Þjóðólfur - 14.10.1887, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.10.1887, Blaðsíða 3
187 tTmþað leyti var lijer samankomið mik- ið konungmenni, yfir BO manns, Riissa- keisari, prinsinn af AVales, (frikkja- konungur o. fl. með Öllu þirra kyski. Rússakeisari er hafður í hávegum hjer og er ekki hræddur við nihilista, því hann er víða einn á ferð. Nýfct blað „Aftenbladet“'j kemur úfc fyrsta sinn á morgun, verður ódýrasta Hafnar- hlað, ritstjóri þess verður Korsgárd, sá er áður stýrði Morgunblaðinu og Islendingum er að góðu kunnur. Ymislegt. Anarkistarnir í Chicago manndrápararnir frá 4. maí 1886, eiga að hengjast 11. nóvember, hvort sem nú verður af því. — Vikingaskip líkt á stærð og Grokstaðskipið hefur verið grafið upp í Noregi, og halda menn að Guttormur Eiriksson blóðaxar hafi verið grafinn i því. — Edison, hinn nafnkunni Ameríkumaður, kveðst hafa fundið upp að brúka megi rafurmagn og segulafl i vjel sem sje ódýrari, hættu- minni og einfaldari en gufuvjelin, en geri sama gagn. Þessi maður hefur fundið svo margt áður að orð hans verða að takast trúanleg. Snemrna i september hjelt hið brezka vísindafjelag ársfund i Man- chester. Þar bar margt fróðlegt á góma; fundinum þótti líklegt, að gufumagnið, mundi bráðum víkja úr sæti fyrir rafurmagninu, og tveir nafn- togaðir vísindamenn rökstuddu þá skoðun, að hinn ariski þjóðflokkur, sem vjer erum af, væri ekki kominn austan úr Asíu eins og hingað til hefur haldið verið, heldur norðan til úr Evrópu. Nú hafa Englendingar gert samn- ing við Frakka um, að Suez-skurður- inn skuli vera öllum þjóðum jafnheim- ill, enda hafa þeir fengið nýja leið til Indlands yfir þvera Norður-Ameríku gegn um sitt eigið land á járnbraut og svo yfir Kyrrahafið á gufuðkip- um. Kólera á Suður-Ítalíu er i rjenun, hefur verið mannskæð i Sikiley. Rússar segjast hafa fundið sprengi- efni, sterkara en nokkurt annað, sem nienn þekkja. Reyl.-javik 14. okt. 1887. Póstskipið Laura kom hingað í nótt frá Höín; varð þstta á eptir áætluninni, af því að hún varð svo síðbúin frá Höfn. Hún kom við á Seyðisfirði eins og til stóð; fór þaðan á mið- vikud. va* hingað sunnan um land. Með henni komu um hundrað farþegav, nokkrir stúdentar og skólapiltar, en flest af farþegunum Voru Sunnlendingar, sem verið liafa á Austfjörðum i sumar. — Laura fer á morgun til Hafnar- fjarðar, þaðan til ísafjarðar og kemur þaðan aptur hingað, áður en hún fer tíl Hafnar. Strandferðiiskið Thyra, sem fór hjeðan 1. þ. m., kom til Seyðisfjarðar á mánudaginn var og fór þaðan daginn eptir áleiðis til Kaupm.- hafnar. Gufuskipið Minsk fór hjeðan 10. þ. m. til Englands með 60 hesta og 1500 fjár, sem Laur- itzen kaupmaður hefur keypt hjer. Lauritzen sigldi með skipinu. Tíðarfar hefur mátt heita gott lijerum tíma. Mannalát og slys. 6. þ. m. andaðist Sig- ' wrður Ingjaldsson á Hrólfsskála á Seltjarnar- nesi, rúmlega áttræður að aldri, einn meðal hinna merkustu bænda hjer um sveitir. í haust drukknaði maður i Hjaltadalsá i Skaga- fjarðarsýslu, Björn faðir Jóseps húnaðarskóla- stjóra á Hólum. Póstar eru nú nýkomnir. Helztu frjettir með þeiin sjást á eptirfylgjandi hrjefköflum : Þingoyjarsýslu 26. sept. — — — „Heyafli manna er almennt með mesta og bezta móti, svo að ef menn hefðu ekki verið orðnir svo að- þrengdir áður, hefði hjer nú verið góðæri. Pöntunarfjelaginu gengur heldur vel; vöruskip- ið nýkomið