Þjóðólfur - 25.11.1887, Side 3

Þjóðólfur - 25.11.1887, Side 3
211 sínu upprunalega lagi fram í odd. Sverðið er eineggjað og með bakka, lítið eitt fatt á bakkann. f>að er slegið fram sljett frá bakkanum og til eggj- ar og hvorki laut eða hryggur eptir því. Brandurinn er frá hjöltum fram í odd 1 al. og 1 þuml., en breiddin upp við hjöltun er nær 1 þuml.; með- alkaflinn er frá hjöltum og aptur úr B1/, þuml., og hafa verið negldar utan hann á kinnar, líklega úr horni. Hjölt- un eru bein og heldur mjó, slegin ferstrend beggja megin, sem út stend- ur, 53/é þuml. á lengd. Það er ein- kennilegt á þessu sverði, að út úr uaiðjum hjöltunum gengur spaði, er beygist aptur á við til hlifðar við höndina; er þetta á þeirri hlið sverðs- ins, sem frá snýr. Aptan á meðal- kaflanum er ekkert hjalt, sem stend- ur út, nema til hliðanna, og er það sjálfgert. Sverðið er liðlega smíðað Og járnfagurt og mjög stinnt að finna, jafnvel þótt það sje orðið mjög þunnt að framan. — Samkvæmt lögun á hjölt- inum á sverði þessu og fleiru hygg Jeg, að það muni vera frá síðara hluta 13. aldar, en getur jafnvel verið frá Sturlungatíð (sbr. skýrslur Forngripa- safnsins I. bls. 88.—84.). Hj er á Forn- gripasafninu eru 2 sverð, sem eru að öliklu leyti samkynja þessu sverði, og eru þau öll þrjú frá líkum tíma, en þetta hefur lang bezt haldið sjer, af því að það lá í sendinni jörðu. Eng- um getum skal jeg um það leiða, bvernig sverðið hefur komizt þangað sem það fannst; líklegast hefur það týnzt þar á förnum vegi. Reykjayík, 23. nóv. 1887. Sigarður Vig/ússon. Reykjavík, 25. nóv. 1887. Tíðiirfar hefur verið gott, en nokk- Uð óstöðugt, nú um tíma. 22. þ. m. blánaði og var þýtt 23., en í gær borðangarður. Aflabrögð, Fiskafli hefur til þessa verið ágætur við Faxaflóa. Haustver- tíðin er, það sem af er, einhver hin bezta, sem menn muna. Hlutir sum- staðar orðnir talsvert á annað þúsund. Húsbruni. Af Eyrarbakka hefur frjetzt, að þar hafi brunnið aðfaranótt 19. þ. m. veitingahús, og að litlu sem engu hafi orðið bjargað úr því. Póstskipið Laura ókomið enn; átti að koma 20. þ. m. Með póstuin, sem nú eru nýkoinn- ir, bárust engar sjerlegar frjettir. Tíð- arfar allgott viðast hvar. Þrír rauðskeggjaðir. Prásag'a frá Austurlöiiduiii. Akmeð Bbn Kalab lagði höndina á höfuð Selims, sonar síns, og sagði með veikum róm: „Allah er Allah! Jeg finn, sonur minn, að jeg á ekki langt eptir ólifað. Farðu vel með lítilræði )iað, sem jeg hef aflað mjer með margra ára erfiðismunum, eyddu ekki þeim fjármunum, sem jeg læt eptir mig handa fijer, og hlustaðu nú á síðustu orð föður þíns : Yaraðn jiig jafn- au 4 rauðskeggjuðum mönnum!“ — Þegar Ak- með haíði þetta mælt, andvarpaði haim þung- legá og gaf upp andann. Selim jarðaði föður sinn, syrgði hann í 8 daga og 8 nætur, tók síðan saman allan sinn arf þrjú hundruð gullpeninga og fjórtán svart- ar perlur, ijef þetta í malpoka, setti haun á öxl sjer, yfirgaf Damaskus og fór til Bagdað. Innan um glaðværð höfuðborgarinnar vonaðist hann eptir að finna rjetta meðalið við þeirri sorg, sem nú gagntók hjarta hans. Á leiðinni þangað náði Selim um kveldið, dasaður og þreytt- ur af ganginum, til Belzóra, þar sem ölmusu- munkuriun vitri átti heima. Selim tók sjer gisting hjá Ibrahim, veitingamanninum í veit- ingahúsi einu, sem nefndist „líkkista Múha- meðs“, og áður en iiann gekk til sængur, bað hann, til þess að vera enn öruggari, veitinga- manninn að geyma pokann með 300 gullpen- ingunum og 14 svörtu perlunum; því að um þær mundir voru menn engan veginn