Þjóðólfur - 23.08.1887, Síða 1
Kemur út á, föstudags-
moigna. Verö árg. (60
arka) 4 kr. (erlendisö kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skriíleg) bund*
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XXXIX. árg. Reykjavík, ])riðjudaginn 23. ágúst 1887. Nr. 38.
Alþing og Reykjavík.
Áður en vjer fengum alþing, þá
var það eitt af áhugamálum beztu
manna í landinu, bvar alþing skyldi
baldið, bvort það skyldi haldið á Þing-
völlum við Oxará, eða í binni hálf-
dönsku, óþjóðlegu Reykjavík. Um
það leyti sem alþing var stofnað, voru
Reykjavíkurbúar í mesta máta óþjóð-
legir; gamall andi danskra kaupmanna
drottnaði þar í almætti sínu, ásamt
fyrirlitningu fyrir öllu íslenzku, enda
kvað svo rammt að þessu, að alís-
lenzku fólki þótti bin mesta fremd í
því, að láta börn sin læra að tala á
dönsku, og flengdu þau með vendi,
ef þau ljetu sjer verða að koma með
íslenzkt orð, innan um hina góðu
Reykjavíkurdönsku. Árið 1841 segir
Jón Sigurðsson um Reykjavík: „Menn
bafa lengi hatast við Reykjavík, af
því bún væri danskt óræsti og mót-
snúin öllu þjóðerni íslendinga1 * 111. Bald-
vin Einarsson, Bjarni amtmaður, Tóm-
as Sæmundsson, Jónas Hallgrímsson
o. fl. báru mikinn kvíðboga fyrir að
hafa þjóðfulltrúa íslendinga á þessum
stað. Þeir óttuðust, að þingmenn
myndu láta bæjarbraginn í Reykja-
vík hafa ájirif á sig, og eigi geta
notið sín fyrir bæjarlýðnum, og fyrir
því hjeldu þeir þvi fram, að alþing
skyldi baldið á Þingvöllum, á hinum
helga stað, þar sem allt hlýtur að
vekja menn til föðurlandsástar og
framkvæmdarsemi í velferðarmálum
landsins, þar sem allt minnir menná,
bæði hversu stjórnvizka, göfuglyndi
og drengskapur hafa eflt heiður og
teill landsins, og enn fremur, „hversu
hatur úlfúð og fiokkadrættir og stjórn-
leysi og heimska höfðingjanna og af-
skiptaleysi alþýðu hafa komið landinu
1) Orð Jóns Sigurðssonar, sem hjer er vitn-
»ð til 0g yíðar, eru í ritgjörð lians um alþing
Mandi í fyrsta árg. Nýrra fjelagsrita.
í hina mestu örbyrgð og volæði“, og
þar sem menn eru langt frá solli og
glaumi bæjarlífsins. Bjarni orti til
Tómasar Sæmundssonar:
Hans undir rætur
hverfðu tungu,
svo megi’ hann mæla
af megni þínu,
að slóðir áa
hinir yngri virði,
að rísi þjóðarþing
á Þingvelli.
og Jónas orti eptir Bjarna:
Hlægir mig eitt það, að áttu
því uglur ei fagna,
ellisár örninn að sæti
og á skyldi horfa
hrafnaþing kolsvart i holti
fyrir haukþing á bergi;
floginn ertu sæll til sóla,
er sortnar hið neðra.
Baldvin var dáinn, Tómas og Bjarni
dóu báðir 1841 og Jónas átti skammt
eptir ólifað. Forvígismenn þessarar
skoðunar, að alþing skyldi halda á
Þingvöllum, fjellu frá, áður en útrætt
var um málið. Jón Sigurðsson hjelt
fram að halda alþing i Reykjavik,
og sú skoðun varð ofan á.
Reykjavík varð alþingisstaðurinn og
má þar við una; hefur Reykjavik
ýmsa kosti, sem mæla með henni til
að vera höfuðstaður landsins, einnig
að því leyti að vera samkomustaður
alþingis. En hún hafði mikla ókosti
og hún hefur mikla ókosti enn í dag,
og það eru þessir ókostir, sem vjer
eigum allir að leggjast á eitt, hverjir
með öðrum, að uppræta. ,,Jeg sje
heldur enga ástæðu“, segir Jón Sig-
urðsson „til, að vjer sleppum Reykja-
vík, enn sem stendur, og köllum haha
ólæknandi“; „mjer finnst það standi í
voru valdi að gera hana íslenzka, ef
vjer viljum, og ef vjer ekki gerum
það, þá er það einþykkni vorri að
kenna eða dugnaðarleysi". Jón Sig-
urðsson segir enn fremur: „Að í-
mynda sjer, að fulltrúar vorir mundu
missa einurð sína við að vera i Reykja-
vik, finnst mjer svo óvirðulegt að
ætla hinum beztu mönnum, sem land
vort á, að jeg fæ ekki af rnjer að
svara því, og hinu ekki heldur, að
þeir muni gleyma svo sjálfum sjer,
að gera sjer og þeim, sem hafa
sent þá, og öllu landinu skömm,
með því að sýna í nokkru slíka at-
höfn til orðs eða æðis, sem ekki sómir
ráðvöndum og siðsömum rnerkis-
manni“.
Jón Sigurðsson hafði góðar vonir,
og sjálfur átti hann beztan þátt i því,
að stemma stigu fyrir þeim áhrifum
til ills, er Reykjavík gæti haft á
þingmenn. En vjer höfum eigi á-
vallt jafnmiklum manni og Jóni Sig-
urðssyni á að skipa, til að veita oss
forustu bæði í þessu og öðru; og þeg-
ar vjer nú skoðum hlutina og spyrj-
um sjálfa oss: Eru þingmenn alveg
vitalausir í þvi efni að láta Reykja-
vik hafa áhrif á sig, til þess sem
miður fer? Halda allir þingmenn
sinni fullri einurð, þeirri einurð, sem
þeir hafa, þegar þeir tala um málin
við sína kjósendur, þegar þeir eru
komnir á alþing í Reykjavík? þá
verðum vjer því miður að segja:
„Nei“.
Þeir sem fyr meir hjeldu á móti
Reykjavík sem samkomustað alþingis,
voru einna mest hræddir, ekki við
staðinn sjálfan, heldur við persónurn-
ar i staðnum, eða með öðrum orðum
við hin persónulegu áhrif Reykjavik-
urbúa á þingmenn. Vjer skulum hjer
ekki fara út í mörg mál, heldur að
eins nefna einstök atriði í fjárhags-
málum þjóðarinnar, síðan alþing fjekk
löggjafarvald.
Eyrst og fremst samþykkti alþing
árið 1875 í fyrsta skipti, sem það
kom saman, eptir að það fjekk sitt