Þjóðólfur - 03.06.1887, Síða 4

Þjóðólfur - 03.06.1887, Síða 4
r hjálpi þeim siðferðislega, dómstóli, sem eptir því á að standa í opnu striði við pá stofnun i mann- legu fjelagi, sem alstaðár í menntuðum heimi er álitin og viðurkennd bezta trygging fyrir rjetti einstaklingsins!! Jeg vil benda lesendunum til, enn í einu að brjóta sannleiksást greinarhöfundarins til mergjar, þar sem peir geta það með þvi, að halda sjer einungis til þess, sem liann segir sjálfur í grein sinni. Hann segir framarlega í henni miðri, að : skuldir sem á betri árunum söfnuðust, sje nú kallaðar með þessari harð- neskju, en í niðurlagi greinar sinnar segir hann að: ávöxturinn af þessum aðförum sje „Kaupfjelag Þingeyinga“. Með öðrum orðum, að aðbtið mín að mönnum 1886 og 87, hafi framleitt þann fjelagsskap með bændum, sem þeir stofnuðu 6 ef ekki 6 árum áður og síðan hefur verkað árlega !2 Þessu dugir nú ekki greinarhöfundinum að neita, nema hann vilji eða þori að neita þvi, sem öllum er kunnugt, að fjelagið hafi verið til þennan tíma, sem jeg segi. En jeg veit ósköp vel, hvar fiskur liggur nndir steini. Kaupfjelagið og þá um leið al- menningur, ætlast til, að Húsavíkurverzlun þjeni því sem sá bakhjallur, sem fjelagið get- ur ekki án verið, ef það á að geta lafað uppi og sem verzlun þessi Ííka er enn að því leyti, sem hún heldur lifinu í þeim fátækustu, sem annars yrði hlutverk hinna efnaðri að taka upp á sina arma. Sannleikskjarninn, sem fæst út úr öllu þessu, verður Ijósastur með því, að klæða hann i orð og leggja þau Kaupfjelaginu í munn á þessa leið: Kaupfjeiagið við verzlunarstjórann: „Jeg ætla nú að ganga milli bols og höfuðs á þjer og verzluninni og fyrst þú vilt ekki leyfa mjer það, ertu fantur!“ Er þá ekki náttúrlegt þó verzlunarstjórrnn svari: „Ætlast, þú ekki til þessa af mjer, því að þajhdeyfi jeg þjer ekki meðan jeg ræð við og gæti heldur ekki leyft þjer það, án þess að svíkja lánardrottna mína, og vera maður að verri fyrir bragðið, en ekkí einasta það, heldur fyrírlitlegur rætíll um leið“. Þótt jeg viti, að sá vegur standi opinn að öðl- ast þannig velþóknun manna, þá vil jeg ekki kaupa bana því verði, hversu annt sem mjer annars væri, að lifa í friði og samlyndi við þá, 2) Þetta er ekki rjett., í greininni stend- ur: „Þetta er allt rnjög íhugnnarvert fyrir við- skiptamenn að hafaselt sjálfstæði og frelsi fyrir kram (o: á undanförnum árum), fyrir verzlun- ina, að kremja dug og krapt úr þjóðinni . . . Bn ávöxturinner . . . Kaupfjelag Þingeyinga“. Með öðrum orðum, fjelagið er ávöxtur, ekki af verzlunarlaginu 1886—87 eingöngu, heldur er það eins og önnur pöntunarfjelög ávöxtur af verzlunarlagi, eða öllu heldur verzlunarólagi því, sem staðið hefur í mörg ár og allir liinir skynsamari menn þjóðarinnar eru óánaigðir með; kemur þannig engin mótsögn hvað þá heldur ósannsögli f'ram hjá greinarhöf. Ritstj. 92 sem jeg er settur á meðal. Gull má kaupa of dýrt, auk heldur annað eins hnoss eins og þá velþóknun, sem á slíkum grundvelliværi byggð. Jafnilla grundvallað fyrirtæki er þessutaneng- in velgjörð að styðja8. Húsavík 10. marz 1887. Þ. Guðjohnsen. 