með talsvert af vörum með lágu verði, einkum rúgur með óvanalega lágu verði. Kaffi aptur óvanal. dýrt. Skipið fór aptur 23. þ. m. með 3900 sauði frá fjelaginu og var það álitlegt matartrog11. Húnavatnssýslu, 26. sept. — — — „Mikill munur er nú á fjárfjölda eða að undanförnu. í fjTrra voru 13 rjettir i Kúlurjett, en nú i | haust að eins 5 rjettir. Þó að slikt sje eigi nákvæmt, getur það þó að nokkru leyti sýnt muninn. — Eje má heita heldur vænt“. Skagaströnd, 28. sept. í gær og í fyrradag var hjer norðanhríð (ein af hinum stórkostlegri) með mikilli fannkomu, en frostvægt var. í dag er hann að hirta upp. Pyrra daginn (26. þ. m.) skyldi vera Coghills-markaður á Höskulds- stöðum, og fórst hann eðlilega fyrir, þó að marg- ir væru komnir með fje sitt áleiðis eða alla leið. — Nýlega (20. þ. m. að haldið er) drukn- aði Jakob bóndi Bjarnason á Illugastöðum á Yatnsnesi við fjórða mann. Skipið rak á land nálægt Króki á Sagaströnd og var Jakob sál. fastur við það (hálfur útbyrðis), en hinum hafði skolað út“. Strandasýslu, 8. okt. — — — „Heyskapur- inn var stirður og þerralítill. Þó hafa aflazt hey öllu betur en i meðallagi að vöxtunum til, en menn eru hræddir um skemmdir vegna dæma- fárra úrfella, sem hafa gengið hinn síðasta hálta mánuð. Piskilaust er hjer enn, nema dálítill reitingur kominn á Steingrímsfjörð. Afarbágar horfur á afkomu almennings í sýslunni vegna fiskileysisins í sumar og skepnufæðar eptir fyr- irfarandi harðæri. — í norðangarði 26.—27. f. m. sleit upp tvö skip á Reykjarfirði, fiskiskipið Storrn og kaupskipið Axel bæði eign Thorar- ensens kaupmanns, rak þau upp í kletta og löskuðust svo að eigi er talið að við þau muni verða gjört. í kaupskipinu voru nokkrar vör- ur, fiskur og lýsi. Yerður það sjálfsagt selt á uppboði. Thorarensen líður þar eflaust tals- vert tjón og má telja það skaða fyrir allt fje- lagið, því hann er hvorttveggja mesti dugnað- ar og frarokvæmdarmaöur og mesti bjargvætt- ur sveitanna þar i kring, svo fágætt mun vera þó víða væri leitað". AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. Uppboösauglýsing. Mánudaginn 17. þ. m. og eptirfylgj- andi daga verður við opinbert upp- boð, sem haldið verður bjá búsi &þg- fúsar Eymundssonar bjer í bænum, seldur búðarvarningur klæðasala F. A. Löve, svo sem Duffél, ldœði, svart og blátt, buchskin, fóðurefni, tilbúin föt, líntau og glisvarningur o. fl. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hád. nefnd- an dag og verða söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Bæjarfógetinn i íteykjavík, 7. okt. 1887. Halldór Daníelsson. 431 Aí 0*11 fæst nú Þegar 1 miðj‘ LA um bænum 3 herbergi á- samt kokkhúsi, ef þess er óskað, fyrir familíu. Þessi staður er einknr vel settur fyrir skóla- pilta og aðra nemendur, sem óska eptir að fá leigt nærri skólunum. Sömuleiðis fæst eitt herbergi leigt nærri lat- inuskólanum; allt með mjög lágri leigu.—■ Rit- stjóri visar á. 432 Tannpínumeðul. # Samskonar tannpínumeðul ogjeghef liingað til við haft við tannlækningar heima hjá mjer, en engum selt, verða nú eptirleiðis til sölu hjá mjer. Þess skal getið, að meðul þessi eru samsett eptir hinum beztu ráðleggingnm (recept) hr. A. Préterre í Parísarborg, sem ekki er einungis álitinn frægastur tannlæknir meðal Prakka, heldur jafnvel beztur tannlæknir sem nú er uppi. L

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.