Þjóðólfur - 29.04.1887, Síða 2

Þjóðólfur - 29.04.1887, Síða 2
70 aukaþing, en virðist þó vera á þeirri skoðun, að þörf sje á þingi livert ár. Þetta er hvað á .móti öðru, því að auka- þingin leysa þó einmitt úr þessari þörf á árlegu þingi. Það er svo að skilja, að höf. vilji hreyfa málinu, jafnskjótt sem eittlivað hreytist til batnaðar í danska ráðaneyt- inu, og meinar líklega með því, að vinstri menn komist þar að, en ber þó síðar megnt vantraust til vinstri manna. Hvernig á að samrýma það? Van- traust höf. á vinstri mönnum er þó al- veg ástæðulaust eptir þeim ummælum, sem komið hafa fram hjá þeim. Höfundinum flnnst engin minnkun að hætta nú við þetta mál, en þar á móti sje það minnkun, ef vjer hættum seinna við það, því að þá mætti virð- ast, að vjer værum uppgefnir. En ætli það mætti ekki miklu fremur virð- ast, að vjer værum uppgefnir, ef vjer gugnuðum nú við eitt einasta nei, sem slengt hefur verið framan í oss án á- stæðna og röksemda. Ekki getum vjer gjört eins lítið úr skoðun annara þjóða um oss, eins og höf. — Alþjóðaálitið getur í þessu efni haft lík áhrif, eins og almenningsálitið er vant að hafa. Almenningsálitið er ekkert lamb að leika sjer við. Það finna þeir, sem berjast á móti því. Aukaþingið 1886. —:o:— (Niðurl.). í Fensmarksmálinu gerði þingið það, sem það gat í þetta skipti, og nefndin, sem rannsakaði það, á miklar þakkir skilið. En nú er áríð- andi, að þingið að sumri verði nógu einbeitt að höfða mál gegn ráðgjafan- um, ef hann sinnir ekki áskoruninni frá síðasta þingi. Þriðja aðalmálið á aukaþinginn var um hækkun vínfangatollsins. Mál þetta komst þrátt fyrir nokkur mótmæli gegn um neðri deildina, en efri deildin felldi það; er það henni og þeim mönnum sem á móti því voru, til lítils sóma. — Á- stæðurnar á móti málinu voru lítils virði; fyrst að tekjurnar af vínfanga- tollinum mundu minnka sakir minnk- andi vínfangakaupa; en það sýnist ekki vafasamt að landið í heild sinni mundi græða miklu meira, ef vínfangakaup minnkuðu eða hættu algjörlega. Önnur ástæðan var sú, áð í þessu harðæri mætti ekki íþyngja alþýðu með nýjum tollum. Þetta hefði nú verið góð á- stæða, ef um nauðsynjavöru hefði ver- ið að ræða, en nær engri átt, er um aðra eins vöru, og vínföng, er að ræða, sem reynslan hefur sýnt að verða opt og einatt til þess að gera marga að öreigum, steypa konu og börnum i eymd og fátækt, auk allrar þeirrar lieilsu- og siðaspiliingar, sem af vín- fanganautniuni leiðir opt og einatt. — Þriðja ástæðan, að ekki mætti svona á miðju fjárhagstímabili hreyfa við nokkru fjármáli, er varla svaraverð, því að lög um tollhækkun hefði þó eigi getað vald- ið þeim glundroða í fjármálunum að eigi væri liægt að ráða fram úr hon- um. — Úr því að þetta mál var fellt, má ætla, að það bíði, þangað til að tollmálið í heild sinni verður tekið fyr- ir. Ætti þá að leggja hæfilegan toll á allar aðfluttar óþarfavörur að svo miklu leyti, sem hægt væri vegna toll- gæzlunnar, en afnema ábúðar- og lausa- fjárskattinn, sem kemur misjafnt niður á menn, ábúðarskatturinn sakir mis- jafnlega nógrar áliafnar á jörðina og ójafnaðarfulls jarðamats m. fl., en lausa- fjárskatturinn, meðal annars sakir tí- undarsvika og mismunandi arðs af skepnum sökum ólíkra landskosta o. fl., eins og opt liefur verið sýnt fram á. Þórður Guðmundsson. BÓKMENNTIR. Le Fratu'ais parlé par Paul Passy' Heilbronn 1886. Þessi bók er safn af frakkneskum lesköflum bæði í vana- legu máli og ljóðum. Bókin er alls XI +115 bls. Leskaflarnir eru fiestir tekn- ir úr ritum nútíðar höfunda, því að bók- in er ætluð þeim, sem vilja læra hið 1) Höfundurmn er mörgum góðkunnur hjer á landi, síðan hann ferðaðist hjer um sumarið 1885, til að kynna sjer islenzka tungu og bók- menntir. lifandi mál; í henni eru kaflar eptir Daudet, Saint-Simon, Thiers, Meriniée, feðgana Paul og Frederic Passy o. fl.; kvæðin eru eptir Arnaud, Béranger, Lamartine, Musset, Sully Prudhomme, Victor Hugo og Coppée. Nöfn þessara manna eru nægileg trygging fyrir því, að efni bókarinnar er bæði fræðandi og skemmtandi. Hingað til hefur ver- ið sá galli á frakkneskum lesbókum, að framburðinum hefur lítill eða eng- iun gaumur verið gefinn ; einnig erþað fremur sjaldgæft, að frakkneskar orða- bækur hafi framburð orðanna, og þóað sumar hverjar hafi hann, þá getur það þó aldrei verið nema framburður hvers einstaks orðs út af fyrir sig, en sama orð kann opt að vera borið fram á ó- líkan hátt, eptir því hvar það stendur í setningunni, hvort áherzla er á }>ví eða ekki o. s. frv.; eru þá stundum sumir stafir orðanna bornir fram í sam- feldu máli, er annars ekki heyrast, eða hið gagnstæða kemur fyrir, að stöfum er sleppt í samfelldu máli, sem frain eru bornir, ef hvert orð er nefnt sjer- stakt. En með þessari lesbök sinni hefur herra Paul Passy gefið útlend- ingum (því fyrir þá er hún samin) kost á að kynna sjer framburð frakknesk- unnar, sem líkast því, sem hún Nhljóð- ar, þegar hún er töluð eða lesin, með því að önnur blaðsíðan er allt. af prent- uð með nákvæmum framþurði, som táknaður er með vísindalegu en mjög auðlærðu stafrofi, er liann gerir greiu fyrir í upphafí bókarinnar; sýnir hanu þar, hvaða hljóð hver stafur í þessu hljóðfræði'slega stafrofi táknar í hinum ýmsu germönsku málum, þar á meðal í íslenzkufíni; sanii stafur þýðir jafnan sama hljóð, þannig táknar t. d. u ætíð sama hljóð og oo í enska orðinu good, u í þýzka orðinu gut, ú í úngur o. s. frv. í upphafi bókarinnar er og sagt, hvernig rjettast sje að lesa frakknesk- an skáldskap, og varað við því, að lesa hann eptir sömu reglum og það væri latneskur eða grískur skáldskapur. Vjer viljum ráða öllum, sem er um- hugað um að læra rjettan framburð á frakknesku, að kaupa þessa bók, sem menn geta óhræddir reitt sig á að

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.