3) Lesendum Þjóðólfs er kunnugt af 7. og 11. tbl. þ. á., að fjelagar í Kaupfjelaginu höfðu síðastliðið ár 11993 kr. hag af verzlun þess fram yfir það, sem þeir mundu hafa haft, ef þeir hefðu verzlað við kaupmenn. Br því auð-. sætt, hversu óverðskulduð ummæli hr. Þ. G. eru um fjelagið. Ritstj. AUGLÝSINGAR Silkipakki hefur fundizt milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur. Eigandi snúi sjer á ritstofu Þjóðólfs og borgi fundarlaun og augl. þessa. Café og Condítórí í Lækjargötunni í Reykjavík. Um leið og jeg þakka innilega mínum skipta- vinum, einkum hinum háttvirtuGood-TempJurum bæjarins, hversu vel þeir hafa sóttþennan veit- ingasal, og þannig gert mjer það mögulegt, að prýða hann að nýju, svo bann framvegis geti orðið sem skemmtilegastur og þægilegastur fyr- ir gesti mína, þá skal þess getið, að jeghef núfeng- ið nýjar byrgðir af enskum Lemönade, Gingetr ale, Zoedone, Castalina, Hot Tom, Gingerbeer og fieira. Kaffi og Cboeolade ávallt á reiðum höndum. — Góðir vindlar. Jeg skal enn fremur leyfa mjer að benda ferða- mönnum, sem koma til Rvíkur, á þennan stað. Reylcjavlk, 1. júní 1887. Kristín Bjarnadóttlr. 201 Hjer með leyfi jeg mjer að tilkynna þeim, sem brúka mitt alþekkta export-kaf'fi Eldgamla ísafold að hvert */# punds stykki mun eptirleiðis verða auðkent með þvi skrásetta vörumerki, sem hjer steudur fyrir ofan. Virðingarfyllst. Ludvig' Bavid Hamborg 202 Stórt fortepíanó fæst keyptmjög ódýrt. Ritstj. vísar á seljanda. 203 j Uppboðsauglýsing. Laugardaginn hinn 11. þ. m. kl. 10 f. liádegi verður eptir fyrirlagi herra sýslumannsins í Kjósar- og Gullbringu- ’ sýslu opiubert uppboð sett og haldið að Norður-Reykjum í Mosfellssveit á búi ekkjumanns Einars bónda Þórðarsonar sama staðar, og þar boðið upp og selt bæstbjóðöndum blutir þeir, sem hjer skal greina: Ýmisleg búsáböld, húsgögn, rúmfatnaður, fjenaðarhús o. fl. — Einn- ig lifandi fjeoaðiir: ær, gemlingar, 1 kýr (með tíma) og 2—3 hestar. Borgunarfrestur verður gefinn til liausts, ýtarlegri söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Mosfellsbrepp 1. júní 1887. Halldór Jónsson. 204 Uppboðsauglýsing. Fimtudaginn hinn 9. þ. m. kl. 10 f. hádegi verður eptir beiðni herra Cfísla Gíslasonar í Reykjakoti í Mosfellssveit opinbert uppboð sett og haldið samast. og þar boðið upp og selt bæstbjóðönd- um blutir þeir, sem bjer skal greina: Ýmisleg búsáhöld, búsgögn, ný komm- óða o. fi., ný óbrúkuð reiðtygi og lítið brúkuð. — Einnig lifandi fjenaður, 1 kvíga kelfd, hross og nokkrar sauð- kindur. Borgunarírestur verður gefinu til hausts; ýtarlegri söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Mosfellsbrepp 1. júní 1887. Halldór Jónsson. 205 Nýr lax úr sjönum fæst vanalega á hverj- um degi hjá M. Johannessen. 206 Miraculo-Præparater (Prisbelönnede med Guldmedailler) til fjernelse af Svækkelsestilstande, Nerverystelse, Pölger af Ungdomssynder, Impotens etc. Belæren- de Afhandling i dét Landets-Sprog sendes discr.et mod Indsendelse af I Kr. i Pri- mærker. C. Kreikenbaum, Braunsclnveig (Tydskland). 207 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Slcrifstofa: á Bakarstíg. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.