öruggir um eigur sínar í Belzóra, og opt bar það við, að ferðamenn urðu fyrir hroðalegum stuldi. Selim var því mjög hreykinn yfir, hversu hygg- inn hann hefði verið, að hiðja veitingamanninn fyrir pokann; gekk síðan til hvílu og sofnað- ist vel um nóttina innan um inndæla drauma um dýrðina í Bagdað. Hann valtnaði ekki fyrri ennokkrir nærgöngulir sólargeislar höfðu stundarkorn leikið urn andlit honum, svo að liann lmerraði. „Allah hjálpi þjer“, sagði Ibrahim veitinga- maður í „Líkkistu Múhameðs", sem kom inn í þessu augnábliki og sagði Selim, að hann yrði að flýta sjer, ef hann 'ætlaði að ná til Bagdað fyrir næstu nótt, „Jeg þakka þjer mikillega“, sagði Selim, sem var mjög kurteis, og stökk á fætur, þó að hann væri ekki betur vaknaður en svo, að hann var enn að núa stýrurnar úr augunum á sjer. Hann komst þó fljótt á fætur, þakkaði veitingamanninum fyrir næturgreiðann og bað um pokann með 300 gullpeningunum og 14 svörtu perlunum. Ibrahim. leit alveg hlessa á hann, kvaðst geta dáið upp á það, að hann hefði ekki feng- ið til geymslu neina gullpeninga nje svartar perlur. „Það hjelt jeg ekki að þú værir svona spaug- samur“, sagði Selim hlægjandi, „en þú hefur sjálfur sagt, að jeg verði að flýta mjer, ef jeg eigi að ná Bagdað i dag. Yertu þess vegna ekki að tefja mig með þessu spaugi, fáðu mjer pokann og hafðu margfalt þakklæti fyrir greið- ann“. Nú varð veitingamaðurinn í “Líkkistu Múhameðs11 fokvondur og öskraði upp, svo að kona hans og öll hjú hans komu hlaupandi. „Lítið á þennan asna, þennan svikara, sein ætlar að steypa vönduðum manni í ógæfu“, kallaði hann. „Hann segist liafa fengið mjer gull og perlur til geymslu. Fleygið honum út þorparanum þeim arna, þessum heimskingja og þrælmenni“. Selim varð alveg agndofa, og þegar haun rankaði við sjer aptur, lá hann endilangur út á götunni, þar sem hundar höfðu þyrpzt í kring um hann og voru að þefa af honum. Hann var allur útataður og lemstraður, en stumraði þó á fætur, og htjóðaði hástöfum, svo að menn söfnuðust i kring' uin hann. „Yeitingamaðurinn i „Líkkistu Múhameðs11 er rauðskeggjaður hljóðaði Selim hvað eptir annað. Ilann er rauðskeggjaður. Ó! Akmeð, faðir minn, þú hafðir rjett fyrir þjer, Ibrahim er rauðskjeggjaður! Æ, gullpeningarnir mínir fögru! „Yitfirringur!“, sögðu menn með meðaumkv- un og fðru leiðar sinnar. Að ein3 einn af mannþyrpingunni, maðnr hníginn 4 efra aldur, varð eptir, og gekk nú nær Selim, sem barm- aði sjer stöðugt og grjet, svo að tárin streymdu niður eptir kinnum honum. „Vertu rólegur maður minn!“, sagði hinn gamli maður. „Hvað er þetta, sem þú ert að tala um rauðskeggjaðan mann? Jeg get ef til vill hjálpað þjer eittlivað“. Hið góða viðmót gamla mannsins gerði Selim hugrakkari, svo að hann sagði gamla mannin- um frá raunum sínum. „Mikill dæmalaus aulahárður ertu!“ sagði gamli maðurinn, þegar hann hafði heyrt sögu Selíms, „farðu til dómaraus og kærðu þetta fyrir honnm. í ríki Harsúns al Baskíðs hefur enn enginn misst. rjett sinn“. Þetta ljet Selim eigi segja sjer tvisvar, held- ur hljóp rakleiðis til dómarans. „Vitri og rjettláti dómari“, sagði Selím og kraup niður, svo að hann snart jörðina með enninu. „Jeg hef orðið tyrir megnu ranglæti Ibrahim, veitingamaðurinn í „Líkkistu Múha- meðs“, sem jeg í hjartans einfeldni fjekk eigur mínar til geymslu, — 300 gullpeninga og 14 svartar perlur — Ibrahím, þessi fantur, sem hlýtur að verða útilokaður frá Múhameðs para- dís, hann er rauðskeggjaður — Ó, faðir minn

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.