Þjóðólfur - 19.03.1887, Side 3
47
kvað vera margfallt sterkari eu þau
sterkustu, og halda þeim leyudum, þá
veit þetta á stríð. Blöðin þýzku liafa
útmálað þœr skelfingar, sem mundi
dynja yfir Þýzkaland ef það yrði und-
ir. Hræðslan fyrir stríðinu lamar við-
skipti manna á milli. Skuldahrjef o. fl.
hœkka og lækka í verði eptir ófrið-
arútlitunum. Rússar láta skilja á sjer,
að þeir vilji ekki eiga neitt við Búlg-
aríu, til þess að hafa lausar hendur og
að þeir muni ekki sitja hjá, ef Frakk-
land verður undir. Austurríkismenn
og ítalir verða að hjálpa Þjóðverjum
og það verður ' voðalegur atgangur.
Smáríkin eru hrædd við, að þau verði
jetin upp af þessum stórfiskum, eink-
um Belgia, því landamæri Frakka og
Þjóðverja eru svo óárennileg fyrir
hvorutveggja vegna víggirðinga, að þeir
verða að gera hana að bardagavelli.
Jafnvel Danir herbúa í gríð, œtla að
verja meira en 4 miljónum í nýjar
byssur, sem voru reyndar í gær að
þinginu áhorfanda, og halda áfram að
víggyrða Höfn. Þessi ófriðargrýla lief-
ur hjálpað Bismark við kosningarnar.
Það var katólski flokkurinn undir for-
Ustu Windchorsts, sem stóð í honum á
seinasta þingi. Nú fjekk Bismark páf-
ann til að senda flokknum opið brjef
með því að hliðra til við hann í ýms-
um kirkjumálum. í því brjefi lætur
Leó. 13. þá vita, að honum væri kært
að þeir greiddu atkvæði með herlögunum.
Þetta tvennt liefur dugað. Kosningarnar
21. febrúar höfðu þau úrslit, að miiri
hluti þingmanna fylgir honum í herlaga-
málinu. Á 60 stöðum var ekki útgert
enn, því fleiri en tveir buðu sig fram
og enginn einn hafði fleiri atkvæði en
hinir tilsamans, svo það verður að kjósa
þar aptur. Hvernig sem þær fara, er
sigur vís fyrir Bismark. í Hamborg
eru tveir sósíalistar valdir og í Elsass
og Lothringen eru allir þingmennirnir
15 að tölu fransksinnaðir. Frökkum
hefur runnið mjög til rifja þessi óbil-
andi ættjarðarást, sem þeir liafa sýnt
aeð þessu, og ritstjóri blaðsins „Hefnd-
in“ (La Revanche) í París hefur talað
8Vo af fijer í blaði sínu, að hann var
tekinn fastur. Berlínarblöðin þreytast
ekki á að tala um Boulanger hermála-
ráðgjafa og háðblöðin afmynda liann á
hverjum degi bakandi hersveitir og
morðvopn. Nafnið Boulanger þýðir nl.
bakari. 3. marz kemur þingið saman í
Berlín. Þá er líklegt, að þingsetningar-
rœða Bismarks segi til, hvort það má
búast við stríði í vor eða ekki.
II. Danmörk. 28. janúar voru al-
mennar kosningar til fólkþingsinsum alla
Danmörku. Aldrei hafa jafnmargir kjós-
endur greitt atkvæði hjer og aldrei hafa
flokkarnir lagt sig eins í líma til að
ná atkvæðum. í Höfn voru á hverju
horni auglýsingar frá flokkunum og
víða hjengu stóreflis flögg um þvera
götuna með nöfnum þingmannaefnanna.
Hvor flokkurinn um sig sendi út ótal
vagna til að sækja kjósendur á kjör-
staðinn. En Kosningarnar fóru svo, að
nú eru í fólksþinginu 76 vinstri menn
en 26 hœgri menn. í Höfn biðu vinstri
menn ósigur, svo að eins einn er vinstri
maður (sósíalisti) af þeim 9, er Höfn
sendir á þing.
