Þjóðólfur - 24.06.1887, Qupperneq 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verö árg. (60
arka) 4 kr.(erlendisó kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1 október.
XXXIX. ár^r.
Keykjavík, föstudaginn 24. ,)úní 1887.
Nr. 26.
Um endurbætur á kvikfjárrækt.
Eptir Hermann Jónasson.
I.
Það er á margra manna vörum, að
í manna minnum haíi horfur aldrei
verið jafnísjárverðar sem nú. Virðist
því hugur mjög margra stefna til
Ameríku, og miklar líkur eru til, að
menn þyrpist þangað jafnótt og þeir
sjá vegi til þess. Þetta er og skilj-
anlegt, því að sem betur fer, erum vjer
koinnir á það þroskastig, að vjer get-
um ekki unað við skrælingjaþarfir i
andlegum og líkamlegum efnum; en
faiargir sjá ekki veg til að geta full-
nægt lífskröfum sínum hjer á landi,
og vilja þvi reyna að leita gæfu sinn-
ar annars staðar. Það er þó neyðar-
kostur að verða að flýja. landið, til
þess að tryggja lífsstöðu sína og
sinna. En þurfa menn að flýja land-
ið, til þess að geta lifað eins og frjáls-
bornum mönnum sæmir? Það er auð-
vitað, að árferði er hjer opt mjög erf-
itt, og hefur þrengt tilfinnanlega að
oss hin síðustu ár, en allt fyrir það er það
skoðun margra vorra beztu manna, að
ef atvinnuvegir vorir væru rjett og
ötullega stundaðir, stjórnarskipun þjóð-
mála vorra svo haganleg, að hún gæti
sem bezt fullnægt kröfum vorum, og
mörgu fleiru, sem miður fer, væri
beint í rjetta átt, þá væri eigi að ótt-
ast, að oss liði ekki vel, og að vjer
gætum talizt menn með mönnum.
Hver sem athugar þetta vandlega,
verður að jata að skoðun þessi eje
rjett. Og ef menn viðurkenna það,
þá er það ekki hrjóstur landsins og
óblíða náttúrunnar, sem vjer flýjum,
beldur flýjum vjer þjóðina eða þjóðar-
óvanann, það er að segja, vjer flýjum
‘yalfa oss. En þurfum vjer að fara
Ameríku, til þess að lagfæra sjálfa
°ss? Getum vjer ekki eins gjört það
hjer á landi? Margir segja, að þótt
þeir leitist af alefli við að verðasjálf-
stæðir, þá sje hjer svo margt, sem
styðji til þess að eyðileggja eða koma
i veg fyrir sjálfstæði þeirra, að þeir
verði ofnrliði bornir; eini vegurinn
sje því að fara til Ameríku.
Þegar litið er því á hag og hugs-
unarbátt þjóðarinnar, leynist engum,
að þetta eru alvarlegir tímar, ef ekki
í fyllsta máta hættulegir. Það er því
brýn þörf á bótum, ef á að komast
hjá örbirgð. Um þetta verða allir
vandlega að hugsa; því að horfurnar
verða eitthvað að breytast frá því sem
nú er. Þeir, sem eitthvað geta,
mega ekki streyma af landi burt, en
öreigar hrúgast hópum saman á sveit-
irnar, sveitirnar á sýslurnar og sýsl-
urnar svo á landssjóð.
Það er að vísu margt, sem þrengir
hjer að, en þó einna mest, hversu
fjenaðurinn er fallinn, og það, sem
hefur lifað af honum, lítur út fyrir
eð verða sára afnotarýrt um mest allt
land. En er þetta ekki að nokkru
fyrirhyggjuleysi voru að kenna, þar
sem fje svo þúsundum skiptir hefur
fallið úr hor? Það er auðvitað, að
mjög margt af þeim fjenaði, sem drep-
izt hefur í vor, fórst í stórhríðinni miklu,
er geisaði víða yfir eptir miðjan maí,
°g í þvílikum áhlaupum haust og vor
er erfitt eða alls ekki unnt að verj-
ast óhöppum. En i hvaða landi sem
er, geta ófyrirsjáanleg óhöpp að hönd-
um borið af völdum höfuðskepnanna.
Það er eðlilegt, að til vandræða
horfi, þegar arður af kvikfjenaði bregzt
meira eða minna, því að kvikfjárrækt
hefur verið og er sem stendur helzta
atvinnugrein vor, sem auðsætt er af
því, að mestur mannfellir hjer á landi
hefur leitt af fjárfelli, en ekki affisk-
leysi. En þar eð kvikfjárræktin er
aðalatvinnugrein vor, þá má töluvert
leggja í sölurnar fyrir umbætur á
henni. Það getur enginn borið á móti
því með rjettu, að almennt sje mjög
mikið ólag á kvikfjárræktinni. En
allir hljóta að sjá, að þannig má ekki
lengur ganga. Vil jeg því reyna að
benda á þá helztu vegi, er gætu leitt
til þess að bæta kvikfjárrækt vora.
Eyrst og fremst ríður á þvi, að hver
sem fæst við hirðing búpenings, hafi
fullan áhuga á því, að leysa það starf
sem bezt af liendi, og til þess að geta
það, leita sjer allra þeirra upplýsinga,
sem hægt er að fá. En um fram allt
verða menn að glæða hjá sér velvild
til skepnanna og vorkunnsemi við
þær. Þess ber að gæta, að vjer höf-
um skyldur gagnvart skepnunum, og
vjer verðum að vera strangir við oss
að gæta rjettar þeirra. Sá, sem er
vorkunnlátur við skepnurnar og vill
ekki brjóta rjett þeirrr, setur vel á
hey sín að haustinu, því að hann getur
ekki þolað að sjá skepnu.rnar líða
hungur og kvalir allan veturinn. Það
er þvi engin hætta, að hann felli úr
hor; þvi að þótt óvenjuharðir vetrar
komi, getur hann síðari hluta vetrar
við haldið lifinu í skepnunum með
vanhalds fóðri. Þótt skaðinn sje á-
kaflega mikill, sem leiðir af því að
horfella skepnur, eða kvelja þær svo,
að afnot þeirra verði engin eða sára-
rýr, þá hafa menn allt fyrir það ekki
i þúsund ár lært að verða hyggnir af
þeim skaða; því að seint á 19. öld
falla skepnur enn úr hor. Mönnum
hættir svo við, að ganga eptir máls-
hættinum: „Vogun vinnur og vogun
tapar“, en því getur ef til vill stund-
um verið bót mælandi, þegar teflt er
um gull og silfur eða aðra dauða muni,
en það er alveg rangt þegar teflt er
um líf eða lífskjör varnarlausra skepna,
sem vjer eigurn yfir að sjá.
Öll búnaðarfélög landsins ættu að