Þjóðólfur - 03.06.1887, Page 2
90
Fluttar: kr. 4618
Yfirfallshjðl........................— 500
Hús með ofnum........................— 1450
Vatnsleiðslustokkar og hús yfir hjólið — 144
Flutningur á vjelunum frá Húsavík og
að setja þær saman................— 288
7000
Vjelar þessar geta unnið af ull yfir árið:
Kembivjelarnar 10500 pd., verð 25 a.
pundið.................kr. 2625
Spunavjelin 6000 pd., verð 20
a. pd. . ..............— 1200
Tvinnunarvjelin 6000 pund,
verð 10 a. pd..........— 600 = 4425
Árlegur kostnaður:
Olía í ullina 378 pt. 50 a. kr. 189
Baðmolía til áburðar á vjelarnar
150 pt. kr. 1,00 ... — 150
Sodi, ljós og eldiviður . . — 138
Viðhald á snúrum .... — 20
Til að endurnýja kembin . — 100
Rentur og afborgun 6% af
7000 krónum .... — 420
Brunabótagjald .... — 41
Til að endurreisa stofnunina
eptir 28 ár . . . . — 250
Fæði og kaup 3 karlm. og 3.
kvennm. til samans . . — 3117 = 4425
Kostnaðurinn að vinna hvert ullarpund verð-
ur þá 55 a., rýrnun 6 a., að þvo bandið 4 a.
og ullarverðið 60 a., samtals kr. 1,25. Þegar
handið er selt á kr. 1,50 pd., verður hagurinn
að vinna það 25 aurar“.
Magnús liefur enn íremur gert áætl-
un um kostnaú við að koma á fót tó-
vinnustofnun, sem gæti unnið 120000
pd. af ull um árið í þríþætt band;
kemst hann að þeirri niðurstöðu, að sú
stofnun mundi kosta 84000 kr. eptir á-
ætlun yfir árlegar tekjur stofnunarinn-
ar og útgjöld, þar á meðaltaldar rent-
ur og afborgun 6% aí 84000 kr. og til
að endurreisa stofnunina eptir 28 ár
árlega 3000 kr., og kemst að þeirri
niðurstöðu, að árlegur ágóði yrði yfir
50000 kr. „Sje öllum kostnaði og á-
góða skipt niður á hvert ullarpund,
verða hlutföllin þessi: vinnukostnaður
37 a., rýrnun 6. a., ullarverðið 60 a.
og hagurinn 47 a., samtals kr. 1,50,
eins og nú fæst til jafnaðar fyrir pund-
ið af bandinu“. (Niðurl.).
Lærum af harðærinu
sparnað og framtakssemi,
—:o:—
(Niðurl.). Eins og mönnum er kunn-
ugt, er verzlunin að mestu leyti í hönd-
um útlendinga. ' Það er auðsjeð, að
slíkt stendur þjóð vorri mikið fyrir
þrifum, og er ef til vill ein af aðalor-
sökunum til þess að almenningur stenzt
svo illa harðindin, sem nú ganga.
Verzlunin er jafnan talin ein arðsam-
asta atvinnugrein hvers lands. Hagan-
legt fyrirkomulag á verzluninni er því
skilyrði fyrir velmegun hverrar þjóðar.