Svo bar við, að við kosningu kirkju-
málaráðgjafans Scavenius stje fram
maður nokkur frá Kaupui.höfn og kom
með fyrirspurn, hvernig stæði á því, að
sjálfur kirkjumálaráðgjafinn færi á
vændiskvennahús. Maðurinn var strax
tekinn fastur og sat í varðhaldi 48
tíma. Nú hefur hann gefið út pjesa,
sem gerir grein fyrir fyrirspurninni, og
kveðst hann sjálfur liafa sjeð ráðgjafa
í þessu stússi. Ymsir klerkar hafa tekið
í strenginn með honum, en ráðgjafi
hefur höfðað mál gegn honum.
III. Jarðskjálftinn. Morguninn 23.
febr. kl. 6. vöknuðu menn á Suður-
frakklandi og Norðurítalíu við jarð-
skjálftakipp mikinn. Fólkið þaut liálf-
nakið upp úr rúmunum og reyndi að
forða sjer áður en húsin hryndu ofan
yfir það. — í Nigza þyrptist fólkið sam-
an á bersvæði og geypiverð var gefið
fyrir hverja vagnmynd, sem náðist í,
til þess að búa í. Allir sem gátu
flykktust burt með járnbrautunum. Marg-
ir urðu þó til undir húsunum. Tveir
ítaliskir smábæir hrundu gjörsamlega
niður. Á einum stað haíði 300 manns
þyrpzt iun í kirkjuna til að afstýra
þessum feiknum með bænum, en kirkj-
an hrundi og drap hvert mannsbarn.
Prestarnir sögðu dómsdag vera kominn.
Sagt er að um 2000 manna liafi beðið
bana í jarðskjálfta þessum, og hans varð
vart í Grikklandi og Sviss.
IY. Ýinislegt. ítalir eiga í ófriði
við rauða hafið. Abyssiníumenn rjeð-
ust á þá í janúarlok og veittu þeim
mikið manntjón. Keisarinn í Abyssiníu
ætlar að keyra þá alveg burt af sínulandi.
Hinn nafnfrægi ferðamaður Stanley
ætlar að fara í sumar með her manns
inn í miðja Afriku til að bjarga Evrópu-
manni einúm, sem er umkringdur þar
og aðþreyngdur í sínu eigin ríki af
villimönnum. Það er ákaflega löng og
torsótt leið fyrst upp eptir Kongófljót-
inu og síðan um ókannað land. Áður
en Stanley lagði af stað, var hann gerð-
ur að heiðursborgara í Lundúnum.
Norzkur sagnaritari hefur nýlegá sýnt,
hvernig stendur á því, að ísland fylgdi
ekki Noregi í Kílarfriðnum 1814. Að-
alsmaður sá, sem samdi friðinn af liendi
Svía, var svo illa að sjer að hann trúði
sendiherra Dana, sem sagði, að ísland
Færeyjar og Grænland hefði aldrei
heyrt undir Noreg. Það er nærri ó-
trúleg fávizka af menntuðum manni.
í Gautaborg liefur orðið nýlunda.
Vitskertur maður að nafni Vetterlind
bjóst fyrir upp á lopti og hótaði að
skjóta, hvern sem kæmi upp til hans.
Hann skaut nokkra menn og lögreglu-
liðið og bæjarfólk safnaðist utan um
hann og fjekk eigi aðgjört. í heila
viku stóð umsátrið og allir voru ráða-
lausir. Maðurinn hafði hvorki mat nje
drykk, og á endanum náðu þeir honum
með góðu.
1 Skotlandi náði súfregn póstskip-
inu, að Vilhjálmur Þýzkalandskeisari
væri orðinn hættulega veikur.
Reykjavlk 19. marz 1887.
Morgunblaðið í Kaupmannahöfn
fiutti 26. f. m. ritstjórnargrein um hið
pólitíska ástand á íslandi; grein þessi
er mjög vinveitt vorum málstað, eins
og vant er að vera hjá því blaði. Það
er ekki í fyrsta skipti, að Morgunblað-
ið hefur tekið vorn málstað. Það hef-