Þjóðólfur - 24.06.1887, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.06.1887, Blaðsíða 2
102 stuðla að framförum í kvikfjárrækt, bæði með því, að hafa eptirlit með heyásetning fjelagsmanria og láta skoða fjenað þeirra á vetrum. Til skoðunarferða verður að velja tvo reyndustu og beztu fjármennina. Skoð- anir þurfa að fara fram að minnsta kosti þrjár, eða á haustin, um miðjan vetur og á vorin. Yerða skoðunar- menn að vanda um allt er miður fer, bæði að þvi, er lýtur að hirðingufjen- aðarins og umgengni i húsum og á heyjum. fCnn fremur verða þeir að benda á ókosti fjenaðarins og gefa leiðbeiningar um, hvernig helzt verði ráðin bót á þeim, og hvert sje helzt að leita fyrir þann og þann bú- anda til þess að fá kynbótabúpening, sem helzt mundi ráða bót á ókostum fjenaðar hans. Einnig væri mjögheppi- legt, ef búnaðrirfjelögin verðu litlu fje til, verðlauna, sem skoðunarmenn veittu þeim, er sköruðu fram úr við fjenað- arhirðing. Ef þetta kæmist á, myndu vinnumenn reynast betri og skyldu- ræknari fjármenn, en þeir hafa nú al- mennt orð fyrir, en með því væri ó- metanlega mikið fengið. Nú í nokk- ur ár hefur fjárbótafjelagið í Bárðar- dal og búnaðarfjelagið í Svínavatns- hreppi við haft líka aðferð þeirri, sem hjer hefur verið bent á, og hefur það reynzt vel. Búnaðarfjelag Suðramtsins má ekki heldur láta sitt eptir liggja; enda er full þörf á því, ef það gæti í verka- hring sínum kippt einhverju í lag af hinu marga, sem kvikfj árræktinni er ábótavant. Farsælast mundi vera, að búnaðarfjelagið fengi þá menn, sem •bezt væru að sjer í kvikfjárrækt, til að ferðast milli bænda í Suðuramtinu, til þess að leiðbeina þeim. Nauðsyn- legt er, að þessir menn sjeu og að öðru leyti búfróðir, ef unnt væri að fá menn, sem hefðu þetta sameinað. Yerksvið þessara manna skyldi vera að ferðast um á haustin, veturna og vorin, og hvar sem þeir kæmu að taka þátt i fjenaðarhirðingu, vanda um allt er aflaga færi og sýna fram á hið rjetta. Enn fremur að vera boðnir og búnir til að halda fyrirlestra í hverju atriði, sem lýtur að verksviði þeirra. Það mælir mjög margt með þessu fyrirkomulagi. A veturna ættu menn að geta fengizt fyrir lægra kaup en aðra tíma ársins. En gagnið ætti þó alls ekki að vera minna. Aidrei er t. a. m. haganlegra að brýna fyrir mönnum góða með- ferð á áburði, heldur enn þá tíma, þegar hann fellur mestur til. Aldrei er jafn auðvelt að sýna mönnum fram á, hve afarþýðingarmikið er að verka heyin vel á sumrin, eins og þegar verið er að gefa þau, og aldrei eins auðgjört sem þá, að koma mönnum í skilning um nauðsyn á því, að ganga þrifalega og sparlega um heyin á vet- urna. Aldrei er eins Jiægt að sann- færa menn um hinar skaðlegu afleið- ingar, sem vond fjenaðarhús hafa i för með sjer, eins og þegar búpen- ingur er inni. Aldrei er heldur eins auðvelt að leiðbeina í hinum ýmsu greinum kvikfjárræktarinnar, eins og þegar fjenaður er við og menn vinna daglega að hirðingu hans. Aldrei er jafnhaganlegt og kostnaðarlítið fyrir bændur að læra sem á veturna; oe þannig mætti telja upp margt fleira, en þess ætti ekki að gjörast þörf. Þar að auki er kvikfjárræktin erfiðasta og margbrotnasta greinin af þeim grein- um er lúta að landbúnaði. Og að sama skapi er hún þýðingarmikil: því að hvað stoðar grasrækt og jarðrækt, ef kvikfjenaðurinn er svo illa stund- aður, að hann getur ekki ávaxtað við- unanlega það fje, sem lagt er ijarða- bætur og þvi um líkt ? Þetta atriði sem hjer er bent á, er því alvarlega þýðingarmikið. Bún- aðarfjelag Suðramtsins ætti þvi alls ekki að ganga fram hjá því á fundisinum 5. júlí næstkomandi, án þess að yfir- vega það grandgæfilega. Að sönnu er hægt að búast við, að sagt verði, að engir sjeu til, sem sjeu þess full- komlega vaxnir. En ekki Yerður þó á móti því borið, að einn sje öðrum það fremri, að mikið megi af honum læra, þótt honum sjeábótavant i mörgu. En það má lengi biða eptir því, að fá fullgjörða menn í þessari grein. Það er og heldur engin von til þess, að vjer höfum fullkomna menn í kvik- fjárrækt, þvi að þótt einn hafi verið öðrum fremri, þá hafa kjör hans ver- ið litlu eða engu betri fyrir það. Og }; hversu algengt er það t. a. m. ekki, | að vinnumaður, sem leysir kvikfjár- hirðingu mjög vel af hendi, hafi engu hærra kaup en sá, sem hirðir skepn- ur mjög illa, þótt það sje enginn munur á þeim til annara verka? Þetta er þó injög rangt; þvi að stundum getur verið nokkurra hundraða króna munur á arði af ársvinnu þeirra. En meðan þetta gengur svona, þá er ekki að vænta, að margir leggi sig fram við kvikfjárrækt, þegar atvinna þeirra < liðkast ekkert fyrir það. En svona má það ekki ganga. Væri- því vel til fallið, að búnaðarfjelag Suðuramtsins hefði heiður af því að brjóta ísinn. Og þegar menn sæu að atvinna þeirra batnaði, sem legðu sig fram j við kvikfjárrækt, þá leiðir af sjálfu j sjer, að fleiri færu að gefa þessu þýð- * ingarmikla atriði meiri gaum en nú ■ gjörist. Þá sæu búíræðingarnir, að til þess að geta haft atvinnu á veturn- ar, verða þeir að vera vel færir í kvikfjárrækt. Menn vildu því ekki ganga á búnaðarskólana, nema þeir þættust sjá töluverða tryggingu fyrir því, að atvinna þeirra yrði betri ept- ir en áður. Til þess að aðsókn gæti því haldizt að búnaðarskólunum og þeir staðið, þá yrðu þeir að leggja mikla áherzlu ákvikfjárræktina. Enda er ekkert eðlilegra, en að þeir leggi mesta áherzlu á aðalatvinnugrein land- búnaðarins. (Framh.). Reykjavík, 24. júní 1887. Búpeiiiiigsfellirinu í Húnayatns- sýslu. Sýslunefndin í Húnavatnssýslu hjelt fund 4. þ. m., til að ráðgast um, hvað gjöra skyldi, til að ráða fram úr bjargarskorti og fleiri vandræðum, sem leiða af skepnudauða þar i sýslu i vor, sem getið er í síðasta blaði. Eptir ráðstöfun sýslunefndarinnar átti meðal annars, að safna skýrslum úr ölluin hreppum sýslunnar um fallinn búpen-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.