Þjóðólfur - 16.09.1887, Blaðsíða 2
/66
og það er borgun fyrir liey það, sem
menn fá, því að einatt fá menn svik
og skammir í borgunar stað, og að
því leyti ganga þeir einnig á undan,
sem jafnan verða heylausir, því að
um þá má svo að orði kveða, að þó
þeir hafi beðið menn með grátstaf i
hálsi um hey og þeir hafi tekið við
þvi með mestu þakkarorðum, þá hafi
þeir stundum orðið hinir verstu við-
fangs, þegar minnzt hefur verið á
borgun við þá, og annaðhvort látið
litla og illa borgun með skömmum
eða jafnvel alls enga borgun, og tóm-
ar skammir, og hafa komizt vel upp
með slíkt, af því hversu afleitlega er-
vitt og langsókt, og kostnaðarsamt
það er fyrir fákunnandi menn í sveit-
um að ná rjetti sínum með lögsókn
hjer á landi.
Þetta var annað atriðið, en svo
kemur hið þriðja, en það er það, hversu
miklar búsifjar og illmæli, þeir mega
þola, sem vilja vera heyfyrningamenn.
Það liggur í hlutarins eðli, að þeim
sem vilja eiga heyfyrningar, eru hey-
in föst í hendi og þeir vilja eigi
fleygja þeim í hvern sem er. Nú
koma þeir sem ávallt verða heylausir,
Og biðja um hey og fá ekkert, og
biðja þeir þá heyfyrningamanni böl-
bæna og skamma hann við hvern sem
þeir hitta, Eptir því sem harðnar
verða fleiri heylausir, en eptir því
fara fleiri erindisleysu til heyfyrn-
ingamannsins og taka þá í strenginn
með hinum, og loks fer svo, að al-
menningr ámælir heyfyrningamanni
stórmikið og hann er kallaður svíð-
ingur og harðbrjósta nirfill og þaðan
af verra. Eptir dauða hans er ef til
vill meira litið á, hvað þessi maður
hefur hjálpað og hverjum hann hef-
ur forðað við fári, og hann er ef til
vill kallaður bjargvættur sinnar sveit-
ar, en ekki gagnaði honum þetta í
lifanda lífi.
Þegar menn gá að þessu, þá finna
menn, hvar undirrótin er til hins illa
heyásetnings. Það eru ekki nema
einstöku menn, sem hafa kjark til að
neita hinum vesælu heylausu mönn-
um um hey. Allur almenningur hef-
ur ekki kjark til slíks. Nú fer góð-
menni að búa, sem vill koma upp hjá
sjer heyfyrningum. Hann setur vel
á og hefur nóg hey. Þetta gengur
bærilega fyrsta og annað árið, meðan
gott er íári; hann lætur þá, sem ávallt
verða heylausir, hafa nokkra heyhesía,
sem hann fær litla eða enga borgun
fyrir, en hann dregur þetta ekki og
fyrningarnar fara vaxandi. En svo
kemur þriðja árið, sem er harðindaár.
Þá er einlægur stöðull af fólki hjá
honum að biðja um hey. Heimilis-
fólkið er tafið frá vinnu, því að ept-
ir gömlum sveitasið, fær hver gestur
einhvern greiða, sem hann borgar
engu. Bóndi má stöðugt vera aðláta
úti hey, borgun kemur í baugabrot-
um, og loks kemst bóndi sjálfurí hey-
þröng.
Þarna er auðsær skaðinn af að eiga
heyin. Bóndi gat alveg verið laus
við þetta. ef hann að eins sjálfur hefði
sett laklega á hey sín. Skaðinn er
ávallt vís þeim, sem á nóg hey og
er góðsamur, enn hinn, sem setur ver
ámáseigja. „Yogun vinnur og vogun
tapar“. Það hafa margir góðir dreng-
ir í bændastjett sagt, að þeir vinni
það okki fyrir neitt að eiga heyfyrn-
ingar og hafa allan þann átroðning
og heyskuldastapp, sem slíku fylgir.
þess vegna er það, að margir ágætlega
hyggnir bændur eiga aldrei meiri hey
enn svo að þeir rjett komist af i
meðal vetri. Enn einmitt fyrir þetta
verða almenn vandræði og skepnu-
fellir hjá mönnum, hvert skipti sem
vetur verður verulega harður.
Það hefur nú verið sýnt fram á, að
orsakir til hins illa heyásetnings hjá
almenningi er, þegar málið er skoðað
frá rótum, fremur ill lög og óhentugt
fyrirkomulag, heldur enn heimska og
harðýðgi manna, og • skulum vjer nú í
næsta blaði athuga, hvernig helzt megi
bæta úr þessu, og hvernig eigi að koma
í veg fyrir illan lieyásetning.
BÓKMENNTIR.
Spánnýtt stafröfskver. Anávddasta
aðferð til að kenna börnum að lesa á
sem styztum tíma, eptir Jbn Olafsson.
Reykjavílc 1887. Kostnaðarmaður Sig-
fús Eymundsson. Verð 25 a.
Þetta kver, er að eins stutt, enjeg
get þegar byrjað með þvi að segja,
að þótt það sje lítið, þá sje það yoíí yfir
höfuð að tala. Það er engin þörf á
því að stafrófskverið sje löng bók, en
það er þörf á því, að efni þess sje vel
valið og að hæfilegar lesbækur sjeu
til, þegar stafrofskverinu sleppir ; slík-
um bókum lofar höfundur þessa kvers,-,
og getur það glatt oss að eiga þeirra
von frá honum. Stafrofskverið er
fyrsta bókin, sem barnið fær í hend-
ur til að lesa, og er það mikilsvert,
að það sje svo úr garði gjört, að barn-
ið fái af því, sem það les í því, löng-
un til að lesa meira, en ekki viðbjóð
á lestri. Þann kost hefur þetta staf-
rofskver til að bera. Aðaláherzlan er
auðsjáanlega lögð á að gera það sem
skemmtilegast fyrir börn, og laga það
eptir barnshugsaninni. Þetta hygg
jeg líka að hafi heppnazt svo vel, að
þeir menn munu ekki líta til þess
hýru auga, sem segja, að það hjálpi
ekki að vera að berjast við að hafa
efni í stafrofskverum, sem skemmti-
legast og auðlærðast, því að þá læri
börnin það utan að svo fljótt, að ekki
sje hægt að fá þau til að setja á sig
útlit og samsetning hinna einstöku at-
kvæða og orða, sem þau eiga að lesa.
Það þarf að hafa meiri reynslu fyrir
sjer i lestrarkennslu en jeg hef, til að
geta sagt með vissu um, á hve mikl-
um rökum þetta er byggt. En þó get
jeg sagt það, að jeg kýs langtum
heldur að kenna að lesa á skemmti-
lega bók, og auðlærða, en áleiðinlega
bók og þungskilda. I stafrofskverinu
er fylgt sömu aðferð og i stafrofs-
kveri Valdimars Ásmundarsonar með
það að velja þegar frá byrjun i les-
æfingarnar heil orð. Þar er ekkert
af „ib, up, epp“. En það er ekki
nóg að hætta við að hrúga samáji slík-
um þulum. Annaðhvort mun bezt að
láta lesæfingarnar þegar byrja á heil-
um setningum eða þá velja í þærþau
orð ein, sem búast má við, að börn-
um sje kunn, eða hægt sje að gjöra