt er nær, og samboðn-
ura frjálsum mönnum, að auka borgun-
areyrhm, og afla þarfanna á sem ódýr-
astan hátt. En til þess þarf að breyta
Verzlun vorri frá rótum, og vjer verð-
úm að gera það sjálfir. Útlendir kaup-
Þenn gera það aldrei til gagns; þeir
sjúga bara úr oss merg og blóð, og
flytja það út úr landinu. Að mörg-
um af oss sje að verða þetta ljóst, það
sýna pöntunarfjelög þau, sem myndazt
hafa víðs vegar um land, og þegar hafa
unnið ómetanlegt gagn. Fjelög þessi
munu við hafa ýmsar reglur og aðferð.
Sum þeirra standa í sambandi við kaup-
menn erlendis, er selja þeim vörur í
stórkaupum, og kaupa íslenzka vöru á
sama Iiátt, t. d. Slimon. 'Með þessu
vinnst mjög mikið í verðlækkun á hin-
'um aðfluttu vörum, en ætíð sjer þókaup-
maðurinn um sig. Það er líka eðlilegt.
Önnur fjelög hafa byrjaðhina svokölluðu
umboðsverzlun. Hún erþannig, að pönt-
unarfjelagið gengur í samband við um-
boðsverzlunarmenn erlendis, er seljafyrir
fjelagið íslenzkar vörur við svo háu
verði, sem unnt, er, og kaupa inn fyrir
það útlenda vöru við lægtsa verði, sem
kostur er á, allt á ábyrgð fjelagsins og
gegn ákveðnum launum, sem ætíð er
hundraðsgjald af hinum keyptu og seldu
vörum, oytRSt 211v010. Umboðsmenn leggja
út fje fyrirfram fyrir fjelagið gegn
vægum leigum, sjá um flutning á vör-
um o. s. frv. Þessi aðferð hefir gefizt
því mjög vel, enda er hún eðlileg, því
að hagur umboðsmanna og fjelags-
ins fer saman. Það er þessi aðferð,
sem kaupfjelag Þingeyinga við hefur,
og mun það liafa í þessu efni farið
lengst allra pöntunarfjelaga í því, það
hefur jafnvel tekið gufuskip á leigu
fyrir eigin reikning til vöruflutninga
og sauðaflutnings. Þegar þessi aðferð
er við höfð, ríður mest á að útvega
efnaða, duglega og vandaða umboðs-
menn, er reki erindið trúlega, og sjeu
kunnugir á mörkuðum erlendis, og
þörfum vorum. Og þetta er ekki svo
mikill vandi, sem margur mundi ætla.
Landi vor, herra Jón Vídalín hefur
komizt í samband við duglega umboðs-
verzlunarmenn í Englandi, þá herra
A. Zöllner & Co. í Newcastle on Tyne,
og hafa þeir nú í ár haft mikið umboð
á hendi, fyrir þrjú pöntunarfjelög,
kaupfjelag Þingeyinga, pöntunarfjelag
Fljótsdæla og verzlunarfjelag Dalasýslu,
og hafa þeir reynzt ágætlega. Mun
mega fullyrða, að vörur þær, er þeir
hafa útvegað, sjeu hinar ódýrustu, sem
til landsins hafa komið í ár, að minsta
kosti til Norðurlands, og þó vandaðar
vörur. Hve hagurinn er mikill að
þessum viðskiptum, má ráða af því, að
Þingeyingar telja, að vörurnar frá þeim
Zölluer & Co. hafi orðið þeim 30°/0
ódýrari, en ef þeir hefðu keypt þær í
fastaverzlunum nyrðra; er slíkt stór-
kostlegt, enda eflist fjelag þetta ár frá
ári, þrátt fyrir harðæri og ofsóknir.
Þeim, er skipti vilja eiga við þá
Zöllner & Co.; er hagfeldast að snúa
sjer til herra Jóns Vidalíns. Hann er
fús til að leiðbeina öllum í þessu efni.
Vér hikum því eigi við, að ráða öllum
þeim, er pöntunarfjelög vilja stofha, til
þess, að snúa sjer til þessara manna,
sem reynzt hafa svo vel, enda munu
þeir fúsir til að taka að sjermeiraum-
boð hjeðan frá landi. Kaupfjelag Þing-
eyinga liefur nú þegar pantað hjá þeim
yfir 1000 tunnur af kornvöru, og mikið
af öðrum vörum, sem koma eiga upp
til Húsavíkur snemma í vor, ef ekki
hindrar ís og óveður.
Bókmenntafjelagið
(eptir sveitaprest).
Hjá jafnfámenntri þjóð, eins og vjer
íslendingar erum, er fjelagsskapurinn
ekki sízt nauðsynlegur í öllu því, sem
lýtur að bókmenntum vorum. Hjer er
ekki mikið um bóksala, sem bein hafa
í hendi, og þó að meira væri um þá
en er, þá er því nær ókljúfandi að koma
nokkru gagnlegu á prent nema því, sem
eptir smekk þjóðarinnar í þann svipinn