Þjóðólfur - 16.09.1887, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.09.1887, Blaðsíða 3
167 þeim grein fyrir, nöfn á alkunnum lilutum o. s. frv. Þessum reglum er og að mestu leyti fylgt í stafrofs- kverinu. Eins og vjer vitum hafa sumir stafir i stafrofi voru fleiri en eitt kljóð, þótt ekki sje höfð nema ein mynd til að tákna hljóðin. Þess hefur verið lítt gætt í stafrófskverum að skipa orðunum niður eptir þessum ólíku hljóðum hins sama stafs, en í þessu stafrofskveri er það að nokkru leyti gjört. Nokkrar myndir eruíkverinu. Yjer höfum opt sjeð, hve gaman börnum þykir að myndum, þær geta því með öðru stutt að því að börnum þyki vænt um stafrofskverið sitt. Auk þess er það almennt viðurkennt, að góðar myndir hafi mikla þýðing við ýmsa fræðslu; þær geta gefið kennar- anum kost á að fræða börnin um marga hluti, og vekja athygli þeirra á mörgu. Aptur er sjálfsagt betra að hafa engar myndir en vondar myndir; vondar myndir gefa óljósar eða rang- ar liugmyndir um þá hluti, sem þær eiga að sýna; þær segja ekki rjett eða satt frá þeim. Margar leturteg- undir eru i stafrofskverinu og þar á meðal snarhandarstafrof, en þar hef- ur viljað s\ o óheppilega til, að sjálf- sagt hefur ekki verið völ á betri upp- hafsstöfum af þeirri leturtegund en í kverinu eru. Þeir eru flestir svo að menn munu varla kenna börn- um að skrifa eptir þeim. Smærri staf- irnir eru aptur á móti miklu betri. Ekki má gleyma að geta þess að papp- ír er góður í kverinu og letur skýrt og fremur stórt í samanburði við það, sem verið hefur á sumum stafrofs- kverum vorum. En þetta allt eru góðir kostir á stafrofskveri. Að minnsta kosti á meðan ekki koma ný stafrofskver til sögunnar, má telja það víst að stafrófskver þeirra Jóns Ólafssonar og Yaldimars. Ás- mundarsonar verði eingöngu eða því nær eingöngu, notuð við lestrarkennslu hjer. Þau fá að berjast um yfirráðin og almenningur verður það, sem á endanum skipar öðru hvoru þeirra öndvegi, ef hann gjörir þeim ekki báðum jafn hátt undir höfði. -s. Reykjavík, 16. septbr. 1887. Prestvígsla. Sunnudaginn 11. þ. m. var prestsskólakandídat Einar Frið- geirsson vígður sem aðstoðarprestur sjera Þorkels Bjarnasonar á Reyni- völlum í Kjós. í ofsaveðrinu 9. þ. m., sem getið var i síðasta bl., urðu heyskaðar aust- ur i Laugardal; á einum bæ fuku t. a. m. um 100 hestar af heyi og þak- ið af baðstofunni. I sama veðrinu slitnaði fiskiskútan Vonin upp hjer á höfninni og brotn- aði. Hafís. Skaptfellingar, sem komu hingað í gær, segja, að hafíshroði hafi nýlega verið kominn vestur á móts við Öræfi i Skaptafellssýslu. Sjálfsmorð. Maður einn í Arnes- sýslu, húsmaður á Egilsstöðum i Eióa, „veitti sjálfum sjer banatilræði aðfara- nótt 3. þ. m. með því fyrst að skera sig á háls, og þegar það dugði ekki, skar hann sig á hol ofan frá flag- brjóski, 8 þumlunga langan skurð, svo að iðrin fjellu út. Læknir var sóttur, er saumaði skurðinn saman, en maðurinn dó eptir hálfan annan dag, sunnudaginn 4. þ. m.“ Vasaúr lianda bliiiduni. Ameriku maður einu, Samúel F. Adam í Middle- town í Connecticut, hefur fengið einka- leyfi fyrir eins konar vasaúrum. Þau eru þannig útbúinn, að blindir menn geta vitað, hvað klukkan er, með því að þreyfa á þeim. Sprcngiefni „Beliit44. Allt af eru menn að finna upp fleiri og fleiri sprengiefni. Maður einn í Stokkhólmi, Karl Lamm að nafni, hefur nýlega fundið upp sprengiefni, sem nefnist „Bellit“. Eptir tilraunum, sem hafa verið gjörðar með það, kvað það vera sterkara en öll önnur sprengiefni, sem til þessa hafa þekkzt. Það er blend- ingur af saltpjetursúru ammonii og di- eða trinitrobenzin. Það hefur auk þessa þann kost fram yfir öll önnur sprengiefni, að í því kviknar hvorki með því að slá á það nje með niíningi, heldur að eins með því að láta það beinlínis snerta eld, eða mjög heitan hlut. Þess vegna er hættulaust að flytja það, t. d. á járnbrautum oggeyma það. Verkfæri til að slökkva á oliu- lömpum af sjálfu sjer. Til þess að komast hjá slysum, sem opt og einatt hljótast af því, að olíulampar með ljósi á velta um hafa verið tilbriin ýmis konar verkfæri, sem hafa átt að gjöra hægra fyrir að slökkva á lömp- unum, án þess að því líkar tilraunir hafi þó orðið að tilætluðum notum fyr en maður einn í Lundúnaborg, Ed- ward Philips að nafni, fann nýlega upp verkfæri, sem af sjálfu sjer slökkur á lömpunum þegar á liggur. Yerk- færi þetta er hreyfanleg stöng, sem gengur i gegn um lampann; á öðr- um enda stangarinnar er slökkvihetta, hinn endinn hvílir á borðinu, Jafn- skjótt sem lampinn hallast nokkuð, gengur stöngin upp í gegnum Ijós- pípuna og flytur slökkvihettuna yfir kveikinn ; er með því öll hætta þeg- ar úti. A stönginni er enn fremur hreyfanlegur hringur, sem gengur ut- an um lampafótinn; með þessum hring má halda stönginni fastri, svo eigi skuli slokkna óviljandi á lampanum, þegar hann er borinn til. Saunmálar með fjaðraauga eru ný- lega fundnar upp af J. Adolf Knob- laucli ingeniör nokkrum í Muncken; eru þær þannig tilbúnar, að aptur úr auganu gengur örsmá rifa, sem smeygja má þræðinum inn um, án þess að mað- ur þurfi að horfa á nálina á meðan; þessi rifa lykst aptur með fjaðia- krapti, svo að eigi er hætt við að þráðurinn fari aptur úr auganu. Þess- ar nálar eru því mjög hentugar fyrir nærsýnar saumakonur, þar sem jafn- vel blindir menn geta þrætt þær. Brjef og sending'ar með póstum. Póstem- bættismaður einn í Ameríku hefur gjört reikn- ing yíir póstsendingar i öllum heiminum. Ept- ir þeim reikningi voru árið 1885 alls sendar með póstum 5849 miljónir brjefa, 1077 miljón- ir spjaldbrjefa, 4610 mil. sendingar af prent- uðu máli, 104 miljónir af sýnishornum af vör-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.