Það má því nærri geta, hvernig sú
þjóð muni vera stödd, sem einkis verzl-
unararðs verður aðnjótandi, eins og
segja má um oss. Það er eptirtekta-
vert, hvernig kaupmenn vorir haga
sjer; það lítur svo út, sem þeir sjeu
allir samtaka í því, að draga allan verzl-
unararðinn út úr landinu. Um þá sem
eru danskir í húð og hár, má þetta
virðast náttúrlegt, því að það er ein-
kenni hvers góðs borgara, að láta föð-
urland sitt njóta þeirra auðæfa, sem
hann liefur getað unnið af erlendum
þjóðum. En þá eru líka ekki svo fáir
Islendíngar, sem hafa auðgazt af verzl-
un hjer á landi, og mættu menn bú-
ast við, að þeir vildu ekki láta sinn
gróða dragast út úr föðurlandi sínu, en
notuðu hann sjer og löndum sínum til
framfara. Ef vjer gáum að, þá mun-
um vjer verða þess varir, að margir af
þeim íslendingum, sem græða áverzlun
hjer á landi, fara til Kaupmannahafn-
ar og eyða þar auðæfum þeim, sem
þeir hafa komizt hjer yfir, þegar þau
eru orðin svo mikil, að þeir sjá sjer það
fært, eða rjettara: sjá sjer fært að keppa
við danska kaupmenn að skrauti og
ríkilæti. Og fari þeir ekki sjálfir, þá
fara afkomendur þeirra með arf sinn,
til að njóta gæða lífsins í höfuðborg
Dana. Þetta er að vísu ekki alveg
undantekningarlaust.
Þessi aðferð kaupmanna vorra ætti
að vera búin að Ijúka upp augum lands-
manna, og það svo, að þeir ljetu þetta
ekki viðgangast lengur. Það er nú
kominn tími til að nota verzlunarfrels-
ið með öllu leyfilegu móti.
Yjer ættum uú að láta neyðina kcnna
oss útsjón og framtakssemi. Nú erum
vjer ekki færir um að láta stórfje á
ári, til að ala auðmenn í Kaupmanna-
höfn, og erum ekki heldur skyldugir
til þess. Það er því án efa einhver
hinn beinasti vegur til að afstýra hall-
æri, að draga töluverðan part af verzl-
nnararðinum inn í landið, en til þess
eru nú sem stendur ekki margir vegir.
Á meðan vjer getum ekki fengið reglu-
lega innlenda kaupmannastjett, þá mun
það liggja beinast við, að koma upp
verzlunarsamtökum þannig: að bændur
gangi í tjelög, fái sjer umboðsmenn er-
lendis, sendi svo vörur sínar og panti
sjer vörur, allt upp á sinn eigin reikn-
ing. Með því móti njóta hlutaðeigend-
ur kaupanna, eins og þau gjörast á
mörkuðum erlendis, þar sem íslenzk
vara er seld og kaup gjörð á þeim vör-
um, sem til íslands eru fluttar. Með
því móti rýnni meiri partur af þeim
gróða, sem kaupmenn hafa nú, í vasa
sjálfra bændanna.
Það er ekki eins og þess konar fyr-
irtæki hafi aldrei verið reynd fyrri, því
Þingeyingar hafa haft þess konar að-
ferð í hin síðustu 3 ár, og 2 árin hafa
þeir haft mikinn ágóða á móts við aðra
verzlun. Á næstliðnu sumri gengu
Dalasýslubúar í þess konar fjelag að
dæmi Þingeyinga, og heppnaðist það
þannig, að fjelagið græddi í heild sinni
tæpar 5000 krónur á 16000 króna höf-
uðstól, við það sem hefði fengizt hjá
kaupmönnum hjer vestra, hefði verið
verzlað við þá með þá vöru, sem fje-
lagið hafði til umráða. Þessi gróði er
fyrir ekki stærra svæði, en það er fje-
lagið náði yfir, á við meðal hallærislán;
en drengilegra er að afla sjer fjár á
þann veg, en að fá það að láni ■ oða
gjöf. Hefði nú Dalasýslubúar verzlað
með alla sína vöru við • sams konar
verzlunarfjelag, og það er þeir verzl-
uðu við á næstliðnu sumri, með líkum
hag, þá mundi hagnaður sá, er verzl-
unin liefði fært þeim, hafa orðið álit-
leg upphæð, og mundi það sýslufjelag
þá vart verða í fjárþröug ívetur. Slíkt
hið sama mætti segja um öll sýslufje-
lög, ef þau liefðu þetta ráð.
Það er fernt, sem mundi forða al-
menningi mjög frá bjargarskorti á næst-
komandi ári, þótt sama árferðihjeldist:
sparnaður á öllu því, scm komast má
af án; góð hagnýting á öllu því sem