Þjóðólfur - 23.08.1887, Page 2
150
litla löggjafarvald og fjárveitingar-
vald, launalög, þar sem margir em-
bættismenn i Keykjavík fengu mjög
mikil laun; siðan hafa verið á
nærri hverju þingi samþykktir ein-
hverjir launabitlingar til embættis-
manna í Keykjavík.
En hvernig stendur á því, að þing-
ið hefur verið svo gott og ljúft við
þessa embættismenn fremur en em-
bættismenn annarstaðar á landinu ?
Er það af því, að þjóðin hafi heimt-
að þessar launabætur samþykktar?
Þessu verður eigi svarar játandi, þvi
að það má sannarlega svo að orði ■
kveða, að þjóðin yrði bæði hrygg og
reið, þegar aðgjörðir þingsins 1875
spurðust út um landið. Þá er' Arn-
ljótur Ólafsson reis upp í Norðlingi
og ljet skammirnar dynja yfir hinum
hálaunuðu embættismönnum, sem hann
nú hefur bundizt elskulegustu bræðra-
böndum, spilaði Arnljótur einmitt á
þeim strengjum, sem launalögin frá
1875 höfðu spennt yíir landið. Það
var meðal annars af því að Arnljótur
gerðist túlkur þeirra tilfinninga, sem
þessi launalög kveiktu hjá þjóðinni,
að hann gat áunnið sjer traust hjá
almenningi, og fengið um stundarsak-
ir mikið álit hjá Norðlendingum.
Hvert þing, sem hefur veitt embætt-
ismönnum í líeykjavík launabitlinga,
hefur á eptir fengið mikið ámæli hjá
þjóðinni og ákúrur bæði leynt og
ljóst.
Það er þvi ekki af því að þjóðin
hafi óskað þessara launabitlinga. En
er þá ástæðan til þessa, að embættis-
menn í Ueykjavik hafa verið öðrum
embættismönnum þjóðlegri, meiri fræði-
menn, meiri framfaramenn, meiri dugn-
aðarmenn, meiri stjórnvitringar,
frjálslyndari o. s. frv. eða hefur það
verið af öðrum ástæðum ?
Hjer skulum vjer nefna eitt sem
er eptirtektavert. Þegar alþingis-
menn hafa verið á fyrirfarandi þing-
um að ræða launabitlinga til einstakra
embættismanna í Reykjavík, hafa
menn tekið eptir því, að frændur og
vinir þessara embættismanna hafa
hangið utan í ýmsum þingmönnum
og reynt til með öllu móti að tala
um fyrir þeim utan þings og hafa
stundum embættismennirnir sjálfir,
þegar málið var til umræðu í þinginu,
staðið eða setið eins og bjargfastur
klettur á áheyrendapallinum allan
tímann, meðan umræðurnar stóðu yfir
og blínt á þíngmenn, litið vinalega
til þeirra, sem vildu veita þeirri launa-
viðbótina, en grimmilega til þeirra,
sem voru andvigir og vildu ekki taka
neitt úr pyngju þjóðarinnar og gefa
þeim. Hafi embættismennirnir stund-
um ekki verið viðlátnir, og enda hvort
sem var, þá hafa konur þeirra systur
og dætur fyllt skarð þeirra eins og
harðfengar valkyrjur og ógnað fjand-
mönnum sínum á þinginu með voða-
legu augnatilliti.
En er nú ólíklegt, að þetta geti
engin persónuleg áhrif haft á menn ?
Þetta þótti þingmönnum sjálfum ekki
óliklegt á alþingi 1883. Þá sagði
Arnljótur Ólafsson þetta um eina
fjárveitingu við svila sinn Tryggva
Gfunnarsson: „Nú, liggur sá fiskur
hjer undir steini, að það sje psrsón-
an sem fjeð er veitt? Því hefði jeg
aldrei getað trúað um hinn háttvirta
1. þingmann Suðurmúlasýslu (Tryggva
Gfunnarsson), sem svo opt hefur verið
að bregða mönnum um að þeir ljetu
hið persónulega of mikið ráða, og þar
með gefið í skyn, að hann sjálfur
væri ópersónulegur — að jeg eigi segi
neutrius generis“ (Alþ.tíð. 1883 B
886. dálkur). Það var einnig á þessu
sama þingi, að einn þingmaður stóð
upp gegn einni launaviðbót, en at-
kvæðagreiðslan var ógreinileg, svo að
nafnakall varð við að hafa, en í þessu
varð þingmanninum litið upp á á-
heyrendapallinn og sá þar svo voða-
legt augnatillit, að hann í of boði sínu
greiddi við nafnakallið atkvæði þvert
á móti og sagði já við launaviðbót-
inni og fyrir það gekk launaviðbótin
fram. Vjer sögðum áðan að þingið
hefði fengið ámæli hjá þjóðinni fyrir
launabitlinga og viljum vjer hjer taka
sem dæmi kafla úr hinni velsömdu og
fróðlegu ritgerð eptir „Gfrjótgarð unga“
Hm launalög og launaviðbætur bls. 15 :
„Hjer er ekki rúm til að rekja all-
ar þessar launabeiðslur, enda er sagan
af þeim venjulega á þá leið, að meiri
hluti þingmanna hefur verið svo hjart-
veikur, að sjá aumur á þeim.
Hefurlika eigi þessumembættismönn-
um ávallt verið ánægja að því, að
bjóða sumum þingmönnum heim til
sín á kveldin eptir erfiði og þunga
dagsins ?
Hafa þeir aldrei hresst þjakaðar
sálir neinna þingmanna?
Það er eigi sjaldan að finna má
þess dæmi, að þingmaður, sem heima
á i hjeraði, hefur mælt djarflega um
sparnað og hefur tekið djúpt í árinni
um embættismennina, sem þeir hafa
kallað landsómagana, hefur þegar kikn-
að í knjáliðunum þegar á þing Var
komið.
1885 voru hvað eptir annað felldar
launaviðbætur handa þeim Sohierbeek
og Tómasi Hallgrímssyni, og þeir
hefðu aldrei fengið þær, ef vinir þeirra
hefðu ekki að lokum á sameinuðu
þingi farið að eins og sveitamenn-
irnir, er þeir hafa hestakaup á bykkj-
unum sínum. Þegar ekkert fjekkst,
varð vinur Schierbecks að segja sem
svo við vini Tómasar eða þá þeir við
hann: „Eigum við ekki að styðja
hverjir aðra. Jeg og einhverjir, sem
jeg hef, skulu greiða atkvæði með
Tómasi, ef þið greiðið atkvæði með
Schierbeck. — Það er eina ráðið, það
verðum við að gjöra“.
Nokkuð var það, að á þennan hátt
mörðu þeir launaviðbætur' þessar í
gegn. Það sýna þingtíðindin".
Svona er nvi talað um þingmenn
eptir á, fyrir að samþýkkja launavið-
bæturnar. Þarna sjá menn ljóst dæmi.
Þó ekki sje fallegt frá að segja,
þá er það sannleikurinn, að sumir
þingmenn hafa látið persónuleg áhrif
af Reykjavikurbúum, vinna meira á
sjer enn vera bar. Vjer tölum hjer
ekki um þá, sem einhvern veginn eru
orðnir staðfastir í þeirri skoðun, að
embættismenn fái aldrei of mikil laun
heldur um þá, sem tala mikið um
hina hálaunuðu, en snúa svo við
blaðinu, þegar á hólminn er komið,