Þjóðólfur - 25.11.1887, Síða 1

Þjóðólfur - 25.11.1887, Síða 1
Kemur út á föstudap*- iuorgna. Verð árg. (60 arka) 4 kr. (erleudis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÓÐÓLFUR Uppsogn skrifleg. bund- in yið áramót, ógild nerna komi til útgefanda fyr- ir 1. október. Reykjayík, föstudaginn 25. nÓTemlber 1887. XXXIX. árg. Xýir kaupendur að Þjóðólfl fyrir næsta ár geta fengið ókeypis blaðið frá 1. okt. þ. á. til ársloka (46.—60. tbl.). — Hver sem útvegar 5 nýja kaupendur af Þjóðólfi getur fengið 1 expl. af árgöngunum 1886 og 1887 auk sölulauna. Löggilding verzlunarstaða. Löggilding verzlunarstaða er eitt af því, sem vjer íslendingar megum sárbæna vora góðu dönsku stjórn um. En bún neitar oss, þverneitar og dauf- heyrist við öllunr vorum bænum, vjer Vogum ekki að segja: kröfum, því að slikt mundi láta illa í eyrum vorrar föðurlegu stjórnar, sem elskar oss eins og olbogaböm. I seinasta brjefi, þar sem hún neitar um löggilding verzl- unarstaða, gerir hún oss neitunina enn þá sárari en ella, með því að láta oss greinilega vita, að vjer sjeum ekki óskabörnin , heldur aðrir, allt aðrir. Meðan stjórnin var að hugsa sig- um, hvort hún ætti að neita eða ekki, fjekk hún bænarskrá frá Akureyri, um að neita. Það höfðu nokkrir danskir kaupmenn tekið sig saman í laumi og sent þessa bænaskrá. Danskir kaup- menn! Þar eru óskabörn stjórnar- innar, sem fá vilja sinn i íslenzkum löggj afarmálum. En íslenzk alþýða, hún hefur ekki vit fyrir sjer, svo að stjórnin verður að hafa vit fyrir henni. Stjómin huggar oss með, að þessi lög um löggilding verzlunarstaða haíi „litla þýðingu í raun og veru, að ininnsta kosti um langan tíma“, en samt sem áður fer hún mörgum orð- um nm alian þann skaða, sem af lög- gildingum leiði. Hún segir t. a, m., að „löggilding Svalbarðseyrar við Eyja- fjörð hlyti1 að kippa mjög rir vexti og viðgangi Akureyrar11, og eigum vjer l) Undirstrykað af oss. erfitt með að koma þessu lieim og saman, að það, sem er þýðingarlítið, skuli þó hljóta að hafa stórkostlegar verkanir. Fyrir utan þessar skaðlegu verkanir á höfuðstað norðurlands, valda þessar ',,þýðingarlitlu“ löggildingar miklum erfiðleikum við alla tollgæzlu og sóttvarnir og fyrir þetta „verður staða fastaverzlananna, sem nauðsyn- legar eru til þess, að byrgja landið með vörur, smátt og smátt erfirJar'P. íteyndar verður ekki staða fastaverzlan- anna erfiðari, — þar hefur stjórninni, þótt hún sje vitur, mikilega yfirsjest — heldur staða dönsku kaupmannanna erfiðari, því að þar sem þeir hafa náð undir sig öllum kaupstaðnum og geta útilokað aðra, þar geta þeir i næði beitt sinni lieillaríku einokun, en ef kemur upp nýr kaupstaðar rjett hjá, verður þeim þetta „erfiðara" og jafn- vel ómögulegt. Auk þessara vondu verkana er enn eitt, sem sýnir elsku stjórnarinnar á oes og hvernig hún vill hafa vit fyr- ir okkur, og sem vegur alveg a moti hægum vöruflutningi, en það eru „hin- ar illu afleiðingar, sem verzlunarstað- ir hafa á bændur þá, sem nálægt þeim búa“. Stjórnin vill vernda oss frá illu, hinum illu dönsku verzlunum, sem hafa vondar afleiðingar á (!) bændur Þetta er vitnisburður um danskar verzlanir frá danskri stjórn. Þetta eru ástæður stjórnarinnar, gamlar og mygglaðar ástæður frá tím- um einokunar og einræðis, sem fáir íslenzkir menn geta láta sjer um munn fara. Einvalalið stjórnarinnar, hinir kon- ungkjörnu þingmenn, fylgdu skoðun- um stjórnarinnar trúlega fram og börðust vasklega fyrir þeim, bæði bú- maðurinn Jón Hjaltalín og auðfræð- 1) Undirstrykað af oss. Xr. 53. ingurinn Arnljótur Ólafsson, sem hef- ur talað svo fagurlega um samkeppni .og smáar verzlanir í „Auðfræði“ sinni. Þar á móti töluðuhinir konungkjörnu lítið um það, hvort höfnin væri góð eða ekki. Það var að eins ein höfn, sem sjer- staklega var ráðizt á, Yogavík í Gt-ull- bringusýslu. Landshöfðingi var svar- inn óvinur hennar, L. E. Sveinbjörns- son "sagði, að hún væri „engan veg- inn góð skipalega" og E. Th. Jónas- sen sagði moðal ■ annars: „Yogavík er vond höfn“. Þessi vonda höfn hefur þó nýlega orðið að liði. Um daginn, þegar póst- skipið fór hjeðan síðast, hreppti það svo vont veður, að það varð að snúa við og leitaði sjer þá hælis, ekki á hinni góðu Keflavík, sem hefur nýjar „tilfæringar“ , eptir því sem L. E. Sveinbjörnsson sagði. Nei, póstskip- ið fór fram hjá henni og leitaði sjer hælis á hinni vondu höfn, Yogavík. Þetta ætti að vera ástæða fjuir stjórnina, að banna hinu danska gufu- skipafjelagi, að fara í illviðrum inn á þær hafnir, sem henni er ekki um, þvi að meðan hún ekki gerir það, þá hafa þessi smáu atvik meiri áhrif á oss, heldur en ástæðan frá einokunar- tímunum, og það verður til þess, að vjer höldum áfram að biðja stjórnina að láta að vilja vorum í von um, að hiín muni verða við óskum vorum, þegar vjer erum búnir að tönglast á þeim í tuttugu ár. íslendingar, það er i þessu máli, eins og fleirum, eina ráðið, að þreyt- ast aldrei með að heimta, því að um síðir fáum vjer vilja vorum framgengt. Rasmus Kristján Rask. Tuttugasta og annan dag þessa mán- aðar vóru liðin 100 ár frá því að Rasmus Kristján Rask fæddist. Hann

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.