Þjóðólfur - 14.10.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.10.1887, Blaðsíða 1
Köniur út á föstudags- töorgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. OÐOLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund* in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda. fyr- ir 1. október. Keykjavík, föstudaginn 14. októker 1887. XXXIX. árg. Stjórnarbaráttan. (Niðrl.). Hinir hoiðruðu minni hluta menn á alþingi i sumar höfðu sitt fram, að stjórnarskráin væri svæfð og báru fyrir sig kjósendur sína. Síra Þórarinn sagði í fyrra á þingi: „Hinn háttv. þingmaður Borgfirðinga (Grímur Thomsen) lýsti því yfir, að hann hefði ekki fundið þann þjóð- vilja í Borgarfirði, að menn hefðu viljað halda fram stjórnarskrárfrum- Varpinu 1885 óbreyttu; en jeg verð að segja það aptur á móti, að sá Vilji var í mínu kjördæmi; þvi að á fundi í Hafnarfirði, þar sem mættu kosnir menn úr öllum hreppum sýsl- Unnar, var þessi spurning borin upp fyrir fundarmönnum, og var það sam- þykJct með ollum atlivœðamJ, að fram- fylgja frumvarpinu óbreyttu. (Alþ.t. 1886 B 248). En í sumar hafði hann ályktun frá 7 mönnum, og hafði hana seru ástæðu fyrir því, að nú gæfi hann atkvæði móti stjórnarskránni. Frið- rik Stefánsson fór mörgum orðum um þjóðviljann 1885 og 1886, en þegar hann snerist í mót í sumar, þá bar hann einnig þjóðviljann fyrir sig. Það skulum vjer fúslega játa, að menn í sumum sveitum hafa viljað, að stjórnarskrármálið væri ekki tekið fyrir á alþingi í sumar, en þetta rjett- lætir samt ekki hið minsta framkomu þingmanna í sumar, þvi að þó menn vilji að málið sje ekki tekið fyrir, þá er ekki þar með sagt, að nokkur kjós- andi hefði viljað, að þingmaður hans skærist úr hóp með meiri hluta þjóð- kjörinna þingmanna og gengi í lið með hinum konungkjörnu til þess að drepa málinu niður. Og það er einmitt þetta, sem vjer vitum að mörgum kjósendum likar afarilla. Þjóðin hefur gengiðíbandalagtilaðframfylgjastjórn- ') Breytt letri af oss. Ritstj. armálinu, og það erum vjer sannfærðir um, að þjóðin vill af alhuga, að full- trúar hennar haldi hóp og láti eitt yf- ir alla ganga, þangað til þetta mál hefur fengið happasælan endi. Og það er einmitt fyrir þetta, að vjer get- um svarað þeim spumingum, sem gjörðar voru í upphafi þessarar grein- ar neitandi. Vj er kunnum að standa fjarri takmarki voru, að fá innlenda stjórn, en vjer stöndum þó nær því heldur en 1888 og 1885, því að þjóðin hefur sýnt svo skýlaust vilja sinn í þessu máli og það er hún sem allt hvílir á. Þó að Friðrik Stefánsson beri fyrir sig kjósendur sína í Skaga- firði, þá þekkjum vjer Skagfirðinga of vel til þess, að þeir sendi til lengdar þá menn á þing, sem ganga í lið með hinum konungkjörnu til þess að svæfa stjórnarskrármálið, enda hafa þeir marga góða menn aðra en Friðrik Stefánsson til þess að vera fulltrúa sina á þingi. Og sama er að segja um önnur kjördæmi, þar sem menn hafa komið fram á líkan hátt og Friðrik Stefánsson. Þingmenn þeir, sem gengu í lið með hinum konungkjörnu, gátu ekki gefið fullnægjandi ástæður fyrir fram- komu sinni; fyrir þeim sem annars voru málinu hlyntir, mun helzta á- stæðan hafa verið kostnaðurinn, en þegar um „mesta áhuga- og velferðar- mál landsmanna11 er að ræða, eins og Friðrik Stefánsson sagði 1885, þá er þetta ekki góð aðalástæða. „Auðmenn- irnir í Konstantinópel tímdu ekki að leggja fje í sölurnar11 til þess að verja feðraborg sina, segir Páll Melsteð (Miðaldarsagan bls. 240), þegar Tj'rk- ir sátu um hana 1453 og fyrir því vann Hund-Tyrkinn borgina og hefur síðan setið þar og unnið hin mestu grimmdarverk. Þetta er sem dæmi | um krónusparnaðinn. Enn fremur gátu minni hluta menn Nr. 47. ekki bent á neinn heppilegan veg eða sýnt fram á, að þeir vildu gera neitt til að framfylgja málinu. Sjera Þór- arinn sagði í sumar á alþingi við Benedikt Sveinsson: „Um eitt erum við þó báðir samdóma, eitt viljum við báðir; við viljum báðir hafa inn- lenda stjórn, sem mest innlenda stjórn; — En að koma stjórninni inn i land- ið, það er vandinn, það er hnúturinn, sem þarf að leysa“ (Alþtíð. 1887 B 626 og 627). Þetta er sú stóra spurn- ing, sem hann strandar á, og getur ekki svarað með öðru en því að hann vilji bíða. „Jeg vil fresta málinu“, segir hann, „þar til menn eru búnir að hugsa sig svo vel um það, að þeir geti sagt, að nú vilji þeir eigi fram- ar nokkrar breytingar á þvi (stjórn- arskrárfrumvarpinu) gjöra. (s. st. 550). Sjera Þórarinn vill bíða þess tíma, sem aldrei kemur og aldrei getur kom- ið samkvæmt náttúrunnar lögmáli. Hann gæti eins vel sagt, að hann vildi bíða þangað til lækirnir hættu að renna, grösin að spretta og fisk- arnir að synda í sjónum. Þorlákur Guðmundsson kvaðst hafa „þá skoðun, þá föstu sannfæringu, að rjett sje að láta málið nú bíða, og að heppilegast hefði verið, að flytja ekki málið inn á þiug í þetta sinn, án þess þó að gefa eina hársbreidd eptir af þeim rjetti, sem þingið hefur til að samþykkja breytingar á stjórnar- skránni, þegar hentugur tími er til“ (S. st. 511—512). Það getur nú eng- inn þakkað þessum þingmanni, þótt hann ekki vildi fara að sleppa þeim rjetti, sem þinginu er heimílaður í 61. gr. stjórnarskrárinnar, en hitt hefði verið þakkavert, ef hann hefði bent á, hvenær tíminn er hentugur til að bera fram fyrir konung óskir vorar um stjórnarskrárbreytingu, en þetta gjörði liann ekki og þetta get- ur enginn maður, því að hvenær

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.